Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 23
„Þarna... þarna... þarna er það,” stamaði
hann.
Og nú sá Tóti það lika, næstum samtimis.
Það hafði komið fram undan hæðinni, hægra
megin, og virtist nú skyndilega miklu nær en
þeir höfðu haldið. Þetta var stórt, þrekvaxið og
dökkbrúnt dýr, sem gekk jöfnum, ákveðnum
skrefum beint i á( tina til þeirra. Það laut höfði
til jarðar likt o; þ. ð væri að leita að einhverju.
Þetta var bjorninn, — skógarbjörninn.
í fyrstu urðu báðir drengirnir alveg utan við
sig af hræðslu og gátu ekki hreyft legg né lið.
En þegar þeir komu til sjálfra sin á ný, tóku
þeir strax til fótanna, svo sem mest þeir máttu.
En rétt á eftir námu þeir staðar.
Þeir höfðu gleymt kálfinum.
Þeir þutu strax til baka, án þess að segja
neitt, þrifu kálfinn upp á milli sin og hlupu með
hann eins hratt og þeir gátu, beinustu leið í átt-
ina til selsins. Og þeir skeyttu þvi engu, þó að
þeir rifu fætur sina á feyskjum og lyngi, hugs-
uðu aðeins um að nálgast selið sem fyrst.
,,Ég vildi bara, að amma væri komin út i
mýrina,” sagði Tóti við sjálfan sig, ....hún
verður að vera komin þangað.
Hann leit til baka. Björninn nálgaðist óðum.
Hann virtist miklu nær þeim en fyrr. Nú sást
mjög greinilega, hvað hann var stór og þrek-
vaxinn.
„Reyndu að flýta þér meira, Jón,” stamaði
hann.
En það var hreint ekki auðvelt fyrir þá að
fara hratt yfir, með kálfinn á milli sin. Tóta
fannst, að lyngið væri helmingi hærra og erfið-
ara yfirferðar en fyrr, og leiðin upp hæðina
helmingi lengri en niðureftir. Hann mátti ekki
hugsa til þess, að björninn næði þeim. Þá yrðu
þeir að skilja kálfinn eftir.
Nei, það mátti alls ekkikoma fyrir. Þeir urðu
að geta komizt undan honum.
Þá heyrðu þeir loksins að amma kallaði
skammt frá þeim. Þeir gáfu sér ekki tima til að
svara, hlupu aðeins, eins og mest þeir máttu.
En örstuttu seinna komust þeir efst upp á hæð-
ina og flugu þá beint i fangið á ömmu, sem
hafði gengið upp hæðina með Barð litla, hinum
megin frá.
,,En ..blessaðir drengirnir.” sagði amma
mjög undrandi og horfði ýmist á þá eða kálf-
inn,... ,,hvað er hér eiginlega um að vera?”
,,Bjö... bjö... björninn.” stamaði Tóti...
,,Hann er hérna rétt á eftir okkur.”
Amma hrökk við.
En svo spurði hún rólega: ,,Hvar er björn-
inn?”
,,Hann er þarna!” sögðu drengirnir báðir
samtimis og sneru sér við til að benda á hann.
En ... hvað var orðið af birninum?... Þeir
horfðu og horfðu en sáu hann hvergi, — og þó
hafði hann áreiðanlega verið þarna fyrir stuttri
stundu.
Amma hló lágt.
,, Jú, það er alveg rétt, drengir minir, hann er
þarna,” sagði hún og benti. ,,Það er vist
áreiðanlega hann. En ég held, að við þurfum
ekkert að flýta okkur.”
Drengirnir störðu ákaft þangað, sem amma
benti, og komu auga á hann innan skamms.
Hann lá á bakinu á grasbala nokkrum og bað-
aði út öllum öngum, eins og hann væri að leika
sér að löppum sinum. Hann var miklu fjær en
þeir höfðu haldið, og nú fannst þeim hann alls
ekki eins hrollvekjandi og fyrr.
,,Hann ... hann... hann er að leika sér,”
stamaði Tóti. Hann ætlaði tæpast að trúa sin-
um eigin augum.
,,Já, hann er vissulega að leika sér,” sagði
amma og brosti... ,,og nú virðist hann ekki
lengur mjög hættulegur, eða finnst ykkur það
nokkuð?”
,,Nei,” sagði Jón og kom nú loks upp orði.
,,Ég vissi ekki, að birnir léku sér eins og
krakkar.”
„Jú, það gera þeir einmitt,” sagði amma, —
„jafnvel rándýrin leika sér, þegar þeim liður
vel.
„Heldurðu, að hann hafi séð okkur?”spurð
f Tóti. Hann var enn ekki grunlaus um, að
björninn gæti komið á móti þeim með gapandi
gin.
„Nei, hann hefur áreiðanlega ekki séð okk-
ur,” sagði amma. Birnir eru nærsýnir, og vind-
urinn kemur úr þeirri átt, þar sem hann er, svo
að hann getur ekki heldur fundið neinn þef af
okkur. En ef til vill veit hann um mýrina okkar
með multuberjunum”.
„Og þá kemur hann hingað”, sagði Jón.
„Já, það er vel hugsanlegt,” sagði amma,
„og þess vegna skulum við halda sem fyrst
heim að selinu. „En þegar ég sé björninn þann-
ig, þá er ég ekki næstum þvi eins hrædd við
hann og þegar ég sé aðeins sporin hans,” bætti
hún við hlæjandi.
Þau horfðu stundarkorn á þetta stóra dýr,
þar sem það lá og lék sér á grundinní grænu.
Þvi næst sneru þau sér að hreindýrskálfinum,
23
J