Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 5

Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 5
Fólk þyrptist niöur að New York höfn til aö ná i blöðin, sem birtu sögur Dickens sem framhaldssögur gera. Þegar Nell litla lézt, varð hann jafn sorgmæddur og lesendur hans og skrifaði m.a. vini sinum á þessa leið: — Ég er það vesælasta af öllu vesælu og næ mér ekki i langan tima. Ég held ég gæti dáið af sorg út af missi barnsins. Síðar viðurkenndi hann fyrir öðrum vini, að það hefði veriö leitt að láta söguna fara svona, en lesend- ur hefðu grætt á þvi. Vitað er að harö- skeyttir námamenn i Kaliforniu grétu yfir verkum Dickens og það gerði hann sjálfur lika. Heimurinn hló einnig að kimni hans og hann hló lika. Nú hafa bækur hans ver- ið þýddar á nær öll tungumál heimsins. Hann hefur alllaf verið svo vinsæll, að ,,of-vitar” innan bókmenntafræðanna hafa haft sérstaka ánægju af að hnussa fyrirlitlega að tilfinningasemi hans, ýkj- um, litilfjörlegri fyndni og hörmulegum sorgaratburðum. En þeir eru löngu hættir þvi, og Dickens gnæfir enn yfir alla rithöf- unda Viktoriutimabilsins á Bretlandi og ef til allra fyrr eða siðar og hann á sér heiðurssess i hjörtum lesenda. Charles Dickens fæddist i Portsea i Hampshire árið 1812. Faðir hans var, skrifstofumaður hjá flotanum og kunni ekkertmeð peninga að fara. Þegar Charl- es var 12 ára og fjölskyldan bjó i. London, gerðust þeir atburðir, sem áttu eftir að hafa áhrif á allt lif drengsins. Það byrjaði með þvi að faðir hans var settur i skuldafangelsi, sem var þó ekki það versta, þegar til lengdar lét, þvi Dick- ens gat þó gert sér gagn að þvi I ýmsum bóka sinna siöar meir. Svo kom hitt, sem var afleiðing þess fyrra: Dickens var tek- inn úr skóla og settur i vinnu. Hann vann fyrir fáum shillingum á viku i röku og hálfónýtu vöruhúsi á Thames-bökkum, við að binda merkimiða á vörur tiu stund- ir á dag, i félagsskap misjafnra hörku- tóla. Einn þeirra var kallaður Bob Fagin og mun vera fyrirmynd vonda mannsins I Oliver Twist. Jafnvel eftir að Dickens hafði skrifað David Copperfield, sem er eiginlega ævi- saga hans sjálfs, vildi hann sem minnst um þessa vinnu sina tala. En loks fór að birta og Dickens fór aftur i skólann, starfaði siðan á lögfræðiskrif- stofu og sem blaðamaður og kynntist þar þingstörfum. Þegar hann var 21 árs, hóf hann að skrifa i mánaðarblað og þar nutu hæfileikar hans sin vel. Þegar „The Pick- vick Papers” hóf göngu sina i þessum mánaðar skömmtum, leið ekki á löngu, þar til hann varð afarvinsæll og hann mat þessa bók sina mest allra verka sinna, enda gerði hún hann ódauðlegan. Pickwick er eiginlega gamansaga, en stefna Dickens að berjast gegn þvi að fá- tækir munaöarleysingjar væru hafðir að þrælum, kemur fram I Oliver Twist, gagnrýni hans á miskunnarlausa skóla- kennara I „Nicholas Nickleby” og á seinagang laganna i „Bleak House”. I öll- um bókum hans er fjallaö um góðsemi - >kort og grimmd gagnvart iítilmagnanum. Lýsingar Dickens á jólahaldi i Pickwick og i smásögunni „A Christmas Carol”, 5

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.