Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 13
nýfur dagur ANGELA kyssti morgunferskt andlit dóttur sinnar. — Nú máttu ekki týna matarperiingunurn þinum vina min. Settu þá i budduna og ferðapeningana i vett- linginn. Liz tók af sé vettlinginn og stakk pen- ingnum i hann. — Hann datt niður i þumalinn, kvartaði hún og tók af sér vettlinginn aftur. Þá datt peningurinn á gólfið og valt undir blómagrindina við gangdyrnar. — Liz, sagði Angela og lyfti blóma- grindinni, þannig að duft af blóminu féll á kjólinn hennar. Hún beygði sig eftir pen- ingnum og dustaði af kjólnum. — Sjáðu, hvað þú gerðir. Liz setti upp leyðasvip, en fjarrænan, eins og hún teldi sig alls ekki ábyrga. Angela kyssti hana aftur og ýtti henni út úr dyrunum. Þvi lokaði hún dyrunum og stóð um stund i gang- inum. Morgunsólin skein inn og lýsti upp blettina, þar sem barnavagninn hafði staöið, blettina, þar sem málningin var að losna af veggjunum og skemmt veggfóðr- ið. Þykkt ryklag var á flisunum meðfram fólfteppinu. Hún hugsaði um stofuna, þar sem allt var á tjá og tundri, uppvaskið sem beiö og ungbarnið sem lá i rúminu og beiðeftir morgunbaðinu. Skyndilega kom eitthvert eirðarleysi og uppreisnarlöngun upp i henni Skelfing var þetta allt leiðin- legt og einhæft. Hún gekk inn i svefnherbergið og opnaði gluggann upp á gátt fyrir skæru sólskin- inu, sveipaði teppi um Mike og bar hann fram á bað. Aldrei hafði Liz bleytt sig svona mikið á næturnar. Það var alveg sama hvað hún gerði, þett.a var alltaf sama erfiðið á hverjum morgni. En son- urinn virtist ekkert hafa á móti þessu. Hún klæddi hann úr og hann saug þumal- fingurinn hinn ánægðasti og sparkaöi fót- unum i allar áttir. — Litli heimskinginn minn, sagði Angela bliðlega. Hún lét renna i baðkerið og setti hann i það. Eins og alltaf náði hann i sápuna og beit vel i hana, áður en hún náði henni af honum og svo blés hann stórar sápukúlur. Einkennilegt að börn skyldu yfirleitt vaxa upp, hugsaði Angela. Liz hafði verin ennþá verri. Hún hafði borðað alls kyns óþverra, mold, sand og kolasalla. 1 barnavagninum veifaði Mike hringlu, sem Liz hafði eitt sinn átt og þá gat Angela farið að laga til eftir helgina. Hún setti útvarpið á fullan styrk svo hún losn- aöi við að hugsa um það sem hún var að gera. Maður mátti ekki einbeita sér um of að þvi að þurrka ryk, búa um rúm og þvo. Þá gerði maður sér grein fyrir að maður var ekkert annað en vinnukona, illa útlit- andi i gömlu pilsi og peysu með harðar snarpar hendur. Hún tók sunnudagsblaðið af skrifboröi Jimmys og nam staðar með augun á dagatalinu. Hún rétti fram höndina og reif sunnudaginn af og meöan hún vöðlaði snepilinn saman i lófa sér, staði hún á daginn sem kominn ar. Það var afmælis- dagur hennar! — Jæja, jæja, sagði hún upphátt. Jimmy hafði ekki munað það, en það sem verra var, hún hafði gleymt þvi sjálf... Hversu auðmjúkur og þýðingarlaus gat maöur eiginlega orðið. Svolitið æst þurrkaði hún af skrifborð- Angelu fannst illa gert af Jimmy að gleyma afmælis deginum hennar, eins og hún lagði hart að sér við að halda húsinu hreinu og elda ofan í hann og börnin inu og sfðan leit hún á sjálfa sig i speglin- um. Hún leit ekki sem verst út til að vera 29 ára, en var ekki eitthvað leiðinlegt við hana, eitthvað fölnað? Var ekki eftirvænt- ingarsvipurinn horfinn? Það var afmælið hennar og allt sem hún gerði, var að geysast um húsið með af- þurrkunarklút og bursta. Mike kjökraði i vagninum og hún hrökk við. Nei, þáð var vist ekkert hægt við þessu að gera. Hún gekk fram i eldhúsið til að búa til afmælis- hádegisverð úr soðnurn eggjum, brauði og smjöri handa sjálfri sér og barninu. Eggin voru þegar farin að sjóða, þegar hún lagði frá sér brauðhnifinn og sagði hátt: —Nei, ég vil það ekki! Hún slökkti á eldavélinni, hljóp inn i herbergi og reif af sér fötin. Hún fór i nýjar sokkabuxur og nýju buxnadragtina utan yfir. Nokkrum minútum siðar gekk hún hratt niður High Road með Mike, sem sat i vatninum og naut lifsins, eins og aðeins litil börn eru fær um. Hann tuggöi vettl- inginn sinn og horfði á heiminn meðan mamma hans gekk greitt inn i stóra snyrtivöruverzlun. Angela mátaði i rólegheitum hárkollu eftir hárkollu, áður en hún tók ákvörðun. Hún valdi eina, sem féll vel við ljósa hárið hennar, en var þykkri og siðari og borgaði hana án minnsta samvizkubits. Meðan hún beiö þess að fá til baka, brosti hún ánægð framan i sjálfa sig i speglinum. Miklu betra! Stúlkan sem brosti til hennar úr speglinum, leit út-eins og stúlka, sem gerir sér grein fyrir þýð- ingu sinni, sem vissi að hún var eitthvað. Angela gekk ánægð út og ók vagninum og Mike að stóra vöruhúsinu. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.