Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Síða 63
vinnuvegana voru samþykkt 1965.
Pálmi annaðist auk aðalstarts síns,
bókhald fyrir verktakafyrir-
tækið E. Phil & Sön og fleiri verktaka.
Með vaxandi rannsóknarstarfsemi,
fjölgun rannsóknarstofnana og eflingu
Rannsóknarráðs rikisins uxu við-
fangsefnin gifurlega, enda hafði Pálmi
allfjölmennt starfslið undir sinni
stjórn siðustu árin.
Er Pálmi réðst til Atvinnudeildar
Háskólans 1946, var sá er þetta ritar,
yfirmaður Landbúnaðardeildar þeirr-
ar stofnunar og gegndi þvi starfi til
ársloka 1962. Attum við Pálmi þvi náið
samstarf i 17 ár. Samstarf okkar var
ágætt frá upphafi, enda var Pálmi
ágætlega fær I starfi, hamhleypa dug-
legur og skyldurækinn og samvizku-
samur svo að af bar. Hann var örgeðja
og tilfinningarfkur. Átti hann þvi
stundum örðugt með að stilla skap sitt,
þegar honum mislikaði við þá eða
þann, sem hann átti samskipti við,
einkum ef um vanrækslu eða kæru-
leysi, að hans dómi var að ræða hjá
viðkomandi. Þeir, sem ekki þekktu
Pálma kunnu þessu stundum illa i
svipinn, en jafnan var sá ágreiningur
skjótt úr sögunni, af þvi að Pálmi var I
senn sáttfús, drengur góður og hafði ó-
venju hlýtt hjartaþel.
Pálmi kvæntist 1940 Láru
Gunnarsdóttur frá Botnastöðum i
Húnavatnssýslu. Þau skildu barnlaus.
Hinn 22. marz 1952 kvæntist Pálmi
öðru sinni sænskri konu, Anna-Lisa,
fædd Berndtsson. Hún átti tvö börn frá
fyrra hjónabandi, stúlku að nafni Guð-
rúnu og dreng, er Guðmundur heitir.
Pálmi unni þessum börnum hugástum
og gekk þeim i föðurstað. Ekki eignuð-
ust þau hjónin börn saman, en voru
samhent um að veita börnum
Önnu-Lisu hið betta uppeldi. Frá þvi
Guðmundur var smádrengur og til
unglingsára var hann á hverju sumri á
Hesti i Borgarfirði. Geðfelldari og
betri ungling er vart hægt aö hugsa
sér, og fáir eða enginn þekkja betur
hverja laut og hæð I Hestlandi en Guð-
mundur Pálmason, sem smádrengur
reikaði þar um haga, með sinn hvita
koll f leit að kúm eða hestum, en er nú
húsasmiðameistari, kvæntur og bú-
settur i Reykjavik. Systir hans, Guð-
rún, er hjúkrunarkona hér i borg,
ógift.
Jónas Kristjánsson ritstjóri, systur-
sonur Pálma, var fyrstu árin I fóstri
hjá ömmu sinni, Þórönnu, en eftir það
til 15 ára aldurs hjá Pálma og konu
hans, sem reyndust honum hinir beztu
fósturforeldrar.
Pálmi Pétursson var glæsimenni að
islendingaþættir
vallarsýn, innhverfur i skapgerð og
þvi seinn til fyllstu kynna, en vinfastur
og traustur. Hann skilaði þjóð sinni
miklu starfi og reyndist skylduliöi sinu
öllu frábær drengur og hjálparhella i
hverri raun.
Hans er sárt saknaö. Votta ég konu
hans, fósturbörnum og öllum öðrum
aðstandendum innilegustu samúð.
Halldór Pálsson
Magnús
Framhald af bls. 6 4
Helgason 35 ár i hreppsnefnd Lýtings-
staðahrepps og eins og gengur og ger-
ist voru ýmsir óánægöir með geröir
hreppsn. á hverjum tima og átti
Magnús sinn hlut i þvi, sem misgert
hafði verið, að þvi er talið var, en þeg-
ar kom að þvi, að fólk gerði hug sinn
upp við kosningar, var hann endurkos-
inn og oftast með flestum atkvæðum.
Slíkar voru vinsældir hans. Hann var
lika hjálpsamur, þegar til hans var
leitað og vildi hvers manns vandræði
leysa. Einn af nágrönnum hans lét svo
ummælt, að þvi betur reyndist hann
sem meira lægi við.
Gamli maðurinn, sem sagt er frá f
bókinni „Land og synir” hafði búið f 40
ár og þegar hann féll frá var kindum
hans slátrað, en þær gerðu ekki nema
fyrir helmingnum af skuldinni i kaup-
félaginu. Þessi saga gerist á kreppu-
árunum að þvi er virðist, og á að vera
dæmi um það, hvað sumir bændur
bera skarðan hlut á langri ævi, vinna
hörðum höndum, en eiga aldrei nema
til hnifs og skeiðar, þó þeir séu ekki
eyðslu- eða óreglumenn. Fjármunir
tolla ekki við suma menn, en öðrum
verður flest að fé og kemur margt til,
svo sem hagsýni, dugur, fjármálavit,
höpp og óhöpp og fleira.
Magnús Helason fór ekki meö fjár-
muni úr föðurgarði, byrjaði með tvær
hendur tómar, já, hann hefur kannski
byrjað með tveggja krónu pening, eins
og Ellert i Holtsmúla, en alla sina
búskapartið var hann með efnuðustu
bændum ihreppnum, nema fyrstu ár-
in. Honum er sýnt um fjármal, hvort
sem hann vinnur fyrir sjálfan sig eða
aðra, hagsýnn dugur og þrek er honum
i blóð borið. Þegar Magnús hætti
búskap á siðastliðnu ári, var f járhagur
hans ólikt betri en gamla mannsins i
„Land og synir”. Ég veit ekki hvort
hann hefur nokkurn tima skuldað i
kaupfélaginu, en hann seldi jörðina
fyrir 10 milljónir, sauöfé fyrir 2
milljónir, svo átti hann búið á Sauöár-
króki, sem hann flutti i og meiri munu
fjármunir hans vera.
Magnús i Héraðsdal hefur verið
stuðningsmaður Framsóknarflokksins
alla tið, en ýmsir hafa látið svo um-
mælt að hann væri ihaldsmaður innan
flokksins. Andstæðingar Framsóknar-
flokksins hafa löngum haldið þvi fram
aö innan hans væru bæði ihaldsmenn
og kommúnistar og reiknaö til miska
og meinlæta. Misskilningur er það, að
ihaldsmaður eða kommúnisti séu
skammaryrði. Kommon þýðir sam-
eiginlegur og öll mannskepna er lýður
drottins, sem á að una i bandi friðar og
réttlætis, þó misjafnlega gangi að
framkvæma hugsjóúir jafnaöarstefnu.
íhaldsmaður er sá, sem vill halda i
það, sem lengi hefur staðið og vel hef-
ur reynzt og það er virðulegt hlutverk
að vilja varðveita ýmis menningar-
verðmæti i ólgusjó á breytingatimum.
Innan Framsóknarflokksinser svo vitt
til veggja að sauðir til hægri og vinstri
geta verið þar i góðu samlyndi.
Magnús Helgason er bæði sósialisti
og einstaklingshyggjumaöur. Hann
hefur stutt með ráðum og dáð hvers
konarlýðhjálp, sem komizthefur á um
hans daga og hvers konar umbætur
I sveitinni svo sem byggingu barna
skóla ogfélagsheimilis, og hann vill að
hver einstaklingur hafi ráðrúm til og
fái að njóta þess sem i honum býr.
Þau Magnús og Jónina eignuðust tvö
börn sem upp komust. Dóttir þeirra,
Margrét Selma, er gift og búsett á
Sauðárkr. Sonur þeirra Helgi Guö-
mundur, mikill efnis piltur, andaöist
15 ára gamall. Magnús bar sonarmissi
með karlmennsku, enda er hann garp-
ur i hverri raun. Fósturbörn voru hjá
þeim hjónum lengur eða skemur, Vor-
ið 1920 kom til þeirra 8 ára gamall
drengur, Marteinn Jónsson. Hann
missti móður sina þá um veturinn og
var umkomulaus. Marteinn hafði
miklar námsgáfur og var i Mennta-
skólanum I Reykjavik, en andaðiSt á
Vifilstööum tvitugur að aldri. Miklir
kærleikar voru með Marteini og fóst-
urforeldrum hans.
Magnús Helgason er sem fyrr gest-
risinn, glaður og reifur. Hann minnist
samstarfs og samtiðarmanna hlýlega
hvort sem það voru skoðanabræður
eða ekki. Hann talar um hvað það hafi
verið gaman að lifa og þá sérstaklega
þegar hann var ungur á fyrstu tugum
aldarinnar.
Ég fæ ekki betur séð en Magnús hafi
verið lukkunnar pamfill. Hann hefur
búið I góðu hjónabandi, starf og strit
langrar ævi hefur verið honum lifs-
nautn og hann hefur notið mikillar
mannhylli, sem var betra en flest ann-
að.
Það fer ekki hjá þvi, að menn eins og
Magnús i Héraðsdal setja svip á um-
hverfi sitt um sina daga og sjónar-
sviptir verður, þegar þeir hverfa á
braut. Ég flyt honum beztu afmælis-
óskir með þökk fyrir liönu árin.
11. marz 1977
Björn Egilsson
63