Heimilistíminn - 28.04.1977, Side 25

Heimilistíminn - 28.04.1977, Side 25
„Við höfum fengið gest i berjamýrina okkar.” Jón og Bárður litu i fyrstu undrandi til henn- ar, en Tóti hafði strax hiaupið af stað út i dyrn- ar. Og nú sáu drengirnir vissulega óvænta sýn. Björninn var reyndar kominn i berjamýrina, sem var þarna rétt hjá selinu, og hámaði i sig berin af mikilli græðgi, svo að saftin rann út úr munnvikjum hans. Það var harla ljóst, að hann var mjög ánægður yfir þvi að hafa fengið svo góðan kvöldverð. Tóti var að þvi kominn að skella upp úr, en Jón og Bárður ætluðu ekki að trúa sinum eigin augum. Var þetta ekki einhver missýning? „Bjö ...björninn,” stamaði Bárður. „Berjaföturnar þinar?” sagði Jón. „Hann étur upp öll berin okkar góðu,”sagði Bárður og leit reíðilega til bjarnarins. „Við verðum að sætta okkur við það,” sagöi amma og brosti. „A meðan björninn gerir eng- um mein, fær hann að éta eins mikið af berjun- um okkar og hann getur.” Rétt i þessu veitti björninn athygli berja- fötunum tveimur, sem þarna voru. Hann gekk þangað, þefaði tortryggnislega að annarri þeirra og sparkaði siðan i hana, svo að hún valt um koll. Berin þeyttust i allar áttir, og björninn hámaði þau i sig af mikilli græðgi. Þvi næst gekk hann að tómu fötunni og rak trýnið niður i hana. En þegar þar var ekkert að fá, sparkaði hann henni frá sér á ný. Meðferð bjarnarins á hinni fötunni var með allt öðrum hætti. Nú var honum orið ljóst, að i þessum skritnu hlutum var hreinasta góðgæti. Hann settist á rassinn hjá fötunni, tók hana á milli framlappanna, stakk hausnum niður i hana og hámaði i sig berin, auðsjáanlega af mikilli ánægju, þvi að hann vaggaði sér fram og aftur, og rumdi og smjattaði, svo að heyrö- ist langar leiðir. „Sjáið þið bara, hvað hann er ánægður,” hvíslaði amma. „En hvað hann er stór og digur,” hvislaði Jón. „Já, þetta er vissulega enginn vesalingur,” sagði amma. „En hvað gerist, ef hann sæi okkur, amma?” spurði Tóti, og það var alls ekki laust við að hann væri smeykur. „Hann hvorki sér okkur né finnur þefinn af okkur. Auk þess heldur hann, að selið sé tómt,” svaraði amma,” „Hann hefur vafalaust fylgzt með þessari multuberjamýri frá þvi að við fór- um héðan i haust, og er nú kominn til þess að njóta uppskerunnar. Ég bjóst við þvi, að við myndum fá að sjá hann hér i kvöld.” „Var það þess vegna, sem þú hýstir hestana, amma?” spurði Tóti. „Já, það var einmitt vegna þess,” sagði amma og brosti. „Hestar verða alveg ærðir, ef þeir finna lykt af skógarbirni, svo að ég gat bú- izt við að þeir mundu strjúka heim, strax og þeir yrðu varir við hann. Nú hafði björninn tæmt hina fötuna lika. Hann hélt um hana milli framlappanna, og þegar hann fann þar ekkert meira, kastaði hann henni frá sér og rumdi, en sat áfram á rassinum, hinn róleg- asti, og horfði i kringum sig. Þannig sat hann um stund, með hrammana stóru á maganum, og liktist einna helzt gæðaiegum hundi, sem væntir þess að fá meira góðgæti. Þvi næst klór- aði hann sér lítið eitt á bringunni, stóð á fætur og fór að leita að meiri berjum. „A þá að ieyfa honum að éta upp öll berin okkar?” spurði Bárður og horfði reiðilega til bangsa. „Uss,...þú mátt ekkitala svona hátt drengur, þá getur hann heyrt til okkar,” hvislaði amma. En nú var Bárður reiður og hlýddi ekki ömmu. „Þú mátt ekki éta þau öll!” kallaði hann hátt. Björninn hrökk við og hætti strax að háma i sig berin. Hann stóð upp á afturfæturna, starði i áttina til selsins, veifaði hrömmunum, leit siðan allt i kringum sig og rumdi. Amma, Tóti og Jón voru bæði undrandi og eyðilögð yfir þessari framkomu drengsins, bvi að hún gat haft hinar alvarlegustu afleiðingar. En Bárði fannst vist, að nú væri hann kominn i gott talsamband við björninn og kallaði aftur, jafnvel ennþá hærra en fyrr: „Nei, þvi að ég ætla líka að fá nokkur ber, — og þetta er berjamýrin okkar, skal ég segja þér.” Nú þaut Tóti til Bárðar, setti lófann þéttings- fast fyrir munn hans og hvislaði mjög ákveð- inn: „Nú þegirðu alveg eins og steinn.” „Heldurðu, að hann hafi séð okkur?” hvísl- aði Jón. „Nei, hann hefur áreiðanlega ekki séð okkur, hann er of nærsýnn til þess að geta það. En hann heyrði örugglega til Bárðar, eins og þið sáuð,” hvislaði amma...,,Hvað skyldi hann annars vera að hugsa um núna, karlinn?” Þau horfðu öll ákaft til bjarnarins. Jafnvel Bárður var alveg hljóður. Honum hafði nú 25

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.