Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 10

Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 10
BAUKA-JÓN VIGFÚSSON HÓL ABISKUP JÓN sýslumaöur Vigfússon var ekki af baki dottinn, þó að hann missti sýslu- mannsembættið. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar áriö 1673 til aö fá leiörétt- ingu sinna mála i konungsgaröi. Þá var Pétur Griffenfeldt kanzlari Danakonungs og réöi hann öllu, er hann vildi. Hann var skósmiöur aö menntun og komst inn á konung meö óskiljanlegum hætti. Jón Vigfússon kom sér f mjúkinn hjá kanzlar- anum og var óspar á fé. Taliö er, aö hann hafi gefiö honum 1000 rlkisdali og var þaö mikiö fé á þeirra tfma mælikvaröa. Taliö er aö kanzlari hafi sæmt hann magisters- nafnbót, þvf lfklega hefur Jón yngri aldrei lokiö háskólaprófi, aö minnsta kosti sjást þess engin merki f bókum Kaupmanna- hafnarháskóla. En öruggt er, aö Jón Vig- fússon bar nafnbótina, er hann kom aftur til Islands og haföi upp á hana bréf. Þau tiöindi uröu áriö 1669, 15. júni, aö magister Þóröur Þorláksson var skipaöur varabiskup i Skálholtsstifti og átti að taka viö,þegar magister Brynjólfur Sveinsson léti af embætti eða félli frá. Engin laun átti magister Þóröur að fá meöan hann var varabiskup. Þetta fordæmi notaöi Jón Vigfússon sér meö góöum árangri. Hann fékk Pétur Griffenfeldt kanzlara til aö gefa sér von- arbréf fyrir Hólabiskupsdæmi og var bréf þar upp á gefið út af konungi 12. mai 1674, og var þar fullgilt aö öllu leyti, og skyldi Jónyngri taka viö biskupsembætti, þegar Gisli biskup Þorláksson léti af embætti eða félli frá. Jafnframt gaf konungur út annaö bréf 5. mai 1674, þar sem magister Brynjólfi biskupi Sveinssyni var skipaö aö vigja Jón Vigfússon biskupsvigslu. 10 Þaö er athyglisvert, aö konungur skyldi leggja svo fyrir, aö Jón Vigfússon yröi vigður á íslandi, og er hann fyrsti lútherski biskupinn, er var vigöur hér á landi. En sennilega er ástæöan fyrir þvi sú, aö Jón haföi ekki tilskilin próf, svo hann gæti hlotiö vigslu i Danmörku. Af þeim sökum hefur kanzlari konungs, Pétur Griffenfeldt, tekiö þaö tii ráðs, ör- ugglega aö ráöum og undirlagi Bauka- Jóns, að skipa Brynjólfi Skálholtsbiskupi aö framkvæma vigsluna heima á Islandi, þar sem ekkert eftirlit var meö slíku á neinn hátt, og gefiö honum jafnframt viö- hlítandi nafnbót, eins og um háskólalærð- an mann væri aö ræöa. Um voriö 1674 kom Jón Vigfússon út til Islands og birti þegar konungsbréf sin á löglegan hátt og gekk eftir vigslunni hjá magister Brynjólfi biskupi Sveinssyni, sem var fremur tregur til þess aö fram- kvæma hana. Svo er aö sjá af athugasemd einni f bréfabók Brynjólfs biskups, að honum hafi hrosiö hugur viö aö vígja Jón yngri Vigfússon til biskups. En Jón gekk fast eftir vigslunni, og varö Brynjólfur biskup að hlýönast fyrirskipunum kon- ungs og vígja Jón biskupsvigslu. Biskupsvigslan fór fram i Skálholti 23. ágúst 1674. Viö það tækifæri lagöi magist- erBrynjúlfur Sveinsson út af þessari ritn- ingargrein, og þótti mörgum hann velja sér heppileg orð úr hinni helgu bók: „Hver sem ekki kemur inn i sauðahúsið gegnum dyrnar, sá er þjófur og morö- ingi”. Sýnir þaö betur en nokkuö annaö, hve ljúf Brynjólfi biskupi var þessi vigsla. En I raun réttri var hér meira í máli. Þessi óljúfa undirgefni magisters Brynjólfs biskups Sveinssonar við kon- ungsvaldiö var dæmigerð um lagaskipun aldarinnar. Meö siðskiptunum varð kon- ungsvaldiö allsráðandi yfir kirkjunni, og voru biskupar og aörir embættismenn hennar þjónar konungs, og urðu aö lúta honum og hlýöa i einu og öllu eins og aörir embættismenn. Þetta var mikil breyting frá þvi, sem áður var, og hafði óholl áhrif á Islandi. Meö vigslu Bauka-Jóns til biskups I Skálholtisumariöl684, voru fjórir biskup- ar á Islandi i einu eða samtimis, og var þaö algjört nýmæli og haföi aldrei oröiö fyrr i sögu landsins Einnig haföi það aldrei borið viö, aö sýslumaður væri skip- aöur biskup, eöa réttara sagt sá maöur, er haföi látiö af þvi embætti sökum embætt- ismissis. 6. Þegar Jón Vigfússon var orðinn lögleg- ur og vigöur varabiskup til Hóla i Hjalta- dal, settist hann að búi sinu á Leirá I Borgarfirði. Hann var stórauöugur, og haföi mikla umsýslu i búskap og verzlun. Hann græddi að öllum likindum — og eftir þvi sem hann bar sjálfur síöar mest á launverzlun meö tóbak og fleiri litt nauö- synlegar vörur, er hann keypti af hol- lenzkum duggurum. Hann taldi sjálfur sér þaö til málsbóta siðar, aö hann heföi gert þetta, sökum þess, að hann heföi ekki haft neinar embættistekjur. En borgar- legar hugsjónirhafa lika ráöiö hér nokkru um. Svo greinir ein heimild, að hann hafi mjög á þessum árum, lagt sig eftir guð-

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.