Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 15
— Paaf, paff, sagði geddan.
— Hvað ert þú að gera hér?
— Ég er bara að hvila mig
svolitið, svaraði Uggi.
— Ég á þessa tjörn, sagði
geddan — og nú ét ég þig. Svo
opnaði hún stóra ginið og kom
askvaðandi að Ugga. Hann
snerist á hæl og flýði en
geddan kom þjótandi á eftir
honum. Þarna rétt hjá rann
litill lækur út i tjörnina og
Uggi skauzt upp i hann stökk
yfir nokkra steina og nam ekki
staðar fyrr en hann var kom-
inn þar sem lækurinn var svo
mjór, að hann var viss um að
geddan kæmist ekki fyrir.
Þarna sofnaði hann, dauð-
þreyttur.
Hann vaknaði morguninn
eftir og sá sér til hrellingar, að
vatnið i læknum hafði
minnkað mikið.| Þegar bak-
ugginn á honum stóð upp úr
vatningu, nam kviðurinn við
botn. Vesalings Uggi. Hann
vissi nefnilega ekki, að lækur
þessi óx i rigningu og þornaði
næstum upp, þegar sólskin
var.
Nú var hann i gildru. Vatnið
minnkaði enn og loks gat Uggi
varla andað lengur.
— Sjáið! hrópaði litil stúlka,
sem var á gangi meðfram
læknum. — Þarna er urriði.
Stúlkan og litill drengur, sem
var með henni, komu nú alveg
að Ugga.
— Við skulum fara með
hann heim í matinn, sagði
drengurinn.
— Aumingja fiskurinn, sagði
stúlkan. — Sjáðu, hvað hann
er magur. Við skulum heldur
fara með hann i Sóltjörnina og
sleppa honum þar.
Drengurinn samþykkti það
ákafur.
Siðan hlupu börnin heim
eftir hjóli og fötU). Þegar þau
komu aftur, jusu þau fötuna
hálfa af vatni og lyftu Ugga
varlega upp i hana. Svo settust
þau á hjólið og óku af stað upp
að hæðunum. Uggi var svo
þreyttur og svangur, þar sem
han lá í fötunni, að hann gat
ekki hugsað um þetta ferða-
lag.
Þegar þau komu að tjörn-
inni, bar stúlkan fötuna að
bakkanum og sökkti henni á
hliðina niður i vatnið.
— Syntu nú, fiskur litli,
sagði hún.
Uggi veifaði með sporðinum
til góðu barnanna og renndi
sér út i vatnið. Hann fann um
leið, að þessi tjörn var eins og
tjörnin heima hafði einu sinni
verið. Vatnið var hreint og
svalt og hér var gott að anda. í
þessari tjörn vildi hann vera.
Urriðastúlka kom syndandi
til hans, forvitin á svipinn. —
Almáttugur, hvað þú ert
magur, sagði hún. — Hvaðan
kemurðu ?
Uggi leit á hana|. Þetta var
fallegasta urriðastúlka, sem
hann hafði nokkurn tima séð.
Hún var svo feit, að það gljáði
á hana.
— Ó, ég kem langt að,
svaraði hann. — Má ég vera
hérna?
— Það eru ekki nema fáir
urriðar hérna, svarði hún. —
Og þeir eiga heima á vissum
stöðum. Ég á þessa vík og þú
mátt vera hér eins lengi og þú
vilt. Matur er nógur hér.
Nú leið ekki á löngu þar til
Uggi var orðinn feitur og gljá-
andi og i Sóltjörn gat hann
tekið sundspretti undir bláum
himni og étið allt sem hann sá,
án þess að vera hræddur við
það. Hann horfði á sólina
glampa á steinana á botnin-
um. Seinna tóku hann og
urriðastúlkan saman og þau
eignuðust mörg hundruð
urriðabörn.
Létt blandaður drykkur er eins og
seyði af skugganum af tómri flösku.
Það versta við að halda ræðu eru
hendurnar.
'Ó'
Það skiptir ekki máli hvað fólk er
gamalt, heldur hvernig það er það.
Kosturinn við að hæla sjáifum sér er
að maður getur ýkt mikið.
'4-
Baðvigt á að standa framan við
isskápinn.
Svartsýnismaður býst ekki aðeins við
þvi versta, heldur gerir það versta úr
þvi, þegar það gerist.
Ef þú ert orðinn skjálfhentur af
áhyggjum, þá lærðu að spila á
mandólin.
A
Kona, sem veit þll svörin, er aldrei
sput-ð.
Á inorgun er tveimur dögum of seint
að gera þaö sem þú hefðir átt að gera I
gær.
Hinn fullkomni eiginmaður, reykir
ekki, drekkur ekki, daðrar ekki — og
er ekki til.
A
Þögn er heimska, ef maður er
greindur, en greind ef maður er
heimskur.
7^
15
t