Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 6

Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 6
Um Elizabeth Bretadrottningu: Fataval drottningarinnar skiptir miklu máli Hún er líka mjög smekkleg, segja tízkuteiknararnir þrír, sem teikna fötin hennar Teikning Ian Thomas af krepsilkikjóin- um, sem drottningin nota&i viO móttöku I þinghúsinu I Canberra. Trúlega þykir mörgum klæðnaður drottningar vera slíkt smámál, að ekki ætti að fjalla um hann á opinberum vettvangi. Bretar hafa þó komizt að raun um, að svo er ekki. Þeir segja, að fátt sé þýðingarmeira, þegar drottn- ing leggur upp í opinbera heimsókn svipaða þeirri, sem hún fór nýlega í til Ástraliu og Nýja Sjálands, en að velja klæðnað hennar vel. Elizabeth Bretadrottning hefur löngum gert sér grein fyrir þvi, aö almenningur hefur meira gaman af aö viröa fyrir sér fötin, sem hún klæöist, heldur en aö hlusta á langa og leiöinlega ræöu. Miklum tima er eytt i aö velja drottn- ingunni föt, og kostna&urinn sem fór I fatakaupin, skilaöi sér rikulega hvaö viö kemur Astraliuferöinni, sem drottningin fór 11 tilefni af þvi, a& hún haföi veriö viö völd I Englandi I 25 ár. Hvorki mótmælaóp né mótmælaspjöld og fánar andstæöinga gátu dregiö athygli fólksins frá drottningunni sjálfri, útliti hennar og framkomu. Drottningin er nú 51 árs gömul, og margir segja, aö hún veröi glæsilegri meö hverjum deginum sem liöur. Hún gætir sin vel aö fitna ekki, og enn á hún auövelt meö meö aö fá fatnaö I stærö 12, og meira aö segja kemst hún I 10. Þrír tizkuteiknarar. Þrlr tízkuteiknarar eru haföir meö I ráöum, þegar drottningin fær sér ný föt. Þaö eru Sir Norman Hartnell, sem sér um hátlöaklæönaöinn og Hardy Amies og Ian Thomas sem velja hversdagsklæönaö drottningarinnar. Drottningin heldur sjálf fundimeöþessum tizkuteiknurum, og hún lætur engan innan konungsfjölskyldunnar hafa áhrif á klæðaval sitt. Hún neitar algjörlega aö ganga I nokkru þvl, sem er allt of nýtlzkulegt eöa áberandi. Ekki vill hún heldur ganga I mjög ibúröarmiklum fötum, sem gætu valdiö öfund meöal kvenna almennt, sem sjá hana og fylgjast meö henni, þar sem hún fer. Hversdagslega þykir henni gott aö vera I fremur vlöum fötum, sem ekki falla þétt aö, og eru meö nokkuö viöum ermum. Hvaö viökemur fatnaðinum, sem valinn hefur veriö vegna 25 ára rlkisstjóra- afmælis hennar, þá má segja þaö, aö hann fylgir I einu og öllu ströngustu kröfum, sem hún sjálf gerir til klæönaöar slns. Hattar eru ekki látnir slúta fram yfir enniöeöa skyggja á andlitiö, og kjólasldd- in er ætiöhinsama, og alltaf nokkuö niöur fyrir hné. — Þarna sjáiö þiö. Þaö var rétt hjá mér aö vera ekki að stytta kjólana mlna, sagöi drottningin, þegar mini-tlzk- an komst aftur á undanhald. Slöir kjólar veröa aö vera eftir settum regluin. Þaö mega ekki vera á þeim slóöar, sem geta oröiö til þess aö tauga- óstyrkir stjórnarerindrekar eiga á hættu aö stlga ofan á þá. Svartir og ljósrauöir litir eru algjörlega bannaöir. — Mér líður vel I þessum fötum. Ég get gleymt þeim um leiðog ég er komin I þau, segir drottningin um fötin, sem Ian Thomas hefur valiö henni. Hann, sem og hinir tlzkuteiknararnir tveir, flettir dag- blöðunum af miklum áhuga á meöan drottningin er á feröalögum til þess aö sjá föt hvers þeirra koma oftast fram, ef svo má segja. Augljóst var, aö unglegu dagkjólarnir hans — úr köflóttu silki og meö rósa- mynstrum.eðstuttum ermum og ofurlitið felldum pilsum — nutu mestra vinsælda hjá drottningunni. Skærir litir Þaö hefur lengi veriö skoöun þeirra Sir Normans Hartnell og Thomas, sem eitt sinn unnu saman, aö kjólar drottningar- innar eigi aö vera i skærum litum, og glæsilegir. Jan Thomas á litla verzlun á Motcomb Street, Knightsbridge i London, þar sem viðskiptavinir á borö við hertogafrúna af Westminster og Katy Boyle greiöa gjarnan 145 pund fyrir dag- kjól, eöa um 50 þúsund krónur. Thomas var sérlega ánægöur meö, 6

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.