Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 4
Hann barðist með penna Charles Dickens var dáður af öllum sem rithöfundur. En hann var meira, því að alla ævi barðist hann gegn ranglæti gagnvart smælingjanum. Dickens hafði alla ævi slíkt ör á sálinni eftir þrældóminn sem barn, að hann minntist aldrei á hann, nema í bókinni um David Copperfield. MANNÞRONGIN á hafnarbakkanum óx og spennan jókst, eftir þvi sem skipið mjakaðist nær. Það var ekki vegna þess að frægur maður væri um borð, eða hetja væri að koma heim, heldur vegna tima- rits, sem var i farmi skipsins. Hundruð manna, sem biðu þarna eftir skipinu með blaðið, gátu ekki beðið lengur, en tóku að hrópa til farþeganna, sem stóðu á þilfar- inu: — Er Nell litla dáin? Nell litla var ekki stúlka af holdi og blóði, heldur ávöxtur hugmyndaflugs rit- höfundar. Hún var söguhetjan unga i sögu Charles Dickens „The Old Curiosity Shop”, sem eins og flestar sögur hans var gefin út i mánaðarskömmtum og fólk á tveimur meginlöndum fylgdist gjörla með örlögum Nell litiu. Alls staðar, þar sem fólk gat lesið ensku, var það viðbúið þvi versta, en vonaði það bezta fyrir hönd Nell. Slik voru áhrif Dickens, einstaks manns, sem var vinsæll snillingur. Hann var vinsæll á meðan hann var lifandi og auk þess var hann mikill rithöfundur. Slikur maður hafði ekki verið uppi á Bret- landi siðan Shakespeare lifði. Dickens var dáður af öllum, og enginn hefur komið fram á sjónarsviðið siðan, sem hægt er að likja við hann. Að visu er ekki til nein forskrift að snill- ingi, en Dickens hafði einstaklega næmt auga fyrir þvi, sem fólk vildi, hann var fæddur sögumaður og gæddur frábærri kimnigáfu. En umfram allt lifði hann sig fullkomlega inn I það sem hann var að 4

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.