Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 35
Afgreiðslustúlkan setti upp efasemdasvip, þegar
hún heyrði erindið og útskýrði fyrir Janet, að þar
sem.dansleikjatíminn væri nú liðinn, væri ekkert
eftir nema dýrustu módelkjólarnir, sem enginn
hefði haft efni á að kaupa. Hún sagði að vísu ekki
þetta síðasta, en það mátti heyra á tóntegundinni.
— En það er einmitt það sem ég ætla að fá, svarði
Janet ákveðin. Neil hafði skipað henni að kaupa
kjól og láta skrif a hann hjá honum. Verðið skipti því
engu máli. Ef hann hefði sagt henni frá dansleikn-
um fyrr, hefði hún ekki orðið svona gröm og farið
betur með peningana, en að jaegja yfir þessu i
marga daga! Það voru nú takmörk fyrir öllu. Hún
beit saman vörunum, ákveðin á svip, en þegar hún
sá kjólana, gleymdi hún, að hún var gift kona og
reið við manninn sinn. Nú var hún bara áköf ung
stúlka, sem aldrei á ævinni hafði átt svona föt.
Sá fyrsti sem hún mátaði, var þröngur, svartur
kvöldkjóll. Mary lokaði augunum, þegar hún sá
hana í honum og Janet skoðaði sig í speglinum.
— Ég veit það, sagði hún svo hikandi. — Hann er
einum of glæsilegur!
— Ég er að velta fyrir mér, hvað Neil mundi
segja, ef hann sæi þig í þessum, sagði Mary og hló.
Janet vissi, að hann mundi að minnsta kosti taka
eftir henni, en svo vissi hún heldur ekki meira um
álit hans.
Sá næsti var úr hvítu, þunnu ef ni og hún fór strax
úr honum án þess að segja neitt. Henni fannst hún
einsog táningur í honum. Auk þess minnti hann allt
of mikið á brúðarkjól. Hún mátaði allt, sem af-
greiðslustúlkan kom með og naut þess, en gat alls
ekki ákveðið sig. Kjólinn var ð að klæða hana og
hæfa tækifærinu, því það var stórt tækifæri að f ara
á ball með Neil í fyrsta sinn.
— Þetta er dýrasta módelið sem við eigum, frú
Stonham, sagði stúlkan og kom inn með einn kjólinn
enn. Hún hélt honum upp og Janet féll f yrir honum
á stundinni.
Hann var öklasíður i aprikósulit og Mary greip
andann á lofti, þegar Janet hneigði sig fallega fyr-
ir henni.
— Líkar þér hann? spurði hún og augun Ijómuðu.
— Hann er eins og saumaður handa þér, svaraði
Mary. — Engin nema þú gætir verið í honum.
— Þakka hólið. Janet skoðaði sjálfa sig í speglin-
um og velti fyrir sér hvort Neil fyndist hún eins
falleg í honum og henni fannst sjálfri að hún væri.
— Ég tek hann.
Þetta var hrein og bein eyðslusemi, hugsaði hún,
þegar hún var búin að kaupa skó, veski og nærföt að
auki.
— Fyrst þú ert að þessu, sagði Mary, — hvers
vegna kaupirðu þá ekki skinnkeip?
— Ó, nei! Hún hafði þegar eytt allt of miklu. Og
þetta var bara hlöðuball. Henni varð hugsað til
hlöðunnar á Burnettia og tók að iðrast. Hún sagði
það við Mary.
— En þú hefur ekki séð hlöðuna á Comobella,
sagði Mary þurrlega.
— Jæja, þá förum við i gluggatjaldadeildina,
sagði Janet ákveðin. Nú var komið áð húsinu. — Ég
er búin að sjá einmitt það sem ég ætla að fá, ég hef
horft á það í margar vikur, svo það tekur ekki
langan tíma.
Hún gekk að borðinu benti á stóran stranga af
vínrauðu brókaði með veiku munstri úr gullþræði
og sagði ákveðin við afgreiðslustúlkuna:
— Ég ætla að fá tuttugu og f imm metra af þessu,
takk!
9. kafli
Tíminn leið f Ijótt eftir bæjarferðina, því auk alls
annars, sem Janet hafði að gera, var hún fast-
ákveðin í að Ijúka við dagstofuna. Hana klæjaði í
f ingurna eftir að breyta brókaðinu í gluggatjöld og
með aðstoð Blueys lauk hún við að mála veggina,
því hann komst að raun um, að hann gat málað sitj-
andi á stól. Neil lofaði að mála gluggana og hurð-
irnar og hún varð að láta sér nægja það. I hvert sinn
sagði hann: — Já, auðvitað geri ég það, þegar ég fæ
tíma.
Eini tíminn, sem hún gat fengið hjá hárgreiðslu-
dömunni var á föstudagsmorgni og það truflaði
fyrir henni daginn. Karlmennirnir voru úti við og
hún skrifaði skilaboð til þeirra og lagði á eldhús-
borðið. Ray hugsaði um, að þetta væri í fyrsta sinn
síðan bróðir hans kom heim, að þeir borðuðu tveir
einir saman. Það var hálf undarlegt. Janet var vön
að hafa alltaf allt tilbúið handa þeim og þjóna þeim
til borðs svo þeir þurftu ekki annað en setjast.
35