Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 18
Silvia Bergamasco, sex ára gömul, argentinsk stúlka gekk út um skólahliðið, til móts viö mömmu sina sem beið við bilinn. En áður en hún komst þangað, þreif grimuklæddur maður hana og annar beindi skammbyssu að móðurinni og sagði, að ef hún vildi sjá dóttur sina aftur á lifi, væri bezt fyrir hana að gefa ekki frá sér nokkurt hljóð. Móðirin varð að horfa upp á að dótturinni var fleygt eins og tuskudúkku inn i grænan bíl, sem siðan hvarf fyrir horn á geysilegum hraða. Niu dögum siðar var barninu sleppt, eftir að faðir hennar hafði greitt lausnargjald, 265 þúsund dollara. — Það voru miklir peningar, sagði faðir Silviu, — en þó lágt verð fyrir lif barnsins. Lögreglan stóð uppi ráðalaus, þvi hún hafði engin spor að fylgja. En Sivlia vissi dálitiö. — Ég var hræðilega hrædd, sagði hún. — Ég vissi að þetta voru vondir menn, sem tóku mig. — En hún æpti ekki á hjálp, segir móðir hennar — Það hefði ég gert — En hún gat ekki hljóðaö, þar sem beint var að henni byssu. Silvia heldur áfram — Þeir óku óskap lega hratt, lögregluþjónn blés i flautu og það þýöir, að maður á að stanza. En þeir stönzuðu ekki. Fyrst vissi ég, hvaða leið við fórum, en svo þekkti ég ekki lengur leiðina og viö vorum komin eitfhvað út i sveit. Það var kalt og þaö var að koma kvöld og ég var bara á kjólnum. Svo kom- um við að húsi. Þar var ég læst inni i litlu herbergi. Þar var lika kalt, þvi það var ekkert gler i gluggunum og enginn ofn. Einn mannanna kom inn til min með dýnu. Ég grét ekki fyrst, en þegar nóttin kom, fór ég að gráta. Maturinn var vondur, mér varkaltogégvissiekkihvarég var. Þeir heyröu að ég grét, og þá komu þeir inn og slógu mig. Ekkert voðalega fast, en það var samt vont og þá þoröi ég ekki að gráta meira. Dagarnir liðu hægt fyrir Silviu. Hún gat ekki haft mikið fyrir stafni þarna I herberginu og þess vegna tók hún vel eftir öllu. Hún sá sólaruppkomuna út um 18 gluggann. Hún heyrði i grlsum rétt hjá. Hún heyrði I dráttarvél um stund á hverj- um morgni. Eftir niu daga var hún lát.in laus. Lög- reglan fann hana á gangi á sveitavegi iangt frá heimili sinu. Ræningjarnir voru öruggir um sig. Hvað gæti sex ára barn sagt, sem komið gæti upp um þá? En Silvia gat sagt lög reglunni allt, sem hún hafði séð og heyrt, og ekki leið á löngu þar til lögreglan hafði Framhald á bls. 38 Silvia er aftur örugg hjá pabba og átta menn eru I fangelsi. Sex ára stúlka kom upp um mannræninajana

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.