Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 14

Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 14
Lubba og hinir hnoðrarnir sátu á hattinum hennar Láru frænku, þegar hún fór út. lenti í sólargeisla, Þá glitraði og skein á silkihárin i búk hennar. Einn daginn leit út fyrir að Lubba ætlaði að lenda i ævin- týri. Þá kom ung stúlka með kvakandi rödd og bauð Láru frænku með sér i veizlu. Lubba skildi, að þetta var eitt- hvað alveg sérstakt. Gamla konan hamaðist i öllu, mátaði föt úr skápum og skúffum. Þá sat Lubba og margir aðrir hnoðrar á fjólubláa sunnu- dagshattinum hennar Láru á hillunni i forstofunni og fylgd- ist með. Unga stúikan hjálpaði gömlu konunni að klæða sig og setti hattinn á höfuð henni. Þegar þær gengu eftir gangin- um og niður tröppurnar, rugg- aði allt svo undarlega, að Lubba og hinir hnoðrarnir gátu ekki annað en hlegið. Þegar út á götuna var kom- ið, gerðist það: — En Lára frænka, sagði stúlkan. — Ósköp er hatturinn þinn ryk- ugur. Lánaðu mér lykilinn, þá fer ég upp og bursta hann. Áður en Lubba gat áttað sig, var hún komin upp i íbúðina aftur og unga stúlkan burstaði svo fast, að Lubba var alveg að niðurlotum komin, þegar hún datt af hattinum og lenti á dyrakarmi. Aumingja Lubba lóhnoðri. Þetta var leiðinlegt, en það hafði byrjað svo skemmtilega á hattinum hennar Láru frænku. En hinir hnoðrarnir hugguðu Lubbu með þvi að það gæti eitthvað skemmtilegt gerzt ennþá. Siðan gekk allt sinn vana- gang, þangað til Lára frænka veiktist og varð að liggja i rúminu lengi. Þá kom fjaðra- sópurinn ekki i langan tíma og hnoðrunum leiddist hræðilega. Bráðlega voru þeir farnir að sofa allan sólarhringinn. Að- eins þegar læknirinn kom til að lita eftir Láru frænku, kom ofurlitil vindhviða gegn um dyrnar og hnoðrarnir lifnuðu aðeins við. En varla voru þeir vaknaðir, fyrr en þeir lentu á sama staðnum aftur. Þá kom unga stúlkan aftur dag nokkurn og vildi endilega gera eitthvað fyrir frænku sina. Hún opnaði alla glugg- ana og þá fór að blása um stof- una og hnoðrarnir þeyttust svo um, að þeir fengu svima. Þessu voru þeir ekki vanir, Gamla, dökka, skapilla lóin uppi á dyrakarminum kvart- aði og kveinaði, þvilikt hafði hún aldrei upp lifað. Lubba var ekki kyrr eitt andartak. Um leið og hún sett- ist til að hvila sig, kom ný vindhviða og þyrlaði henni af stað aftur. Þetta var nú full- mikið af því góða, hún náði varla andanum af þessu öllu. Ekki batnaði það, þegar unga stúlkan kom með skritna vél, er var svo svöng, að hún gleypti alla hnoðrana, sem hún náði i. Lubba flúði að rauða veggtjaldinu til að fela sig, en það dugði ekki. Langur raninn á vélinni kom og áður en Lubba vissi af, var hún komin niður i koldimman maga. Það var þröngt þarna niðri, vond lykt og hræðilegur trekk- ur. Vindurinn var svo mikill, að 14

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.