Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 23
ili, gömium BLÖÐUM Steingrímur Steinþórsson: Skáldið á Litlu-Strönd, Jón Stefánsson fæddist á Skútustöðum i Mývatnssveit 2. júni 1851. Foreldrar hans vor Stefán Helgason frá Skútustöðum og Guðrún, laundóttir séra Jóns Þorsteins- sonar í Reykjahlið. Jón er þvi runninn af tveimur merkustu ættum i Mývatnssveit, Skútustaðaætt og Reykjahliðarætt. Jón missti foreldra sina ungur. Þegar hann var sextán ára að aldri, varð hann að vinna fyrir sér sjálfur. Var hann eigna- laus með öllu. Réðst hann þá i vinnu- mennsku, sem ekki var glæsilegt ungum, námfúsum mönnum með útþrá, i þá daga. Þegar Jón var 26 ára kvæntist hann frænku sinni, Jakobinu Pétursdótur Jóns- sonar Þorsteinssonar frá Reykjahlið. Var hún ein af hinum nafnkunnu og stór- myndarlegu Reykjahliðarsystkinum. Ekki var annars úrkosta fyrir hin ungu, fátæku hjön en að hefja einyrkjabúskap. Voru þau fyrst á ýmsum stöðum i marg- býli. En árið 1889 fluttu þau að Litlu- Strönd og bjuggu þar siðan. Þau hjón voru mjög fátæk fyrstu búskaparár sin, en siðar bjargálna. Skulduðu aldrei og komust vel af. Einyrkjabóndi var Jón þvl nær allan sinn búskapartima, aðeins siðustu árin þegar kraftarnir tóku að þverra, varð hann að hafa ársmann. Jón andaðist 21. júni 1915. Jón varð hreppstjóri i Mývatnssveit 1889 og gegndi þvi embætti til dauðadags. Sýnir það greinilega, hvert álit hann hefir þá verið búinn að vinna sér i sveit sinni og héraði, að hann, fátækur einyrkjabóndi, sem verið hafði á hrakningi úr einum stað á annan, skyidi verða valinn æðsti valds- maður sveitarinnar, því að venjan mun þá hafa verið sú, að oftast voru valdir gildir og grónir sjálfseignarbændur til þess starfa. Jón gegndi þessu starfi með mikilli alúð og samvizkusemi, og var hann þó mjög frábitinn þvi að hnýsast i einkamál manna eða hafa á sér nokkurt valds- mannssnið. Jón Stefánsson var röskur meðalmaður á hæð, vel limaður, jarpur á hár og skegg, en gránaði snemma. Höfuðlagið var mjög fallegt. Hann var friður maður sýnum, gráeygur og skutu augun gneistum, þegar honum hitnaði i skapi. En venjulega voru þau hýr og mild. Hann var mjög svip- mikill, svo að honum var veitt eftirtekt, hvar sem hann fór. Mynd sú, sem til er af Jóni Stefánssyni og birt er hér með grein þessari, gefur alls ekki rétta hugmynd um yfirbragð hans. Það vantar lif og fjör i svip hans og þá skerpu, sem einkenndi allt yfirbragð hans. Hversdagslega var Jón gæfur maður i skapi. En geðrikur var hann mjög. Hann segist sjálfur hafa verið blóðheitur. Hann var nokkuð gefinn fyrir vin, en fór ávallt vel með það. Við fyrstu sýn virtist Jón oft stuttur i spuna og striðlundaður, einkum er áttu i hlut ókunnugir, sem eitthvað létu yfir sér. Gátu svör hans og athugasemdir þá orðið eldsnögg og hárbeitt, þvi að hann var stórlyndur og þoldi ekki að sér væri troðið um tær. Jón hafði tamið mikið og stritt skap sitt svo, að af bar. Við alla, er minna máttu sin, var hann hlýr og góður. Undir hálfgerðum kulda- hjúp, sem hann stundum varpaði yfir sig, var tilfinningarikt góðmenni, sem ekki mátti aumt sjá, án þess að vilja úr þvi bæta. Eins og ævikjörum Jóns hefir verið lýst er ljóst, að ekki hafa verið miklir mögu- leikar til þess að afla sér menntunar. Hann gekk aldrei i neinn skóla — var eitt Síðari hluti ár utan sveitar sinnar. Þó varð hann einn bezt mennti maður sinnar samtiðar. Hann skrifaði prýðilega rithönd og var vel að sér i sögu landsins og bókmenntum og varð fróður um bókmenntir Norðurianda og fleiri þjóða. Einkum varð hann fyrir áhrifum frá norskum rithöfundum eins og fyrstu sögur hans bera vitni um. Ég hygg, að hann hafi haft mest dálæti á Jónasi Lie af hinum glæsilegu norsku skáldum, sem uppi voru um aldamótin. Vitnaði hann oft i rit Jónasar Lie. Foreldrar minir fluttu að Litluströnd vorið 1895, þegar ég var tveggja ára gamall. Ég ólst þar upp fram yfir tvitugs- aldur og kynntist þvi Jóni Stefánssyni mjög náið. Hefir enginn maður vandalaus haft jafn mikil áhrif á mig, — og ég met engan mann, sem ég hefi kynnzt, meira en Jón Stefánsson. Hér er ekki staður til þess að rekja æskuminningar minar um Jón Stefánsson, þótt ég minnist margs, sem ég gjarna vildi skrásetja. Þó skal nokkurra atriða getib. Húsakynni voru þannig á Litluströnd, að baðstofan var ein og óhólfuð sundur. Bjósin fjölskyldan i hvorum enda. Fyrstu endurminningar minar um Jón Stefánsson eru þær, að allar kvöldvökur, og hvenær sem hann var inni frá gegn- ingum, sat hann við litið borð i sinum baðstofuenda og skrifaði. Þótt allt væri á iði i kringum hann, var eins og hann lokaði sig algerlega frá þvi. Hreppstjóra- skýrslurnar mun hann hafa skrifað, þegar hávaöinn var mestur, en starfað að rit- verkum sinum, þegar kyrrari stundir fengust — og þó einkum, þegar aðrir voru gengnir til hvilu. Barngóður var Jón Stefánsson, Aidrei ininnist ég þess, að hann væri höstugur 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.