Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 16

Heimilistíminn - 07.11.1974, Qupperneq 16
Blómin finna til með okkur Hér í blaðinu hefur áður verið fjallað um ,,tilfinningar" blóma og nú segjum við frá nýjum sönnunum þess, að blóm ,,hugsi"! ÞAÐ er árla morguns i barnaskóla i Buffalo i New York. Hópur 10-12 ára barna kemur i röð inn i skólastofuna. Hvert barn er meö tvær litlar glerskálar og i hvorri eru þrjú baunagrös i vatni. Annað baunagras allra barnanna var komið með rætur og anga, en baunirnar i hinni skálinni virtust liflausar og litu illa út. Nokkrum vikum áður höfðu börnin veriö beðin að taka baunirnar með sér heim til umhugsunar. Þau áttu að hugsa vel og hlýlega um baunirnar i annarri skálinni, en vanrækja hinar. Kvikmyndatökumenn, sem unnu að gerð heimildarmyndar voru viðstaddir til aö mynda árangurinn. Ein stúlknanna sýndi, hvernig hún söng vögguvisu til „elsku” baunanna sinna og einn drengur- inn talar við baunirnar sinar og kallar þær bræður”. Feimin litil stúlka, sagöist á hverjum morgni hafa kvatt sinar baunir vandlega, áður en hún fór i skólann. Heimildarmyndin var sýnd I- Palo Aito i Kaliforniu og þvi var ekki að neita, að „elskuðu” baunirnar höfðu þrifizt ágæt- lega, en þær vanræktu voru að drepast, þrátt fyrir að allar baunirnar höfðu búið við sömu skílyrði, hvaö varðar ljós og hita. Bandariskir visindamenn kafa nú æ dýpra niður á svæöi sálrænna fyrirbæra og fram eru komnar allmiklar heimildir og fjöldi linurita um slarlif jurta. Greini- legt virðist, aö jurtir eru mjög næmar fyrir fólkinu 1 kringum sig og „skilja” meira en nokkur hefur getað imyndaö sér. Komið hefur i ljós, að blóm hafa tilfinn- ingar, þau eru hrifin af tónlist, en hrædd við hunda og bregðast snöggt við vald- beitingu. Sýnt hefur verið hvernig „liöur yfir” bióm, þegar þeim liður illa og að þau hafa sérstakar tilfinningar gagnvart þeim sem hugsar um þau og það fer eftir skapi og sálarástandi viðkomandi manneskju, hvort blóm þrífast i höndum hennar eöa ekki. Cleve Backster, sem er brautryðjandi I plönturannsóknum hefur kallað þennan eiginleika blóma „frumskilning”. Hvorki Backster né neinn annar hefur fram til þessa getað skýrt nákvæmlega hvað gerist. En um aldir hafa bændur og garð- eigendur með „græna fingur”, ekki sizt Indiánar N-Ameriku, ósjálfrátt vitað, að blóm skilja mun meira en almennt var haldið. Ahuginn. sem nú er kominn upp á til- finningalífi blóma, á rætur sinar að rekja til stórrar rifblöðku (monsteru) á skrif- stofu Backsters I New York, en hann hafði þar lygamæli undir höndum. Backster segir, að hann hafi eitt sinn upp úr þurru farið að hugsa um, hvort blómið fyndi ekki, þegar vatnið stigi upp i stöngulinn og út i greinarnar. Hann festi lygamælinn við eitt blaðið, vökvaöi blóm- ið en fékk engin viðbrögð. Þá reyndi hann aö storka blóminu með þvi að dýfa einu blaðinu I heitt kaffi, en blómið virtist ekki hafa neinn áhuga á málinu. Þá kom augnablik, sem átti eftir aö gjörbreyta lifi Backsters: Hann ákvaö að brenna blaðið. En varla var hann búinn að náieldspýt- urnar, þegar blómið brást svo harkalega við, að mælirinn sýndi sömu tölur og þeg- ar manneskja er gripin örvæntingu. Backster fékk nú geysiáhuga á þessu og hugsaði meö sér, að blómið hefði numið hugsanir hans um að gera þvi tjón. Siðan hafa verið gerðar flóknar tilraun- ir á blómum. I einni tilraun gengu sex menn gegnum rúm, sem var tómt, að þvi undanskildu, að þar voru tvö blóm. Einn mannanna, sem valinn hafði verið leyni- lega, án þess að hinir vissu hver hann væri, átti að rífa annað biómið upp með rótum, en hitt blómið var látið vita hver hann var. Lygamælir var siðan settur á blómiö sem vissi og mennirnir gengu inn. 1 hvert sinn sem „afbrotamaðurinn” kom inn, tók nál mælisins kipp. Biómið mundi greinilega eftir manninum. Við frægustu tilraun Backsters kom I ljós, að mörg blóm brugðust nákvæmlega eins við snöggum dauða rækja, sem fleygt var i sjóðandi vatn. Einu sinni skar Backster sig óvart i fingurinn og eitt blómanna hans tók strax kipp. Ekki er vitað, hvort það var af sárs- auka Backsters, eöa vegna lifandi vefs, sem dó. En Backster er sannfærður um að til sé óþekkt merkjakerfi, eins konar skilningur sem tengi saman allt lif. Backster uppgötvaði, að hægt er að hafa áhrif á blóm i mikilli fjarlægð með þvi einu að hugsa um það. Þá hefur komið i ljós, að blóm velja stundum eina manneskju i viökomandi herbergi og fara að teikna linurit, sem sýnir nákvæmlega hjartslátt viökomandi. Blóm vita lika, hvenær þau eiga að láta „liða yfir sig”. Þegar kanadiskur visinda- maður heimsótti Backster til að kynnast tilraunum hans, vildi ekkert blóm hafa neina samvinnu við hann. Það var eins og þau væru öll i dái. Backster spurði Kanadamanninn hvort hann ynni plöntum ef til vill tjón I starfi sinu. Svarið: — Ég þurrka þau I bakaraofninum til að geta efnagreint þau þurr. Minna en klukku- stundu eftir að maöurinn fór, voru öll blómin vel vöknuð. Þá hefur komið i ljós, að blómin varð- veita „skilning” sinn, þó þau hafi verið slitin upp og tætt sundur. Tilraunir sem þessar hafa verið gerðar við hundruð skóla og rannsóknarstofur I Bandarikjunum, en eftir þvi sem annar sérfræðingur, Marcel Vogel segir: — Verða margir fyrir vonbrigðum, þangað 16

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.