Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 27

Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 27
gerftir af þessum lás eru með sex slikum örmum. Þrjátiu árum áður en Chubbs fann upp lásinn sinn, kom bóndasonur frá Yorks- hire til London, i þeim tilgangi að starfa sem húsgagnasmiður. En Joseph Bramah, eins og piltur hét, var með höfuðið fullt af uppfinningum og hug- myndum. Þá var það að London stóð á öndinni vegna margra stórra innbrota. Þjófarnir komust alls staðar inn, engir lásar reyndust öruggir. Bramah kom með nýja gerð lása árið 1784, en hann reyndist ekki mjög heppi- legur, þar sem barnaleikur var að „dirka” hann upp. 1 auglýsingum i blöð- um var fólk varað við að brjóta upp hurðina, ef það týndi lykli af slikum lás. Heldur skyldi það hafa samband við auglýsanda, sem kæmi á stundinni og „dirkaði” lásinn upp. Þess vegna tók Bramah sig til og endur- bættilásinn. 1 glugga sinum i London setti hann upp skilti og bauð hverjum þeim manni 200 pund, sem gæti fundið upp verkfæri til að stinga upp lása sina með. Aöeins einn maður gaf sig fram, en hann gafst upp eftir viku. Þar með sannfærðist fólk og lás Bramah varð heimsfrægður. Bramah sá fljótlega, að starfsmenn hans gátu engan veginn haft undan fram- leiðslu lása eftir pöntunum og venjuleg verkfæri dugðu heldur ekki til. Bramah, sem einnig varð frægur fyrir teikningar sinar af iðnaðarvélum, varð fyrstur manna til að vélsmiða lása. En ekki var þó um fjöldaframleiðslu að ræða, til þess voru lásarnir alltof nákvæm smiði. Það var Bandarikjamaðurinn Linus Yale, sem einhvern tima um 1850 tók að framleiða sina gerð lása I vélum i stórum stil. Lás af peningaskáp siðan 1883. Eiginlega ætlaði Yale að verða manna myndamálari eins og faðir hans, en tók að sýsla við gerð einstakra lása fyrir banka- hvelfingar. Arið 1861 fékk hann einkaleyfi á lás þeim, sem átti eftir að fara sigurför um heiminn, smekklásinn svonefnda, sem olli beinlinis byltingu. Sá lás er að mestu óbreyttur enn þann dag i dag. Takmarkið var að framleiða öryggislás með litlum, einföldum lykli, ódýran og einfaldan i uppsetningu. Með fjöldafram- leiðslu og furðulegum tækjum, gat verk- smiöja Yales búið til smáhluti, sem voru alveg eins. Þróunin var eins og i öðrum iönaöi. Framleiddar voru klukkur, saumavélar, byssur og ritvélar á færi- bandi. En Yale tók til óvenjulegs ráðs — hann setti þessa smáhluti, sem voru allir eins saman á mismunandi vegu, þar sem engir tveir lásar máttu vera nákvæmlega eins. Inni i Yale-hólkunum eru fimmrásir með mislöngum stimplum, sem fjaðrir ýta á. Rásirnar eru boraðar sjálfvirkt i fræsivél I átta misjöfnum stærðum, og þannig fást 32.768 mismunandi lásar! H$GIÐ — Almáttugur! Klukkan er að verða eitt. Ég ætti að vera komin upp i rúm hjá cinhverjum fyrir iöngu! Læknirinn hringdi æstur til eins sjúklings sins: — Ávísunin yðar kom aftur frá bankanum. — Það er allt i lagi, svaraði hinn. — Ég fékk flenzuna ifka aftur. Ökumaðurinn var meira en pinuiftið ölvaður, þegar iögreglumaður stöðvaði bil hans. — Má ég sjá ökuskírteinið? — ökuskirteinið? Já, en þið tókuð það fyrir mánuði. Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þið séuð búnir að týna þvi? Við skoðanakönnun var gömui kona spurð að þvi, hvort henni fyndist of mikið af kynlifi og hryöjuverkum i kvikmyndahúsunum nú til dags. — Ég veit það ckki, svaraði sú gamla. — Ég sit alltaf út á enda, svo ég veit ekki hvað hitt fólkið er að gera. — Jæja, Jónsi. Viltu nú segja mér hvers vegna ég flengdi þig. — Þetta var þér líkt. Að berja mig fyrst sundur og saman og niuna svo ekki hvers vegna. DRAGIÐ strik milli punktanna frá 1 til 61, þangaö til I ijóo kemur þetta, sem veslings maðurinn er svona hræddur við. 27

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.