Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 6

Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 6
Dickens dáleiddi áheyrendur bókstaflega, þegar hann las upp úr bókum sinum. urðu beinlinis uppskriftir að jólahaldi Breta eins og það er nú. 1 bókinni „A Tale of two cities” sannaði Dickens, að hann gat skrifað sagnfræðilegar sögur alveg eins og hrein skáldverk. Við skulum ekki imynda okkur, að sög- ur Dickens hafi aðeins komið svolitið við samvizkuna i einhverjum, nei þær ollu lika framkvæmdum. Eftir að Nicholas Nikleby kóm út, voru allmargir einka- skólar, sem Dickens hafði lýst sem hreinu viti, látnir hætta störfum. Dickens lifði lifinu á spretti. Hann gat unnið i löngum lotum, án þess að sofa, en stöku sinnum fékk hann þunglyndisköst. Hann ferðaðist mikið og þá oftast til Italiu, lands, sem hann dáði alla ævi. Hann var ekki ýkja hrifinn af Bandarikj- unum og eftir fyrstu heimsókn sina þang- að móðgaði hann Bandarikjamenn herfi- léga með skrifum sinum um þá, en seinna skipti hann þó um skoðun. Það var I annað sinn er hann fór vestur um haf, til að lesa upp úr bókpm sinum. Lesa upp, já. Hann var stórkostlegur leikari og hefði getað orðið meðal þeirra beztu, ef hann hefði ekki veriö rithöfund- ur. Það leið yfir fólk, það hljóðaði, þegar hann las um dauða Nancy i Oliver Twist. Frá árinu 1858 og þar til skömmu fyrir andiát sitt 1870,, las hann mjög mikiö upp úr bókunum fyrir fólk og það hefur vafa- iaust átt sinn þátt i dauða hans, þvi hann upplifði sjálfur hvert einasta atvik. Hann dáleiddi hvern einasta mann, er hlustaði á hann og það var eins og hann sjálfur væri beinlinis persónurnar, sem hann las 6 um. Að lokum varð streitan of mikil og Dickens lézt af hjartaslagi áður en honum tókst að ljúka „The Mystery of Edwin Drood”. Hann var grafinn í Westminster Abbey og syrgöur meira en nokkur rithöf- undur áður. Margar sögupersónur hans eru ennþá heimilisvinir og stöðugt vitnað til þeirra. 1 sögum hans er hægt að finna persónur, sem eiga við flest tækifæri. Dickens var enginn dýrlingur, hann var lélegur eiginmaður, skapmikill með af- brigðum og óskaplega viðkvæmur. Hann bar þá þrá i brjósti alla slna ævi að bæta hlut smælingjanna og honum varð nokkuð ágengt. Hann skildi áreiðanlega við betri heim en þann sem hann fæddist I, svo mikill maður var hann og snillingur. Þegar ég horfi á sjónvarpið, óska ég þess að greindarvisitala min væri lægri. Það er satt, að konur lifa lengur en karlmenn, sérstaklega ekkjur. A Ef þú vilt vita hvað þú ert ómissandi, þá stingdu fingrinum niður i vatn og mældu gatið sem myndast. Fiskur er góður, segir slátrarinn... allt of góður til að borða hann. Ég er 125 kiló og það er ekki mikið fyrir rnann af minni hæð og breidd. Skilnaðir yrðu færri ef karlmenn þekktu konuna sina eins vel og vélina i bilnum. Konur elska að heyra sannleikann.. um aðrar konur. A Ef já væri skrifað með 17 bókstöfum, væru færri óhamingjusöm hjónabönd. Vaninn er hálft lifið... hinn helm- ingurinn er óvani. A Flest börn borða bara spinat til að verða nógu stór til að neita að borða það. 4 Timarnir breytast og við þvi er ekkert að segja. En hvers vegna þurfa þeir að breyta mér? Það er mánudagur I dag og ég likist vegabréfsmyndinni minni.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.