Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 9

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 9
— Er eitthvað sérstakt? spurði hann, þegar ég hætti að hlæja. Ég kom beint að efninu. — Mér datt i hug, að þú gætir hugsað þér að koma með mér i bió i kvöld. Það er hasarmynd i Nýja bió. Hann varð ekki vitund hissa. Kannski var hann vanur þvi að stúlkur hringdu og byðu honum út. Snögg afsökunin gat bent til þess. — Þvi miður, ég þarf á æfingu i kvöld. — A morgun þá... — Föstudagur? Nei, það get ég ekki heldur. Sorry. Það fór um mig. Jæja, sagði ég létt. — Það er ekkert við þvi að gera. Bless, Þórður og takk fyrir spjallið. Ég lagði á. Amma tók á móti mér opnum örmum. — Jæja, hvernig gekk? spurði hún og lét sem hún tæki ekki eftir, að hnifur stóð I hjarta mér. — Hann sagði nei, hikstaði ég og datt niður i stóra gamla körfustólinn sem afi hafði alltaf setið i. — Auðvitað, sagði amma. — Bjóstu við einhverju öðru i fyrstu tilraun? Ég gapti. — Attu við að ég skuli hringja aftur? — Barnið mitt, svaraði amma. — Ég skal segja þér, að ég bað afa þins fjórum sinnum, áður en hann sagði já. Hefði ég ekki verið svona þolinmóð, værir þú ekki til. — Mér væri sama, sagði ég bara mæðu- lega. Amma reyndi aðra aðferð. — Segðu mér, ert það ekki þú, sem alltaf ert að tala um jafnrétti? Segirðu ekki að konur og karlar eigi að hafa sömu réttindi og skyldur? Það var rétt. — Júúú, en þegar um ást er að ræða... — Hvað er mikilvægasl^i'lifinu, Beta? spurði amma og leit á nyfig aftur. Hún stóð á miðju gólfi með aðra höndina innan undir peysunni. Napóleon, datt mér i hug. — Ast, svaraði ég. — Og það þýðir? sagði amma. — Að ég hringi, stundi ég. — Halló, þetta er Beta. — Beta? — Já, ég hringdi á fimmtudaginn og bað þig að koma i bió. — Já. Hæ, hvernig hefurðu það? — Stórfint, svaraði ég, þó mér liði eins og mús undir fjalaketti. Satt að segja hafði mér ekki liðið svona illa siðan bók- færslukennarinn henti kennslubókinni i hausinn á mér. Bara, að ég gæti fundið upp á cinbverju skemmtilegu t.ii að segja. Einhverju, sem gæti komið honum til að hlæja. — Hasarmyndin er ennþá i bió, sagði ég. — Iivitklæddi morðinginn? spurði hann. — Já, og er vist spennandi. — Ég sá hana á sunnudaginn, hún er áeæt. Nú var ég búin að vera andlega Gætirðu hugsað þér að koma með mér i gönguferð meðfram sjónum i kvöld? Það er eitthvað sem likist hellaristum i barðinu undir Friðriksbryggju. Það er hægt að sjá þær við fjöru, ef maður klifrar.. Rödd min dó út. Mér fannst ég það heimskasta af öllu heimsku. Það væri ekki verra, þó ég hefði boðið transkeisara i berjamó. — Leiðinlegt, en ég hef ekki tima. Hann sagði ekki einu sinni af hverju. — Allt i lagi, sé þig Þóröur. Þetta geri ég aldrei aftur, sagði ég við sjálfa mig. Aldrei skal ég litillækka mig svona. Heldur morkna ég niður eins og gamalt tré en saga svona sundur hjarta- ræturnar. Amma tók þessu með ró. — Já, afi þinn var llka þrár, en ég var bara þrárri. Þú ert eins og pabbi þinn, Beta. Hann var svo hræðilega feiminn. — Geta konur gengið i einhverja út- lendingahersveit? spurði ég. — Sagðirðu að hann héti Þórður Hall- grfmsson? spurði amma, eins og hún hefði ekki heyrt spurningu mina. — Þú skalt ekki voga þér að hringja tji HVAÐ VEIZTU 1. Hvað heitir vængjaði hesturinn i grískri goðafræði? 2. Hvar féll Davy Crockett? 3. Hvað heitir fjallið i' Afriku, sem nokkir lslendingar klifu fyrir skemmstu? 4. Hvað heitir höfuðborg Möltu? 5. Hvað heita frumbyggjar Nýja Sjá- lands? 6. Hvað hét aðstoðarmaður Hilarys er þeir klifu Mount Everest árið 1953? 7. Hvað eru margar tommur i metr- anum? 8. Fyrir hvað er Maria Callas fræg? 9. t hvaða álfu eru Atlas-fjöllin? 10. Hvað heita „skytturnar þrjár”? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. hans eða hafa " samband við hann á nokkurn hátt, sagði ég og beit saman tönnunum til þess að leggja áherzlu á alvöru orða minna. — Ég lofa þvi, sagði amma hátiðlega. Næstu tiu daga léttist ég um þrjú kiló og þaö sakaði svo sem ekkert. Verra var, að ég var skapill. Áður hafði vonin haldið mér uppi, en nú var hún ekki þarna lengur. Amma minntist ekki meira á Þórð og það var gort. Hélt ég. Alveg þangað til þremur vikum seinna. Þá gerðist dálitið, sem hristi grunninn undan tilveru minni. Amma hringdi. Það var áreiðanlega eitthvað sérstakt um að vera, þegar amma þarf að hringja, hún hefur nefni- lega ekki sima, heldur fer yfir til ná- grannans. — Þú verður aö koma, sagði hún. — Ég þarf að sýna þér dálitið. Komdu strax. — Eru komirÞ-fleiri blóm neriuna? — Komdu strax, Beta, endurtók amma bara og lagði á. Ég stökk á bak hjólinu og rauk af stað án þess að gefa mér tima til að greiða mér. Ég leit áreiðanlega út eins og striðs fangi á flótta, þar sem ég geystist eftir vegi»tim,klædd röndóttri skyrtu af pabba og/eldgömlum gallabuxum. Kannski var amma veik? Nei, hún hafði verið hress i simann, næstum hlæjandi. Hvað skyldi hún nú vera að bralla? Það var ekki fyrr en ég var komin inn i forstofuna, að ég komst að þvi. Ég heyrði raddir innan úr stofu. Tvær karlmanns- raddir og rödd ömmu. Ég þekkti ekki aðra kalrmannsröddina, heyrði aðeins, að maðurinn var roskinn. En hina þekkti ég og það strax, það var rödd Þórðar! Ég var að þvi komin að læðast út, þegar amma opnaði stofudyrnar og kallaði: — Nei, Beta? Ert þú komin i heimsókn. En gaman! Hún deplaði til min auganu meöan hún talaði og leit út eins og nær- sýnn páfagaukur. Ég horfði bálreið á hana. — Það varst þú, sem... — Komdu inn og heilsaðu upp á gamlan vin minn, Þórð Jónsson. Sonarsonur hans er með honum og heitir lika Þórður. Klær páfagauksins voru beittar og sterkar og áður en ég vissi af, stóð ég inni á stofugólfi. — Ég hitti þá af tilviljun úti á götu, tisti páfagukurinn — og mér datt i hug... — Fallegt af þér, Ingibjörg, sagði þá eldri maðurinn, sem sat i stólnum hans afa. — Hvað er eiginlega langt siðan við höfum spjallað almennilega saman? Fimmtiu ár eða sextiu? — En elskan min... sagði amma og leit til skiptis á okkur Þórð yngri. — Þekkist þið? Þá hefði amma átt skilið að fá Óskars- verðlaun, þvi ég hef aldrei séð jafn frá- bæran leikaraskap. — Er hún amma þin? spurði Þórður. Framhald á bls. 38 9

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.