Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 16
o
HANN GLATAÐI
ÆSKU SINNI
HANN var barn, þegar hann var hnepptur
i fangelsi i Tyrklandi. Hann var 14 ára
drengur, sem ekki þekkti lifiö. Þaö haföi
allt veriö glens og gaman, og hluti af
gamninu var aö selja hass, þaö var aö
vera hippi. Timothy Davey var aöeins
barn, þegar dómarinn ákvað aö hann
skyldi I fangelsi og vera þar „eigi skemur
en sex ár”.
En nýlega, eftir 33 mánuði og 8 daga,
var hann látinn laus úr Juvenile-fang-
elsinu við Izmir i Tyrklandi. Þaö var
vegna náðunar 45 þúsund fanga I tilefni af
50 ára afmæli tyrkneska lýöveldisins.
Þá var Timothy oröinn fulloröinn
maður, þótt hann væri aðeins 17 ára
gamall. Hann þroskaöist á þremur árum I
tyrknesku fangelsi, og þar læröi hann lög-
mál lifsins, m.a. það lögmál að aöeins
þeir sterkustu komast af. Aöstæður í tyrk-
neskum fangelsum eru ekki eins og i þeim
evrópsku. Þar syðra er 1 árs fangelsi
jafnslitandi og 10 ár i venjulegu fangelsi i
Evrópu.
Timothy vissi, hvaö hann átti aö segja,
þegar tyrkneskir blaöamenn ræddu viö
hann, eftir að hann var oröinn frjáls:
— Allir Tyrkir hafa farið vel með mig. Ég
er ekki bitur i þeirra garð. Ég var dæmd-
ur eftir þeirra lögum og hef ekki yfir
neinu aö kvarta. Þetta haföi hann lika
lært.
Glæpur Timothys, verzlun með hass i
smáum stil, var lagabrot, sem I flestum
Evrópulöndum hefði veriö afgreitt meö
áminningu, eða i mesta lagi fárra vikna
fangelsi, en i Tyrklandi þýddi þaö, aö
drengurinn glataði æsku sinni. Hann
þurfti að ganga i gegnum svo mikið, aö
hann var karlmaður, þegar hann var
frjáls á ný.
Þó var hann ekki harðari en svo, aö
hann flaug I faöm móður sinnar, Jill
Davey, sem beið hans utan við fangelsið,
ásamt systkinum hans fimm. Hann grét
og sagði: — Ég hélt, aö þetta myndi aldrei
taka enda.
á
[r 1
Loksins, eftir 33 mánuöi og 8 daga, er Timothy kominn heim til fjölskyldunnar aftur.
16
\