Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 36
— Eg qet ekki sagt, að ég kunni við þetta, sagði
hann meðan hann skar brauðið og Neil leitaði að
bollum og diskum.
— Nei, það hefur verið dekrað við okkur. Neil
brosti til Rays. — Henni hefur tekizt þetta vel,
finnst þér ekki, miðað við, hvernig hún hafði það
áður?
— Hvað gerði hún, þegar þið kynntust? spurði
bróðir hans forvitinn.
Neil hikaði andartak, en það þjónaði engum til-
gangi að leyna sannleikanum.
— Hún vann á kaffihúsi.
— O, Ray varð svo hissa, að spurningin, sem
brunnið hafði á vörum hans í margar vikur, datt
upp úr honum. — Neil, af hverju kvæntistu henni?
Neil rétti snögglega úr sér. Svo ákvað hann að
reiðast ekki. — Hvers vegna giftist fólk, spurði
hann í léttum tón.
— Venjulega ástæðan er af því það elskast, býst
ég við, svaraði Ray hægt.
— Jæja, þá....Hann mætti augum Rays og Ray
hugsaði sig um. Hann langaði ekkerttil að rífast við
bróður sinn,aðeins vita sannleikann. Honum fannst
hann eiga rétt á að vita hann, en þetta ískalda
augnaráð þekkti hann allt of vel og vissi, að það
boðaði oft heiftarlegt reiðikast. Þess vegna yppti
hann bara öxlum.
— Allt í lagi, þá kvæntistu henni af því að þú elsk-
ar hana! Hann tók smjó'rklípu og reyndi að smyrja
brauðsneið. En smjörið kom beint úr ísskápnum og
var hartog molaðist bara niður. Ray velti fyrir sér,
hvernig Janet tækist að koma því alltaf jafnt á
brauðið og jafnf ramt hugsaði hann sér að hafa síð-
asta orðið í umræðunum og bætti við: — En mér
þykir þú sýna það á einkennilegan hátt.
AAáltíðin var þögul eftir þetta og báðir sátu og
óskuðu þess að Janet væri þarna. Hún var alltaf svo
blíð og gamansöm meðan þau borðuðu og spurði
ótal spurninga um það sem gerzt hafði yf ir daginn.
Þeir höfðu mörgum sinnum hlegið hjartanlega að
fávizku hennar um búskapinn, en hún hafði ekkert
á móti því. Hún viðurkenndi, að hún ætti margt
ólært og að reynslan væri bezti skólinn. Neil varð
hugsað um allar spurningar hennar, þegar hún var
að læra á bílinn og hann fékk vott af samvizkubiti.
Hann hafði ekki hjálpað henni. Þegar hann fór að
hugsa um það hafði hann hreint ekki hjálpað henni
mikið yf irleitt eftir að hún kom og látið hana bjarga
sér sem bezt hún gat. Hann lofaði sjálfum sér að
Ijúka við að mála stofuna eins og hún hafði beðið
hann, svo leit hann á Ray og vonaði að hann spyrði
ekki svona spurninga aftur. Stundum langaði hann
mest til að skýra þetta allt fyrir bróður sínum, en
það væri varla sanngjarnt gagnvart Janet. Hann
hafði gert henni nóg rangt þó hann færi ekki að
opinbera þetta lika.
— Hefurðu fengið nokkurt bréf frá Phoebe
36
frænku, síðan þú komst heim? Ray áleit bezt að
skipta um umræðuefni og undraðist að bróðir hans
stokkroðnaði við spurninguna.
Phoebe f rænka! Hvernig gat Ray dottið hún í hug
einmitt núna? Það var þó hún sem var ástæðan til
allra vandræðanna.
— Nei, svaraði hann stuttlega og lauk úr kaffi-
bollanum. — Ertu búinn?
Ray andvarpaði og stóð upp. Stundum sagði hann
eintóma vitleysu, en hann óskaði þess eins, að þeir
bræður yrðu aftur jaf n góðir vinir og í gamla daga.
Það var enginn heima, þegar Janet kom aftur og
hún stundi lágt, þegar hún kom inn í eldhúsið. Al-
veg var það stórmerkilegt, hvernig tveir karlmenn
gátu valdið svona mikilli óreiðu á stuttri stundu.
Brauðmylsna var út um allt, bæði gólf og borð,
smjörið stóð bráðnað á borðinu og appelsínuhýði og
sigarettuaska vará diskunum. Neil hafði greinilega
slegið úr pípunni sinni í eina skálina. Hún brosti,
hann þorði aldrei að gera slíkt, þegar hún var
viðstödd.
Allt kvöldið og næsta dag hugsaði hún um dans-
leikinn. Hún hafði ekki fengið miklar upplýsingar
hjá bræðrunum. Ray hafði þó sagt, að það yrði
dansað alla nóttina og Neil að frú Campbell byggi
til heimsins bezta mat. Hún vissi að þátttakan kost-
aði nokkur hundruð krónur á mann og peningarnir
runnu til góðgerðarstarfsemi.
Síðdegis var komin einhver spenna í andrúms-
loftið á Burnettia. Janet notaði baðið fyrst og allan
tímann, sem hún var þar inni, bönkuðu bræðurnir til
skiptis á dyrnar og spurðu, hvort hún væri ekki að
verða búin. Þegar hún svo hvarf inn í herbergi sitt,
skildi hún eftir veika ilmvatnslykt.sem fór eitthvað
í taugarnar á Neil, því hann fussaði hátt, þegar
hann skauzt inn á baðið framhjá bróður sinum. En
honum fannst lyktin góð, þegar allt kom til alls.
AAeðan hann baðaði sig og kallaði til Rays að láta
ekki svona á hurðinni, hugsaði hann um, hvað Janet
segði, þegar hann gæf i henni hálsf estina,sem móðir
hans hafði átt.
AAeðan hann klæddi sig, leit hann öðru hverju á
svarta skinnkassann og oftar en einu §inni opnaði
hann hann til að horfa á demantana glitra í Ijósinu.
Þetta var einkar fallegur gripur. Steinarnir voru
festir með dálitlu millibili á mjóa platínukeðju. Frú
Stonham hafði verið smávaxin kona og alltaf haldið
því fram, að stórir skartgripir yrðu hlægilegir á
sinni litlu persónu. Slík athugasemd hafði kallað
fram bros hjá allri f jölskyldunni. Janet var líka lítil
og grönn og hann leit á hurðina, sem aðskildi her-
bergi þeirra. Kannski ætti hann að gefa henni fest-
ina áður en hún kæmi fram, svo að Ray sæi það
ekki. Hann flýtti sér að klæða sig.
Janet stóðog virti sjálfa sig fyrir sér í speglinum.
Hún trúði varla, að þetta væri hún sjálf. Liðað hár-
ið, stuttklippt eins og hún vissi að fór henni bezt,
glitraði næstum í Ijósinu. Andlitið var rjótt af