Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 24

Heimilistíminn - 07.11.1974, Side 24
þekkti einstaklingseðli hverrar skepnu, sem hann hafði undir höndum og hagaði eða sýndi vanstillingu, þótt við bræðurnir værum að ærslast i kringum hann, þegar hann sat að ritstörfum. En gaman hafði hann af þvi að sjá okkur glima og fljúgast á. Man ég eftir þvi, að þegar strákar komu af öðrum bæjum, þá hafði hann gaman af að etja okkur saman og láta okkur reyna kraftana til hins ýtrasta. Veltist Jón þá stundum um af hlátri. Dýrasögurnar sýna, hversu næman skilning Jón Stefánsson hafði á aðstöðu húsdýra okkar og skyldum okkar mann- anna gagnvart þeim. Eins og i öðrum efnum var fullt samræmi milli kenninga og breytni Jóns Stefánssonar i þessum efnum. Hann hafði alltaf fáar skepnur, en hirti þær af slikri nákvæmni og natni, að af bar. Ég er sannfærður um, að hann fóðrum og annarri meðferð i samræmi við það. Þegar við bræður uxum upp gripum við stundum i verk fyrir Jón Stefánsson, þótt ég nú óski, að við hefðum verið viljugri að létta honum erfiði. En okkur þótti þá stundum nóg um, þegar hirða átti peningshús hans, að ekki mátti sjást heystrá á fjarhusgólfunum, eða þegar heystabbarnir i hlöðum urðu að vera heflaðir og stroknir, svo að engu skeikaði, og gólfin sópuð og fægð. Eða hestarnir hahs klipptir fagurlega og burstaðir og stroknir, svo að gljáði á belginn, hvenær sem var. En þannig var umgengni Jóns Stefánssonar, og með þessari nákvæmni hirti hann skepnur sinar. Hann gekk að þessu starfi sem skáld, sem listamaður. Öll sin störf vann hann á listrænan hátt. Ég hygg, að á þann hátt hafi hann að nokkru leyti fullnægt þeirri útþrá, sem i brjósti hans bjó — fullnægt þeim kröfum, sem hæfileikar hans gerðu til stærra verksviðs og viðari sjóndeildarhrings. Þótt Jón Stefánsson væri góður bóndi og þó einkum til fyrirmyndar um snyrti- mennsku og góða meðferð á öllu gangandi fé, þá er ekki hægt að telja hann neinn brautryðjanda á þvi sviði. t huga hans munu ritstörfin og bókmenntastarfsemin ávallt hafa skipað æðri sess en búskapurinn. Það, hversu vel hann sinnti búi sinu og heimili og innti mikið dagsverk af höndum sem erfiðis- maður, stafar fremur af skyldurækni hans og þvi stolti að vera aldrei neinum háður, geta alltaf séð sér og sinum far- borða, heldur en að hugur hans og eftir- langanir hafi stefnt i þá átt. Hann var þvi ekki fljótur til breytinga i þeim efnum og tók stundum nýjungum i búskaparháttum fremur fálega. En eins og öll andleg mikilmenni óx honum viðsýni með aldrinum, svo að hann skildi bezt sin siðustu æviár, að landbúnaði okkar þyrfti að gerbreyta i samræmi við þær þjóðlifs- byltingar i atvinnuháttum, sem þá stóðu yfir. Ungmennafélag var stofnað i Mývatns- sveit, þegar Jón Stefánsson var hátt á sextugsaldri. Hreyfing þessi átti litlum vinsældum að fagna hjá eldri kynslóðinni. En Jón tók þessu með fullum skilningi. Gekk hann i félagið og studdi það á allan hátt, enda var hann kosinn heiðursfélagi „Mývetnings”, en svo hét félagið. Hann var svo andlega þroskaður og viðsýnn, að hann til sullf skildi þörf æskunnar fyrir starfandi félagsskap. Jón Stefánsson var litill vinur klerka og kirkju, eins og greinilega kemur fram i sögum hans. Hann fór ekki dult með þessa skoðun sina. Þegar hann fór til kirkju fylgdi hann aldrei neinum kirkjusiðum. Hann bændi sig aldrei, sem þá var venja, reis aldrei úr sætinu, þegar söfnuðurinn gerði það, samkvæmt kirkjusiðum. Engun tjóaði um þetta að fást. Ég nefni þetta sem dæmi þess, hve fast hann fylgdi þvi, að dagleg breytni væri i samræmi við kenningár hans. Þó var Jón Stefánsson einlægur og heitur trumaður, eins og til- finninganæmir hæfileikamenn hljóta ávallt að vera. En hann neitaði þvi afdráttarlaust, að klerkar og kirkja þyrftu þar að hafa nokkra milligöngu. Þetta mun vera orðið alllangt mál. Þó virðist mér ég eiga allt ósagt um Jón Stefánsson. Framkoma hans var i senn stolt og stórmannleg, en jafnframt þrungin bliðu og viðkvæmni. Þeir, sem þekktu hann bezt, mátu hann mest. t minum huga er hann ógleyman- legur. Ég dáist að þvi, hve góður og sannur maður hann var — maður, sem aldrei gerði annað en það, sem hann vissi sannast og réttast. — Hinar eldheitu til- finningar hans visuðu honum veginn. Jón Stefánsson var drengur góður i þess orðs beztu merkingu.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.