Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 34
kaðalhönkinni og lét fara vel um sig. Skömmu
seinna heyrði hann að Siggi sjómaður var að
koma heim á hjólinu sinu. Þrátt fyrir hávaðann
i rigningunni og vindinum, heyrði Bastian hann
syngja, löngu áður en hann kom heim að
húsinu.
— Sild er góð
með úrri sósu
kartöflum og smjöri
og kaldri mjólk — hæhó
Tralalalalalalalei
tju bang — dingaling
og búmsarabúms!
Bastian stökk niður af kaðalhönkinni og til
móts við Sigga sjóara, þegar hann kom inn úr
dyrunum, holdvotur og með kröfuna fulla af
sild.
— Já, sagði hann — Sild vekur kraftana í
kisunni, svo sannarlega sem ég heiti Siggi
sjóari og geng með axlabönd og sjóhatt.
Nú var kveikt upp á ný og búinn til matur, en
þetta kvöld vildi Sebastian ekki drekka
mjólkina sina. Þegar Siggi sjóari komst að þvi,
sagði hann bara: — Jæja, þá skaltu fá hana
með engu út i. Annars er hitt gott við gigt.
Framvegis fékk þvi Bastian mjólkina sina
með engu út i og hann bjó lengi hjá Sigga sjó-
ara, þvi veðrið hélt áfram að vera slæmt, þó að
sumarið ætti alveg að vera að koma. Stundum
var það meira að segja svo slæmt, að Siggi
sjóari fór ekki út. Þá settist hann niður og gerði
við netin sin og færin og söng og talaði meðan.
— Já, gamla grásleppa alla daga, sagði hann —
Eins og ég heiti Siggi sjóari og geng með axla-
bönd og sjóhatt, þá hef ég aidrei kynnzt svona
fallegum ketti eins og þér, litli vinur. Það er
gott að hafa þig hérna, þvi annars væri ég
aleinn. Fólki likar illa við mig,það segir, að ég
drekki of mikið og blóti. En það er ekki alveg
satt. í fyrsta lagi blóta ég alls ekki. Ég segi
bara: — Fari það i kolandi, eða — fari það i
kolsúran drullugraut, eða þá — rammskakkur
skrambinn En það er ekki að blóta. Og ' i öðru
lagi drekk ég aðeins úr litlum glösum. Mörgum
litlum glösum. Já, það er sannleikurinn sagði
hann og hló og söng svolitið. áður en hann bætti
við:-----Það væri gaman, ef þú gætir skilið
hvað ég er að tala um, kisa min. Þá gætum við
haft það verulega gott.
En Bastian skildi ágætlega, hvað Siggi sjóari
var að segja. Honum leiddist bara að Siggi
skildi ekki kattamál. Þá hefði hann sagt
honum, að hann yrði að fara til borgarinnar að
finna pabba sinn, en kæmi þó aftur í heimsókn.
Hálfum mánuði seinna var komið reglulega
gott sumarveður — svo gott, að Bastian mundi
ekki eftir þvi svona góður áður. Han lagði af
stað.
Snemma um morguninn, strax þegar Siggi
sjóari var farinn á hjólinu sinu, skreið Bastian
út um glugga, sem rifa var á. Hann gekk hratt
áleiðis til borgarinnar og mjálmaði fjörugan
kattasöng. Nú var feldurinn hans aftur mjúkur
og gljáandi og Bastian leið reglulega vel. Áður
en hann vissi af, var hann kominn langa leið og
þarna var hann kominn að járnbrautinni. ó,
henni hafði hann alveg gleymt. Hann prilaði
hægt upp brattann og leit yfir teinana. Það
voru tiu raðir. Hann rétt náði að telja þær,
áður en hann heyrði eitthvað: —
Brrrr.irrrrrr..brrrr....
irrrr..brrrrrrr....LRRRRRRRR. Þetta var
lest, sem þaut framhjá.
— úff, hugsaði hann — Það var svei mér
gott, að ég var ekki þar sem hún ók. Lestin
hvarf jafn fljótt og hún hafði komið. Bastian
taldi teinaraðirnar aftur til að vera viss. Jú,
þær voru tiu. En þá kom hljóðið aftur:
— BRRRRRR. LRRRRRRR Þetta
var lest, sem ók i hina áttin og nú fór að fara
um Bastian. Fjárans lestirnar komu miklu
fljótar en hægt var að hugsa. Samt reyndi
Bastian að koma nær. Nú var hann alveg við
fremstu teinana. Varlega rétti hann fram aðra
framlöppina og kom við teininn . Hann var
harður og kaldur og ekkert þægilegur við-
komu.
Einmitt þar sem hann velti þessu fyrir sér,
heyrði hann lága, mjóróma rödd segja:
-15-18-21-24-
— Þetta er undarlegt, hugsaði Bastian og
sperrti eyrun. - 27-30- púff -33-36-39-42- hélt
röddin áfram,
Nú sá Bastian hver það var, sem var að telja.
Eftir teininum kom skrýtið litið dýr gangandi.
Það var pinulitið og liktist maðki, en var með
ósköpin öll af fótum og gekk einkennilega með
þeim. Fyrst lyfti það öllum frampartinum og
öllum framfótunum i einu og tók stórt skref
áfram. Siðan lyfti það öllum afturfótunum og
setti þá niður fast við framfæturna, þannig að
það varð eins og lykkja i laginu. En þegar
dýrið tók skref með framfótunum, liktist það
Framhald.
34