Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 19
gamall, en heldur ekki ungur lengur. Ennþá er hægt aö breyta öllu, en ef á aö gera það, fer nti hver að verða siðastur. Tlminn er nú hlutur, sem maður er alltaf að hugsa um. Kunningjarnir virðast alltaf vera aö deyja, en samkvæmt öllu meðal- tali á maður 25 ár eftir ennþá — en hver segir, að maður fari eftir meðaltali? Og nú eru 25 ár ekki lengur sú eillfö, sem þau voru fyrir 25 árum, þau eru 9025 dagar og nætur. Þannig hugsa flestir, þegar þeir nálgast fimmtugt og þaö er flestum erfitt. Yfir- leitt er tvennt sem gerist: Annaö er hægt að segja að sé eins og á lokunartima: Nú þarf að gera allt, sem hægt er, áður en það verður of seint. Sagt er, að einkum séu það karlmenn- irnir, sem þar taki við sér. Skrltlan um forstjórann og rennilega einkaritarann hefur orðið mörgum eiginkonum ramm- asta alvara. Hitt er varla eins áberandi, en það er örvæntingin, uppgjöfin og óttinn við framtiðina með manneskju, sem aldrei varð aö þeirri, sem maður vonaði. Nú er heldur ekki hægt að skjóta sér á bak við neitt. Börnin eru farin að heiman og ailir hlut- ir virðast fullgerðir. Eftir eru aðeins tvær manneskjur, sem eiga að vera saman. Vissulega getur það orðið eins og að kynnast upp á nýtt, sumir uppgötva alveg nýja persónu I maka sfnum, en fyrir kem- ur, að þeim likar ekki við þá persónu. — Okkur leiö alls ekki vel fyrstu árin i hjónabandinu. Börnin okkar tvö fæddust of snemma. Konan min var bundin og hún kenndi mér um það. I mörg ár liföum við ekki saman eins og hjón og kannski er það þess vegna, sem okkur tókst að byrja á nýjan leik. Hægter að segja, að við höfum giftzt aftur af frjálsum vilja og við erum hamingjusamari en nokkru sinni áður. — Fyrir okkur hefur allt verið undir góðum vilja komið. Við vorum mjög ham- ingjusöm fyrstu árin, en svo fóru hlutirnir að brenglast og það var mér að kenna. Ég hélt fram hjá konu minni. Hún hélt þó i mig og nú höfum við fundið hvort annað aftur. Samband okkar er allt annað en i byrjun, þvi við höfum lært af þessu, við höfum reynteitthvað saman og það tengir vel. Samt finnst okkur þetta kraftaverk. Til eru þeir, sem brosa að rosknu fólki, sem er ekki feimið viö að sýna, að það er ástfangiö. En það er ekkert að brosa að — heldur á að brosa til þessa fólks. Slikt er merki þess, aö tvær manneskjur hafa eignazt eitthvað dýrmætt saman. Þaö skiptir svo sem ekki öllu máli, hvað það er og það getur verið margt. — Hann þarf á mér að halda nú oröið. Eftir hjartaáfallið hefur hann ekki verið samur maður. Nei, það er ekki meðaumk- un af minni hálfu, það er ást, en hann hef- ur aldrei viljað veita henni viðtöku fyrr en nú. — Ég ætla aldrei að svikja konuna mina aftur. Það væri ranglátt. Hún hefur elzt hraðar en ég og heilsa hennar er ekki góð. Það væri óréttlátt að fara mikið út, þvi að hún gæti aldrei gert það sama. Auðvitað höfum við bæði hugleitt skilnað, en það er heimskulegt'á okkar aldri. Þess vegna er bezt fyrir okkur að reyna að njóta þess sem eftir er og þrátt fyrir allt eigum við margt sameiginlegt. — Ég hugsa aldrei um það, að konan min og ég eigum ekki lengur neitt kynlif saman. Slikt er ekki eins mikilvægt og flestir halda. Okkur þykir mjög vænt hvoru um annað og viö eigum svo margt sámeiginlegt, börnin, barnabörnin, húsið, starfið, gleði og sorgir. Nei, ég held að það kvelji konuna mina ekki, að minnsta kosti er aldrei minnzt á það. Ef ég kæmist aö þvi að hún ætti elsk- huga — ja ég veit raunar ekki, hvenær hún gæti hitt hann. Við erum saman öll kvöld, allar helgar og sofum saman á hverri nóttu. Ef hún ætti sér ævintýri, gæti það ekki verið neitt alvarlegt og ég kærði mig ekki um að vita neitt um það. Hlutir eins og afbrýðisemi og eigingirni geta orðiö óþekkt fyrirbrigði fólki, sem hefur tekizt að lifa saman i félagsskap án kynlifssambands. — Ég veit vel, að hann á sér ástkonu. En hann býr með mér og annað skiptir mig ekki máli. Ég held, að hún veiti honum eitthvað, sem ég gæti aldrei veitt honum. Ég hef aldrei haft áhuga á kynllfi. Nei, ég er ekki afbrýðisöm. Hann þarfnast henn- ar, það er rétt, en hann þarfnast min bara miklu meira, annars væri hann farinn frá mér. Hann þarfnast tveggja kvenna, en hins vegar þarfnast ég vina minna. Hann á eiginlega enga vini, er hálfgerður ein- trjáningur, en ég vil hitta fólk og það geri ég, þegar hann er ekki heima. Mér finnst við vera ánægð á okkar hátt. Ég nýt þess að gera eitthvað fyrir hann, borða morgunverð með honum ög sjá hann ganga um ibúðina. En ég get ekki hugsað mér að fara i rúmið með honum, það væri eins og að hátta hjá bróður sin- um. Það þarf sterka persónuleika til að halda svona sambandi við. Það þarf vin- áttu og gagnkvæma virðingu til að koma i staö kynlifsins, sem vantar. Venjulega enda slik hjónabönd meö skilnaði — eða gagnkvæmu hatri. — Við höfum haldið saman vegna barn- anna og nú er of seint að skilja. Það er hræðilegt að eldast með þessum manni, sem ég hef aldrei elskað. Ég veit ekki hvernig ég get haldiö það út, þegar hann hættir að vinna og verður heima allan daginn. Ég myndi skilja, ef ég þyrði... — Ég hef ekki elskað hana árum saman. Hún er orðin hræðilega afbrýðisöm með aldrinum og ég veit ekki hvernig ég á að fara að þvi að þola hana. Ég held, að ég hati hana. — Hann er gamall. Það er að segja, við erum jafngömul, en hann er miklu eldri. Ég er alls ekki búin að vera ennþá og mér finnst ég eiga margt ógert frá árunum þegar ég var heima með börnin, en hann var úti um hvippinn og hvappinn. Nei, það gengur ekki alltaf vel, það tekst ekki alltaf að eldast saman i sælu. Það getur verið erfitt að horfast I augu við, að það eina sem eftir er — er elli með manneskju, sem maður hefur aldrei elsk- aö. Er nokkur leið frá þeirri tilfinningu? Er nokkuð, sem komið getur i stað ástarinn- ar? Nei, það er aðeins eitt: Astin. Þá er bara að finna manneskju, sem maður get- ur elskað. Ef ekkert er að elska, þá reynið að hugsa til þess dags, þegar hann eða hún er ekki til lengur, og þegar tómarúm er I stað manneskju, sem maður hefur deilt lifinu með árum saman. Þá hefur komið fyrir, að sá aðilinn, sem eftir lifir, hefur skilið margt, sem var honum dulið áður. Þá langar hann til að segja orð, sem aldrei voru sögð og rétta fram höndina. En þá er það of seint.... HVAÐ VEIZTU X. Hvaða riki eru kölluð ABC-rikin? 2. Ilvað þýða stafirnir N.N. í merkingunni nafnlaus? 3. Hvernig eignuðust Bandarikin Alaska? 4. Hvernig missti Samson i Bibliunni afl sitt? 5. Hvað heitir höfuðborg Hondúras? 6. Hvað hét fyrri höfuðborg Brasiliu? 7. Hver skrifaði „Striö og friður”? 8. Hvaða land ræður rikjum á Gibraltarskaga? 9. Hver á höfundarnafnið Jónatan RoIIingstone Geirfugl? 10. Hver lék titilhlutverkið i sjónvarpsþáttunum um Elisabetu I.? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.