Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 29
Er HANN með skegg? EF sá útvadi er skeggjaður, hafið þið konur vafalaust einhvern tima reyntað snyrta skegg hans. Kannski hafið þið lika einhvern tima klippt skakkt og vogið ykkur nú ekki að reyna aftur. En þar sem svo margir karlmenn eru nú með skegg, er ekki úr vegi að koma með nokkrar leiðbeiningar um skeggsnyrtingu, ef þið skylduð vilja reyna. Takið fyrst til alla hluti, sem þarf að nota, góð skæri, greiðu og kannski raksköfu, handklæði og reglustiku, ef þið hafið aldrei reynt áður. Sé maðurinn með barta og yfirskegg, er best að byrja á börtunum, klippa þá til og raka meðfram, þannig að linurnar verði hreinar og bartinn breiðastur neðst Loks er klippt jafnt ofan af, þannig að ekki standi löng hár út i loftið. Gott er að mæla breiddina á nokkrum stöðum með reglustikunni, áður en byrjað er á hinurn vanganum. Tilheyrandi yfirskegg á að vera alllangt. Réttið það út milli tveggja fingra og klippið þvert fyrir. Aðeins menn með tiltölulega slétt skegghár geta haft langt yfirskegg, sem snúa má upp eða niður eftir vild. Skegg eins og á mynd 2 fylgir eðlilegri hárlinu, og þarf þvi aðeins að klippa það til og jafna, þannig að það virðist þéttara. Yfirskeggið er greitt beint niður og klippt jafnt varalinunni og siðan greitt til hliðanna Yztu hárin mega vera löng, en þau þarf að jafna lika, og gætið þess að þau séu einungis utan varanna, en hangi ekki niður yfir þær. Oft vex skegg dálitið öjafnt undir hökunni, en flestir eru þeirrar skoðunar, að enginn taki eftir þvi. Það er þó misskilningur, og þess vegna þarf að marka þar linu lika og klippa neðan af, svo að stök, löng hár lafi ekki niður. Skegg eins og á mynd 5 þarf að snyrta reglulega, halda llnunum hreinum og jafna stöðugt, svo það standi ekki I allar áttir. Hárin mega ekki verða löng, og maður meö svona skegg þarf að hafa nokkuð þéttan skeggvöxt. Eins og með skeggið á siðustu myndinni, það þarf að falla vel saman við hárið framan við eyrun. Mikið þarf að nota greiðu við skeggsnyrtingu og er betra að hafa hana þétta. Skegg er nær alltaf talsvert hrokkið, og þarf þvi aö rétta vél úr þvl, áður en klippt er,og til þess er greiðan. Greiöið út og klippið, aftur og aftur, þar til skeggið er jafnt og þétt. Gangi ykkur vel.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.