Heimilistíminn - 07.11.1974, Page 31

Heimilistíminn - 07.11.1974, Page 31
Rauði krossinn greiðir úr fjölskylduflækjum stríðsins Þannig auglýsingaspjöld hanga uppi viöa I Þýzkalandi. — HJÁLPIÐ mér að finna pabba minn. Þannig hefjast mörg þeirra bréfa, sem streyma til leitardeildar þýzka Rauða krossins. Framhald bréfsins var svo- hljóðandi: Móðir min lézt i gasklefunum i Auschwitz, þegar ég var fjögurra ára. Númerið, sem tattóveruð var, á vinstri handlegginn á mé er 70072. Mamma var númer 70071. Bg bý i Póllandi. Stúlkan, sem skrifaði þetta bréf, Lidia, fann ekki föður sinn. En hún endurheimti móður sina. önnu Bocharovu hafði tekizt að sleppa, en hún var sannfærð um, að dóttir hennar væri dáin. Endurfundirnir voru hjartnæmir. Þetta er aðeins dæmi um það fólk, sem þýzki Rauði krossinn hefur fundið. Bráðum eru liðin 30 ár frá lokum styrjaldarinnar, en þessi deild hefur alltaf nóg að gera. Síðan 1945 hefur deildin hjálpað 125 þúsund börnum að finna foreldra sfna, og i hverjum mánuði verður góður endir á um það bil 150 málum. — Það er alltaf dásamlegt að geta sam- einað fjölskyldumeðlimi eftir margra ára aðskilnað, segir fulltrúi Rauða krossins. — Það er stundum einkennilegt. — Fólkið hefur ekki sézt i mörg ár og þekkist alls ekki. Flestir eru óstyrkir, en við vitum ekki annað, en allir séu ánægðir með endurfundina. Fleiridæmi: Arið 1944 fannst litil stúlka i isköldum sjónum i finnska flóanum. Hún var eina manneskjan, sem komst af, eftir að flutningaskip rakst á tundurdufl. Farmur skipsins var flöttamenn frá Þýzkalandi. Einn fiskimannanna, sem björguðu barninu, tók hana að sér og skirði hana Gitte Paulsen. Mörgurh árum seinna, þegar Gitte var orðin fullorðin, langaði hana til að hafa uppi á réttum foreldrum, eða að minnsta kosti komast að þvl, hvað af þeim hafði orðið. Rauði krossinn fann foreldra hennar og þá varð Gitte Paulsen að Marlis Washkuhn. En eitthvað var það við málið, sem olli fulltrúum Rauða krossins heilabrotum. Það var sem sé ekki 100% vfst, að þeir hefðu fundið rétt barn handa réttum foreldrum. Þeir héldu áfram að leita og fundu loks arkitekt að nafni Erwin Hekeler. Hann hafði misst konu og fimm dætur um borð i flutningaskipi, á sama tima og Gitte fannst. Nákvæmar rannsóknir leiddu i ljós, að Gitte/Marlis var dóttir hans og þá varð hún að Ursulu Hekeler. Rauði krossinn notar bæði auglýsinga- spjöld og útvarpsþætti við leit sina. Börnunum er nákvæmlega lýst og aðstæður við aðskilnaðinn skýrðar. Oft ber þetta góðan árangur. Stundum of góðan. Stundum hafa 50 foreldrar gefiö sig fram vegna eins barns. Það er erfitt verk að sanna, að þetta barn og þessir foreldrar eigi saman. Læknar koma til skjalanna og taka blóð- prufur og athuga erfðaeiginleika. Allt, sem stendur i mannlegu valdi, er gert til að forðast mistök. En það kemur fyrir, að sönnunargögnin eru svo veik, eða margbrotin, að Rauði krossinn getur ekki ábyrgzt að allt sé rétt. Til dæmis i Friedheim/Resert-málinu, þar sem ungur, mállaus piltur villtist frá móður sinni á járnbrautarstöð einhvern af allra siðustu dögum striðsins. Sonurinn fannst mörgum jp'um siðar, á barna- heimili i Berlin. En þar höfðu orðið mistök. Rétti sonur- inn fannst 1953 i Tékkóslóvakiu. Nú átti frú Resert allt i einu tvo syni og tók þá báða að sér. Hún vildi ættleiða þann, sem ekki var sonur hennar, en y firvöld þorðu ekki að ábyrgjast, að ættingjar hans fyndust ekki. Arið 1962 fannst svo faðir hans, Arthur Burow, i þorpi einu i grennd við Frankfurt. Þessi saga endaði alveg sérstaklega vel, þvi frú Resert og Arthur Burow gengu nýlega i hjónaband. 31

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.