Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 20
Nokkrir blómkálsréttir Um þessar mundir ætti að vera til nóg af blómkáli, svo að ekki er úr vegi að al- huga, hvaðhægt er að gera við það. Þegar blómkál er soðið, má fyrir alla muni ekki sjóða það of mikið, aðeins svo það veríi meyrt, en haldi bæði bragði og bætiefn- um. Langar ykkur til að reyna eitthvað nytt úr blómkáli? Hvað með salat: blómkáls- vendir skornir niður og settir út i sýrðan rjóma eða jógúrt og kryddað með pipar- myntu. Eða djúpsteikta blómkálsvendi, þeir eru lostæti: Búið til deig úr 1 1/4 dl mjólk, 100 gr. hveiti, 1 eggi og salti. Hrærið saman, en þeytið ekki. Veltið þurru blómkálinu upp úr þessu og steikið i feiti eins og kleinur. Reynið þetta og hinar fimm uppskriftirnar, sem koma á eftir. * Blómkál og fars 1 stórt blómkálshöfuð Fylling: 500 gr. kjörfars 1 egg Sósa: 1 dós heilir tómatar, 1 laukur Skiptið blómkálshöfðinu i tvennt og setjib það um stund i sjóöandi vatn svolitiö salt. Hræriö eggið saman við kjötfarsiö og kryddið, ef þarf. Stingið farsinu með skeið niður á milli greinanna i blómkálinu, og látið það fylla vel upp. Saxiö laukinn og látiö hann krauma i smjörliki. Setjið laukinn og tómatana i litinn pott, og látið sjóða i 10 minútúr. Hellið sósunni i eldfast fatog setjið blómkálið ofan i. Steikt i heit- um ofni i hálftima. Blómkálsform 1 kiló blómkál 200 gr. reykt skinka, i þunnj 5 msk. hveiti 100 gr. rifinn ostur. Skolið og hreinsið blómkálið og i vendi. Sjóðið þá svolitið i léi vatni, og látið renna af þeim. hvern vönd inn i skinkusneið og leggið i smurt, eldfast fat. Blandið saman hveiti og rifnum osti og stráið yfir, kryddiö. Lát- ið standa i heitum ofni i 20 min. og berið siöan fram með hollandaise-sósu. Ágætis kvöldmatur með brauði og smjöri. 20 N

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.