Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 17
Við höfum 10 miMjarða staðreynda í höfðinu Þau 1375 grömm af gróu efni, sem mannsheilinn er, rúmar mikía orku. Heilinn stýrir skapi okkar, og draumum, en mikill hluti starfseminnar er ennþá ráðgáta ÞAÐ ætti ekki að vera nauðsynlegt að skrifa niður simanúmer eða gera lista yfir það sem vantar úr búðinni. Heilinn ætti auðveldlega að rúma þessar einföldu staðreyndir. En það er bara þannig, segja þeir sem vit hafa á, að einungis einn af hverju þúsundi lætur heila sinn vinna það verk, sem hann er gerður til. Pæst okkar gera sér grein fyrir, hversu stórkostlegan útbúnað við höfum innan i höfuðkúpunni. Hins vegar er mestur hluti þessa utbúnaðar ónotaður að öllujöfnu. Hugsum okkur, að öll rafeindatæki hins vestræna heims væru pressuð saman i eina köku, væri sú kaka mun einfaldari en þau 1375 grömm af gráu efni, sem við köllum mannsheilann. í höfðinu komum við fyrir tvisvar og hálfu sinni fleiri staðreyndum en fullkomnustu tölvur heimsins. Við getum geymt þar alla þá vitneskju, sem finna mætti i þeim fimm milljónum binda, sem bókasafn British Museum ræður yfir. Ef við settumst niður með blað og blýant til að skrifa niður allt, sem við vissum, vur eru flókin tæki, en taka mun að minnsta kostiþúsund ár að gera tölvu, sem tekur •"annsheilanum fram. hefðum við ekki annað að gera 24 stundir á sólarhring næstu tvö þúsund árin. í heila okkar eru um 13 þúsund milljónir fruma, sem sifellt eru að túlka, leggja á minnið, og taka við merkjum, sem þeim berast með 480 km hraða á minútu. Merkin koma ekki aðeins frá helztu skilningarvitum okkar, augum, eyrum, nefii . og tungu, heldur einnig 3,5 milljón- um tilfinninganema og 500 þúsund öðrum taugastöðvum i húðinni. Heilinn hvilist aldrei, en þrátt fyrir það nota flest okkar aðeins 10% -12% af hæfni hans. Hægt er að finna „andlega þreytu" á mörgum stöðum i likamanum, en heilinn sjálfur virðistaldrei þreytast. Með öðrum orðum: við göngum með geysi- mikið af ónotaðri orku i okkur, en vitum bara ekki, hvernig á að nota hana. Dr. Wilder Penfield, þekktur heilasér- fræðingur, við McGill háskólann i Montreal i Kanada, telur að birgðir heilans af vitneskju, séu undir stjórn „mælaborðs" sem sé svo næmt og flókið, að það taki út yfir allt, sem við getum imyndað okkur. Þvi miður nýtum við sjaldnast þessar miklu birgðir vitneskju. Að visu höf- um við varasjóð, sem við gripum til i ýtrustu neyðartilfellum og við getum án mikillar fyrirhafnar orðið okkur úti um vitneskju, sem við höfum áhuga á og telj- um mikilvæga. Drengur, sem ekki getur munað ártöl úr mannkynssögunni, getur til dæmis þulið upp stigatöflur og markatölur úr eftir- lætisiþróttagrein sinni. Hann man líka þær tölur, sem eru orðnar margra ára gamlar. Þrátt fyrir margra ára rannsóknir er enn mjög litið vitað um dulda krafta mannsheilans eða hvað hæfni hans er I raun og veru mikil. Vitað er þó, að venju- leg manneskja mun geta gert það, sem krefst tvöfalds andlegs erfiðis á við það sem talið er eðlilegt. Við göngum um með mesta tækniundur heimsins i höfðinu og sérfræðingar telja, aö það taki tæknina að minnsta kosti 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.