Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 36
rödd hennar óskýra. — Væri það svo ótrúlegt? — í mínum augum væri það, en mig langar samt til að vita hvort það voru þínar eigin tilfinningar eða mínar sem þú varst að mæla. — Skiptir það máli? Hann tók upp nýja sígarettu og kveikti í henni.— Þú verður kannske fyrir áfalli, en ég vil giftast þér, ef þú vilt mig. Hann brosti með samanbitnum vörum. Ef þú ætlar að segja, að þetta hafi ég sagt áður fyrir tíu árum, þá gerðu það og fullnægðu illkvittni þinni, en það hefur ekki liðið einn dagur allan þennan tíma, svo ég haf i ekki þráð þig- — Ég á erfitt með að trúa því. — Er það, GaytRöddin var lág og blíðleg. Hún sneri sér að honum, óhamingjusöm og ringl- uð. — Það hlýtur að vera ástæða, skýring á því sem gerðist fyrir tíu árum, Nick. Ég held að ég sé ekki reiðubúin að trúa því sem þú segir, en samt langar mig að heyra það. Það var önnur, ekki satt. Hann hló lágum, hæðnislegum hlátri. — Jú, stór og feitur yfirmaður í herdeildinni. Ég vonaðist til að fá nokkra aukafrídaga og hann féllst á að við skiptum um númer og skipsskráningarskjöl. Það var ekki auðvelt að fá hann til þess, en með 140 pund í höndunum lét hann loks undan. Hann heyrði hana grípa andann á lofti og f lýtti sér að halda áf ram. — Það er ekki eins ótrúlegt og það virðist. Ég hafði verið færður yfir í aðra deild, þar sem enginn þekkti mig, enginn vissi hvernig ég leit út. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af af leiðingum fyrr en á Kýpur þremur dögum síðar, en ég hugsaði ekk- ert um það þá. Það eina sem ég var að hugsa um, var að ég hafði fengið nægilegan tíma til að gera þig að heiðarlegri konu. Hann gretti sig. — En jaf n- vel best skipulögðu áætlanir geta farið út um þúf ur. Hann tók langan reyk af sígarettunni og andvarpaði þungt. Gaybrielle beið og þorði ekki að opna munn- inn. Loks hélt hann áfram, hljómlausri röddu og eins og hann þyrfti að draga hvert orð upp úr djúpi gleymskunnar. — Þegar ég var á leiðinni til móts við þig í Caxton Hall, varð ég undir olíubíl í grennd við Chatham og síðan veit ég ekkert fyrr en ég komst smám saman til meðvitundar á hersjúkra- húsi sex vikum síðar. Mér var sagt, að ég hefði margbeinbrotnað, og verið tvíhöfuðkúpubrotinn þar að auki. Hann sló öskuna kæruleysislega af sigarettunni. — Það er öll sagan, sagði hann loks hörkulega. Gaybrielle lyfti höndinni. — Ef þetta er satt, hvers vegna fékk ég þá ekki að vita um slysið? Hún leit á hann með efasemdasvip. — Og hvers vegna stóð ekkert í blöðunum um slysið, ef það átti sér raunverulega stað? — Það stóð þar. Hann strauk sér um ennið og hrukkan dýpkaði.— Ég hét bara Lyleham undirfor- ingi i þeim fréttum. Sjúkrahúsið sendi út nafnið og númerið á merkinu, sem ég var með um hálsinn, þegar ég var lagður inn. Logie Maitland getur sagt þér það. Þá kynntumst við. Hann var í herþjónustu á sjúkrahúsinu þá. Hann sneri sér við og leit fast á Caybrielle.— Ég var þarna í átján mánuði og þegar ég kom aftur til Cambridge, gat ég ekki komist að neinu öðru um þig, en að þú hefðir gifzt einhverjum Robert Allen og byggir einhvers staðar í grennd við London. Ég hitti stúlku frá Kaupmannahöfn og bjó með henni í nærri f jögur ár. Hún var góð og skiln- ingsrík og ég hagnýtti mér filfinningar hennar í minn garð en ég elskaði hana ekki. Hins vegar var hún hreinasti villiköttur, þegar um líkamlega ást er að ræða. — Þú kvæntist henni ekki? — Nei, hún komst að því að hún mundi hafa það betra með f lugmanninum sínum og eftir því sem ég best veit, er hún ákaflega hamingjusöm á litla, danska heimilinu sínu. Ég fékk jólakort frá henni í fyrra með mynd af þremur pattaralegum krökk- um. Gaybrielle lyfti brúnum. — Þínum eða flug- mannsins? spurði hún stríðnislega. — Hans. Hann drap í sígarettunni og fleygði stubbnum yfir öxliná út um opinn gluggann. — Ég hef verið alveg hreinskilinn við þig, Gay. Getur þú ekki verið það líka við mig? Ég elska þig og hvað sem kann að hafa gerst í líf i mínu, kemur það þeim filfinningum ekkert við. Tilfinningar mínar hafa ekkerf breytzt á tíu árum. Það eru ekki margir menn á minum aldri, sem geta sagt það sama. Gaybrielle sá skyndilega David Glennister fyrir sér. — Hefur hann svona tilfinningar? — Hann hver? Hún sneri sér undrandi að honum. — Glennister? Leiðinlegur eins og þokugrár mánudagsmorgunn. Hún rétti út höndina að kveikjulyklinum. — Það er orðið framorðið, Nick. Hann stöðvaði hönd hennar og hélt fast um hana. — Þú getur ekki gif zt honum, Gay. Hann elskar þig ef til vill á sinn hátt, en í guðs bænum, hvers konar maður yrði hann þér? — Kannske tilitssamari en þú, svaraði hún alvar- leg. — Það getur verið, en hann elskar þig ekki. Ást spyr ekki um smámunalega mannasiði eða skyn- semi. Geturðu svarið, að David Glennister haf i sýnt minnsta neista af mannlegum tilfinningum af ein- hverju tagi? Þú elskar hann ekki meira en ég. Hún reiddist, en ástæðan var öllu heldur von- brigði yfir að geta ekki vísað á bug þrá sinni til Nicks, en hitt, að henni sárnaði fyrir hönd Davids. — Það er ekki svo einfalt, Nick. Maður getur ekki meðhöndlað fólk eins og sálarlausa hluti. Ég er trú- lofuð David og ég vil ekki særa hann. — Þú ert þá reiðubúin að lifa líf inu sem eiginkona hanstil að komast hjá því. Hvaða áhrif heldurðu að slíkt hafi á Melissu? — Það veitir henni öryggi og naf n, sem hún getur borið sem sitt eigið, svaraði hún rólega. — Er mitt ekki nógu gott? Hún hefur ekki meiri rétt til neins annars. Hún greip fyrir augun. — Viltu vera svo góður, Nick. Segðu ekki meira í kvöld. Ég verð að fá tíma til að hugsa. Hann andvarpaði. — Ég hef haft tíu ár til að hugsa, það er enginn vafi í sál minni. — Þú þarftekki að taka tillittil Melissu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.