Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 7

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 7
Amma finnur alltaf ráð Amma dó aldrei ráðalaus, en dag nokkurn fannst mér komið fullmikið af því góða. Henni gat hreint ekki verið alvara... AMM A, þú hefur ekki sagt mér satt, sagði ég og reyndi að horfa hörkulega á hana yfir barminn á mjólkurglasinu. ömmu brá ekki hið minnsta við þetta. Hún minnti helzt á enskan dómara, þarna sem hún sat með hvitt liðað hár og augna- ráð þess sem allt veit. — Vitleysa, sagði hún. — Ég segi öllum satt. — Nei, sagði ég sannfærandi. — Þú hefur alltaf sagt, að ef maður óski sér einhvers nógu heitt, þá veitist manni það. En nú er ég búin að óska mér Þórðar i tiu ár, alveg frá þvi ég var smástelpa og ekki hef ég fengið hann ennþá. Amma ræksti sig og teygði sig eftir kaffikönnunni, sem stóð á eldavélinni og það mallaði i henni. ömmu finnst kaffið alltaf betra, þegar það er búið að sjóða svolitið og er hnausþykkt. Henni virðist ekki verða meint af að drekka þetta sull, þvi hún er spræk eins og unglamb þó hún sé 75 ára. Alltaf er hún önnum kafin og á ferðinni að heimsækja ættingja og vini og hjálpa upp á þá, eða eiginlega að gefa þeim góð ráð. Amma er nefnilega dálitill heimspek- ingur. Það er ekki til það vandamál, sem hún á ekki ráð við. Nú leit hún á mig með hvössu, bláu augunum og sagði: — Beta, það á að túlka öll orðtök, þvi alltaf er meining að baki orðunum. Hefurðu annars tekið eftir þvi að nerian min er farin að blómstra? Amma hefur lika einstakt lag á blómum og öll blóm, sem hún kemur nálægt vaxa eins og þeim sé borgað fyrir það. Ég leit til neriunnar sem stoð i glugga kistunni og hamaðist við að blómstra. — Hún blómstrar, já. En hvað með mig? Þórður... — Er hann æskuvinur þinn? greip amma fram i. — Já, viðvorum saman i barnaskóla og gagnfræðaskóla og þá þegar var ég yfir mig hrifin af honum, en auðvitað tók hann ekki eftir mér. Ég er svo ósköp venjuleg. Amma brosti eins og hún skildi þetta allt. — Hvað svo? spurði hún. — Svo fórum við bæði i verzlunar- skólann og kynntumst svolitið betur, en urðum aðeins kunningjar. Að minnsta kosti var það þannig af hans hálfu. Stundum bauð hann mér upp á skóla- böllunum, tvisvar held ég. Þegar við lukum skólanum fyrir tveimur árum, fór hann að vinna á lögfræðiskrifstofu og ég i verksmiðjunni. Nú vinnum við sem sé sitt I hvorum enda bæjarins. — Hittist þið aldrei? — Bara af tilviljun. Á götunni og þannig. Hann heilsar stundum og stundum ekki. Stundum á laugardögum sé ég hann á balli, en hann dansar aldrei við mig. Eg stundi. —- Nú veiztu allt um það, amma. Attu ekkert ráð handa mér? Ekki segja mér að gleyma honum, það hef ég reynt árangurslaust i tvö ár. — Eigið þið sameiginlega kunningja? Ég hristi höfuðið. — Nú, þá er bara eitt fyrir þig að gera. — Hvað? — Hringdu til hans og bjóddu honum út. — Hringja? Ég'. Hún hefði alveg eins getað beðið mig að klifa Mont Blanc snöggvast. Hún lagði höndina á handlegg mér. — Svolitið simtal getur komið hlutunum af stað, sagði hún glettnislega. Ég starði undrandi á hana. — Ertu að meina i alvöru, að ég hringi til hans? Hún meinti það. — Allt i lagi, sagði ég mæðulega. — Eg skal hringja. Hafið þið reynt að klóra höggormi bak við eyrað? Það var einhvern veginn þannig tilfinning, sem ásótti mig, þegar ég valdi númerið heima hjá Þórði daginn eftir — Halló, svaraði valdsmannsleg kven- rödd I hinum endanum. Það hlaut að vera mamma hans. Ég vissi hvernig hún leit út, há, grönn og vel vaxin, reglulega glæsileg kona. — Góðan daginn, sagði ég skjálfandi. Ég heiti Elisabet. Er Þórður heima? — Andartak. Ég heyrði fótatak hennar og siðan nafn Þórðar. Hurð opnaðist og lokaðist. — Halló? Það var hann. Ég kreisti simtólið með rakri hægri hönd og byrjaði. — Þórður? kvakaði ég. — Hæ, þetta er Elisabet Asgeirs. Manstu eftir mér? Það var þögn i hinum endanum, svo kom það: — Rauðleitt hár? Uppbrett nef? Litil og svolitið þybbin? Það þýddi ekkert aö mótmæla þessu, lýsingin átti við mig. — Auðvitað man ég eftir þér. Það varst þú, sem áttir i erfiðleikum með bók- færsluna i verzló! Ég fann, að sjálfs- traustið, sem amma hafði veitt mér, var farið að minnka. — Já, svaraði ég i uppgerðar grintón og reyndi að likja eftir skærum hlátri Lisu Jóns, þeirrar i bekknum, sem Þórður hafði tekið mest eftir. * 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.