Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 12
I TODD RUND- GREN TODD RUNDGREN byrjaði að spila á gitar, en það var ekki nokkur sála i Pennsylvaniu i Bandarikjunum, sem vildi hlusta á hann. Þessi sorglega staðreynd hefði orðið sumum næg ástæða til að leggja gitarinn á hilluna, en ekki Todd. Hann haggaðist hvergi og sagði, að þetta væru bara byrjunar- örðugleikar. Ekki gekk það öllu betur eftir að hann gekk i hljómsveitina Woody’s Truckstop. beir félagar áttu sér að visu aðdáendur, en bara svo sárafáa, að þaö svaraði varla fyrirhöfninni að halda hópnum saman. Þriðja tilraun Todds reyndist öllu bezt. Hann hafnaði i hljómsveitinni Nazz og varð þar smám saman miðdepillinn, sem allt snerist um. Hann stóð að baki metsölulaginu „Hello, it’s me”, en þrátt fyrir að nú færðust allir hlutir upp á við, for eitt- hvert eirðarleysi að sækja á Todd. Honum fannst þetta ekki nóg og vildi komast lengra og sagði sig úr Nazz:. Þá tók hann að gerast umsvifa- mikill, söng, samdi lög og texta og fékk mikinn áhuga á tæknilegri hlið plötuútgáfu Hann eyddi miklum tima i að sitja i upptökusölum til að kynnast hinum ýmsu tækjum þar. Loks fékk hann leyfi til að hefjast handa við upptöku á LP-plötunni „Runt”. Ekki vantaði að tekið væri eftir árangrin- um. Gallalaus var platan ekki að visu, en auðheyrt var þó, að Todd Rundgren var ungur maður, sem vert væri að fylgjast með. Platan er öll hans verk. Hann gaf hana út, leikur sjálfur á öll hljóðfærin, trommur og sex mismun- andi gitara með meiru. Þessi góða byrjun varð til þess, að Todd er nú eftirsóttur til plötugerðar. Hljómsveitin The Band, sem er allvel þekkt, vildi fá hann til að framleiða sinar plötur og ýmsar stakar fylgdu i kjölfarið. En þó Todd væri önnum kafinn við að framleiða plötur fyrir aðra listamenn, gaf hann sér tima til að koma eigin tillagi á framfæri. Hann söng inn á litla plötu „We gotta get you á woman”, sem varð mjög vinsæl og siðan komu tvær LP-plötur „The Ballad” og „Somehting..........any- thing....” Af þeirri siðarnefndu var tekið eitt lag á litia plötu, „I saw the light” en það hefur ekki náð vinsæld- um. — Maður verður að vera viðbúinn sliku á þessu sviði, segir Todd Rund- grem — Það er aldrei hægt að vita fyrirfram, hvað verður vinsældt og hvað ekki. \ 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.