Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 15

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 15
ekkert heyrðist i hnoðrunum, þó þeir kölluðu af öllum kröft- um. Loksins varð þó hljóð, en þá kom eitthvað fyrir magann iþessari gráðugu skepnu. Ein- hver tók hann úr og tæmdi hann i stóra tunnu. Lubba datt niður ásamt öll- um hinum, en áður en lokinu var skellt yfir, kom litil vind- hviða og feykti nokkrum þeirra upp úr tunnunni og einn þeira var Lubba. Nú þeyttust þeir aldeilis af stað. En mikið skelfing var allt öðruvisi hérna úti. Himin- inn, sem þeir höfðu bara séð út um gluggann, var svo stór, að það var ekki nokkur leið að sjá fyrir endann á honum. Það var raunar ekki mikill timi til að lita i kring um sig. Vindur- inn þreif þá með sér og ekki var hægt að segjast neins stað- ar. En þeir voru farnir að breytast. Hægt og rólega sveif Lubba niður og lenti á vöruflutninga- bil með mörgum pokum. Hún datt niður á pallinn og lagðist örþreytt til hvildar. Þvilikt ferðalag. Hún hafði flogið yfir hús og götur, og mikið var heimurinn stór. En hún hafði týnt öllum vinum sinum á leiðinni og nú fann hún að hún var hræðilega ein- mana. En einmitt þegar hún var rétt að sofna, sá hún að þarna voru aðrir hnoðrar Að visu voru þeir ókunnir, en Lubba gladdist við að sjá þá, og sofnaði ánægð. Hún svaf lengi og hafði ekki hugmynd um, að billinn fór af stað og hún var komin i ferða- lag. Hún vaknaði heldur ekki, þegar billinn nam staðar og hinir hnoðrarnir á milli pok- anna fóru að tala saman. Loks þegar Lubba vaknaði, skein sólin, svo ekki var nokk- ur leið að sjá neitt i langan tima. Þetta mikla ljós var ekki þægilegt. Hún heyrði rödd við eyrað á sér: — Hæ, þú þarna! Lubba deplaði augunum og sá að pokarnir voru horfnir og þegar hún vandist birtunni, sá hún lika, að vingjarnlegur hnoðri sat við hlið hennar. Hann var miklu grófari, stærri og dekkri en Lubba, en þó gæðalegasti hnoðri. — Halló, ég heiti Strilla og ég hef átt heima i strigapokum eins lengi og ég man eftir mér, sagði hann. — En nú kæri ég mig ekki um að eiga heima þar lengur. Meðan Lubba hlustaði á Strillu, leit hún niður á búkinn á sér og varð dauðskelfd. Nú var hún ekki lengur skinandi hvit, heldur grábrún og ljót. Hörmulegt. Hana langaði mest til að gráta. En þá sagði Strilla: — Skil- urðu, það fer svona fyrir flest- um, sem koma sér út til að lifa lifinu. Maður verður ljótari af þvi, en það er gaman að skoða heiminn, hvort sem maður er hvitur eða brúnn. Viltu koma með mér? — Já, sannarlega, svaraði Lubba og gleymdi hörmum sinum. Striila greip fast i Lubbu og siðan stilltu þær sér þannig upp, að vindurinn greip þær. Saman flugu þær svo búrt, yfir stóran akur, út að skóginum og til móts við ný ævintýri. HI^GIÐ — Ég er 100% viss um, að þú varst með giftingarhring um borð i skipinu. Forstjórinn hitti Egil á knattspyrnuieik og sagði byrstri röddu: — Skritið að ég skuli hitta þig hér. Þú sagðist ætla að jarðarför frænda þins. — Já, það er frændi minn, sem dæmir leikinn. Hún ákvað að láta breyta á sér nefinu og fór þvi til fegrunarlæknis — Þaö kostar yður um 70 þúsund krónur, sagði hann að lokinni rann- sókn á nefinu. — Það cr hræðilegt! Er ekki til ódýrari aðferð? — Jú, þér gætuð til dæmis reynt að ganga á ljósastaur. — Maðurinn minn talar upp úr svefninum, læknir. Hvað á ég að að gera? — Hvernig væri að lcyfa honum að koma nokkruin orðum að á daginn? — Æðasláttur yðar er dálitið hægur. — Gerir ekkert, ég hef nógan tima... 75

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.