Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 22
Faðir og sonur: Könnuðirnir Einu villidýrin, sem Robert Falcon Scott þekkti, voru þau sem lifðu á Suðurskautslandinu. Sonur hans, Peter Scott varð hins vegar sérfræðingur í öllum fiðruðum dýrum sem fljúga og einnig mikill könnuður eins og faðir hans. BLAKTANDI fáni i isköldum vindinum var eina merkiö sem mennirnir fimm höföu séö dögum saman um að aörar mannlegar verur væru i þessum eyöilega heimi, sem, þeir voru staddir i þá stundina. Hins vegar var það siðasti hlut- urinn, sem þeir höföu átt von á aö sjá vegna þess að það þýddi að aðrir höfðu náö takmarkinu á undan þeim. Takmarkið var Suðurpóllinn og menn- irnir, sem þangað höfðu komið fyrst voru hinn frægi norski heimskautakönnuður Roald Amundsen og fjórir félagar hans. Þeirhöfðu ferðast á skiðum með fimmtiu hunda til að draga farangurinn og ferðin hafði gengið mjög vel. Hinir mennirnir fimm, sem nú urðu vonsviknir, voru brezki könnuðurinn Scott og menn hans. Þeir komu á pólinn minna en mánuði á eftir þeim norsku, en þess vegna hefði það getað verið ár. Niður- beygðir héldu þeir aftur heimleiðis. Robert Falcon Scott var sjómaður, áður en hann gerðist könnuður. Hann var fæddur skammt frá Plymouth þar sem allt er viðkomandi sjónum og hann gekk i brezka flotann. Það varfyrir nær hundrað árum. Aldamótaárið var hann valinn til áð stjórna leiðangri til Suðurskautslandsins og sigldi þangað á könnunarskipinu fræga, Discovery. Leiðangurinn stóð i fjögur ár og Scott öðlaðist mikla frægð. Hann var sæmdur orðum og alls kyns sæmdartitlum, þegar hann kom heim. Næstu fimm árin starfaöi Scott sem yfirmaður í flotanum, en 1909 var hann valinn til að fara aðra för til Suðurskauts- landsins og aðaltilgangur þeirrar farar átti að vera sá að komast á sjálfan Suður- Robert Falcon Scott 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.