Heimilistíminn - 28.04.1977, Side 19
Sykurkaka
2 egg, 2 dl sykur, 2 tsk. vanillusykur eöa rifinn börkur af 1/2 sftrönu eöa rifinn börkur af 1
appelsinu eöa 1 stappaöur banani, 3 dl hveiti, 2 tsk. iyftiduft, 50 g smjör eöa smjörliki, 1 dl
mjóik eöa rjómi.
1. Stilliö ofninn á 175 stig.
2.Smyrjið velform, sem tekur 1 l/2lltra.
3. Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið bragðefnunum út i.
4. Blandiðhveitioglyftiduftisaman og bræðið smjörið.
5. Blandið nú þurrefnunum út 1, og sömuleiðis bræddri fitunni og rjómanum. Hræriö þar til
deigið er jafnt.
6. Hellið deiginu I formið og bakið i ca. 45 min.
DRAUMATERTA
3egg, 11/2 dl sykur, 1 dl kartöflumjöl, 1 tsk. lyftiduft, 2msk.kakó.
Fyliing: 11/2 dl rjómi, 50 g saxaðar heslihnetur eða möndlur.
1. Stillið ofninn á 250 stig.
2.Setjiðsmjörpappir innan i langt þunnt form, eða smyrjið formið vandlega, ef ekki er notað-
ur smjörpappfr.
3. Þeytið egg og sykur vel.
4. Blandið hveitinu út I og einnig lyftidufti og kakó. Hræriö hratt saman.
5.Setjiðdeigið I formið, og bakiði miðjum ofninum i ca. 5 minútur.
6. Hvolfið siðan kökunni yfir á sykraöan pappir og látiðhana kólna undir forminu, sem hún var
bökuð i.
7. Þeytið rjómann og blandið hnetunum saman við. Breiðið fyllinguna yfir kökuna og rúllið
kökunni saman eftir lengdinni. Látið kökuna kólna vel áöur en hún er borin fram.
AMBRÓSÍUKAKA
150 g smjör eöa smjörliki, 3 egg, 2 dl sykur, rifinn börkur af 1 appelslnu, 2 1/2 di hveiti, 1 tsk.
lyftiduft.
Glassúr:2 dl flórsykur, 2msk. appelsinusafi, ca. 1/2 dl marmelaði.
l.Stillið ofninn á 175 stig.
2.Smyrjð vel innan form, sem tekur ca. 11/2 litra.
3. Bræðiö smjöriö og látiö þaö kólna.
4. Þeytið eggin og sykurinn vandlega. Bætiðfeitinni og appelsinuberkinum út i.
5. Blandið saman viö hveiti og lyftidufti. Hræriö fljótt saman viö deigið.
6. Hellið deiginu i form og bakið I ca. 45 min.
7. Takiðkökuna úr forminu og látiö hana kólna.
8. Blandið saman flórsykri og appelsinusafanum i glassúr.
9. Breiðið hann yfir og stráiö appelsinuberkinum rifnum yfir. Einnig má strá söxuðum möndl-
um yfir kökuna.
Gott getur verið að skera niður 3 meöalstór epli og stinga sneiðunum i degið i forminu. Þá
þarf hins vegar að lengja bökunartimann um ca. 10 minútur.
HNETU-SUKKULAÐIKÖKUR
40 stk.
100 g smjör eöa smjörlfki, 150 g suöusúkkulaöi, 2 egg, 2 dl sykur, 2 dl hveiti, 1 tsk lyftiduft, 50 g
saxaöar hnetur.
1. Stillið ofninn á 200 stig.
2. Brjótið niður súkkulaðið og látiö það bráðna með smjörinu yfir heitu vatni.
3. Þeytið á meðan egg og sykur.
4. Hrærið bráðið súkkulaði og smjör saman við.
5-Blandið hveiti og lyftidufti út i og hrærið vel.
6. Breiðiö deigið út á velsmuröa plötu, 20x30cm á stærð. Stráið söxuðum hnetunum yfir.
7. Bakið i ca. 20 min., eða þar til kakan hefur fengiðá sig fallegan lit.
i 3x5 cm stykki. Látið hana kólna á plötunni.
19