Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 38

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 38
© Amma upp á auðu húsi með brotnum gluggum og grisastiu skammt frá. Þar fundust fimm menn og allir peningarnir, sem faðir Silviu, hafði greit t i lausnargjald. Silvia þekkti alla mennina úr stórum hópi hjá lögreglunni, en sagði, að þeir hefðu verið fleiri. Lögreglan efaðist um það. Ekkert hafði komið i ljós, sem benti til þess að um fleiri menn væri að ræða. En Silvia fór ekki ofan af þvi og seinna kom i ljós, aðhún hafði rétt fyrir sér. Faðir hennar bauð til mikillar veizlu til að fagna heimkomu dótturinnar og Silvla var sjálf heiðursgesturinn. Skyndilega gekk hún að einum gestinum, starfsmanni föður hennar og heilsaði honum. — Þekkir þú mig? spurði maöurinn. — Já, svaraði Silvia. —Það varst þú, sem komst inn til min og sagðist ætla að drepa mig, ef ég hætti ekki að gráta. Ég þekki hann lika, sagði hún og benti á annan gest. Þá leið yfir hann. — Silvia, sagði faðir hennar skelfingu lostinn. — Eru þessir menn ræningjar? — Já, þeir eru það, vissirðu það ekki. En hvers vegna eru þeir hér? Atta menn sitja nú i fangelsi, dæmdir fyrir mannrán. Silvia virðist ekki hafa beðið neitt tjón af þvi að dveljast hjá mannræningjunum, en faðir hennar seg- ist ekki lengur treysta nokkurri manneskju. © Sex ára Kg kinkaði kolli og óskaði þess að ég hefði vængi. Þá hefði ég flogið leiðar minnar. Til Mount Everest eða álika afskekkts staðar. iJórður hló. — Skrýtin tilviljun, en kannski eru það forlögin. Hann stóð upp og gekk til min. — ösköp ertu orðin horuð, Beta, en það fer þér vel. Tungan i mér festist og ég kom ekki upp orði. Hvað með hellaristurnar? spurði hann. — Eigum við að koma og kikja á þær núna? Góö hugmynd, sagði amma og na’Stum ýtti okkur út úr dyrunum. — Við Þórður hérna höfum heilmikið að tala saman um. Hellaristurnar eru þarna ennþá. Ingi- björg dóttir min, sem er átta ára, sagði mér það i fyrri viku. Mamma, það er svolitið annaö skrifað þar iika, sagði hún striðnislega. Ilvað þá? spurði ég og roðnaði. — Það stóð BETA og ÞÖRÐUR innap I hjaita. Eruð það þú ... og pabbi? Já, svo sannarlega, sagði ég og klappaði á kollinn á henni. Amma hafði haft rétt lyrir sér með óskina. HI^GIÐ — Farðu nú út Lilli, svo þú truflir hann ekki við æfinguna. yyy — Ó, Pétur. Þú sveikst loforðið. — Ekki gráta Kiara min. Þú getur fengið annað. yyý Verið var að sýna ferðamannahópi dýragarðinn. Leiðsögumaðurinn sagði: — Gefið alls ekki strútunum neitt að éta. Þeir sjá afskaplega illa og gleypa allt, sem að þeim er rétt: — Hinn fullkomni eiginmaður, tautaði frú ein aftarlega I hópnum. — Þetta er miklu betra, hann geltir ekki, borðar ekki, það þarf ekki að viðra hann, ef maður nennir þvi ekki og ef það snjóar, setur maður undir hann skiði. — Eiskan, ég skal ekki taia illa um bollurnar þinar, en þau á neðri hæðinni mega þakka fyrir, að þú misstir enga þeirra i góifið. — Ég varaði þig við að spyrja hvernig hann væri til heilsunnar. 38

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.