Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 33
Gunhild Hesiing: K oíi Svona svona svona, sagði Siggi sjóari. — Það var svei mér gott að við hittumst svo þú fengir sild. Annars hefðirðu svei mér þá dáið úr hungri tetrið, svo sannarlega sem ég heiti Siggi sjóari og geng með axlabönd og sjóhatt. Bastian leit nú á björgunarmann sinn. Siggi sjóari var risastór. Hann var i stigvélum sem náðu alveg upp á maga og á höfðinu hafði hann sjóhatt, sem var á stærð við seglskip. Al- skeggið náði niður að stigvélunum og i munnin- um var bara ein tönn, en svo var munnurinn lika það stór, að þegar hann brosti, var eins og munnvikin gengju í hlykkjum. Og brosið! Hann var sibrosandi og svo óskaplega stór, glaður og góður. — Nú skulum við koma heima til Sigga sjó- ara, sagði hann við Bastian. — Það er orðið framorðið og þú þarft að fá eitthvað að drekka, áöur en þú leggur þig. Svo tók hann Bastian upp i lófa sinn og með hinni hendinni stýrði hann hjólinu heim að stráþöktu litlu húsi. Þar bjó hann. Þegar þeir komu inn, lagði hann Bastian á hrúgu af hrein- um tvisti ofan á kaðalhönk. Siðan setti hann nýtt brenni i arininn og þegar fór að loga, byrj- aði hann að steikja sild handa sjálfum sér og hellti mjólk i stóra skel handa Bastian. Og meðan Bastian lapti i sig mjólkina, hlustaði hann á Sigga sjómann, sem söng og trallaði yfir sildinni. Stofan var Iitil og þar var lágt undir loft. Lyktin inni var af tjöru, fiski, segldúk, þangi og mörgu öðru hressandi, sem köttum finnst lika ágætt. Já, Bastian naut þessa alls og hugsaði um, hvernig honum hafði liðið fyrir skömmu. Þá hafði hann verið viss um að betra væri að vera dauður en vera Bastian. En nú lá hann hér og lapti með næstum fimm sildar i maganum og var alveg viss um að það væri betra að vera Bastian en nokkur annar i öllum heiminum. 3lZur/ri n oisLI (s n — Þarna sér maður, tautaði hann við sjálfan sig. Það var vist vissara að láta hlutina ekki á sig fá. Það getur alltaf gerzt eitthvað nýtt og merkilegt svo maður verði glaður aftur en það er alveg eins gott að vera bara alltaf glaður. Já, liklega miklu betra. En eftir þvi sem Bastian lapti meira fannst honurn þessi mjólk eitthvað undarleg. Siggi sjóari hafði nefnilega sett agnarlitið af vini út i hana. Hann gleymdi þvi alveg, að kettir mega ekki fá vin. Hann hafði bara ætlað að gleðja Bastian. En þegar hann var búinn með mjólk- ina, varð allt svo skritið. Oliulampinn i loftinu var eins og stórt skip er sigldi á hvolfi og git- ar, sem hékk á veggnum var eins og kona með gat á maganum og fjóra rennilása frá hvirfli til ilja. Stórt fiskinet, sem lá á gólfinu undir glugganum varð eins og þrjár risakóngulær, sem voru búnar að flækja saman fæturnar og vissu nú ekki hver átti hvaða fætur. Og Siggi sjómaður og fimm steiktu sildarnar hans var orðið að þrem Siggum sjómönnum í sex stig- vélum, fimmtán steiktum sildum. þremur al- skeggjum og heilum ósköpum af sildarsöngv- um. Hvilik ringulreið! Bastian botnaði ekkert i þessu öllu. i staðinn fyrir að reyna það, stein- sofnaði hann á kaðalhönkinni. Bastian vankaði alls ekki morguninn eftir. Hann svaf langt fram yfir hádegi. Þegar hann loksins vaknaði, leit hann undrandi i kring um sig. Hann skildi hreint ekki, hvar hann var niðurkominn, ó, jú — þegar hann hugsaði sig um mundi hann vel, að hann var hjá Sigga sjóara. En hvar var þá Siggi sjóari? Hann sást hvergi. Það var rigning úti og vindurinn gnauðaði i stráþakinu og þreif i litla húsið svo það kveiknaði sér. En inni fyrir, þar sem Bastian var, var allt rólegt, þægilegt hlýtt og gott. — Það er svei mér gott að maður er ekki litill köttur á ferð úti i þessu veðri, sagði Bastian við sjálfan sig og hringaði sig aftur á < 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.