Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 11

Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 11
velti flöskunni langa stund fyrir sér, og hóf að taka utan af henni umbiíðirnar, sem vorumjög margfaldar, margvafðar tuskur, pappir og fleira. Prestur hafði heyrt heimilisfólk bönda talaum flösku,er bóndigeymdiá hillu við höfðalagið i rúmi slnu, og enginn mátti snerta néhreyfa. Hann hafði aldrei komiö auga á hana fyrr, en var nú vitandi, hversu hún var búin, og áttí eftir að kynn- ast fleiru I sambandi við hana. Hann fylgdist vel með hverri hreyfingu bónda, og var þvi meir undrandi, sem fækkaði vafningunum um flöskuna. Hann hafði heyrt að bóndi færi með galdra- kúnstir nokkrar, en hann hafði einnig sjálfur gert það, og af þeim sökum hafði hann aldrei minnzt á þetta við sóknarbarn sitt, og er það skiljanlegt. Böndi hélt áfram að vefja utan af flösk- unni og kom þar eftir langa mæðu, að tuskur, riur og pappir þraut, og viðtók margfaldur liknarbelgur. Þegar hann kom aö honum hóf hann að tuldra fyrir munni sér einhverja óskiljanlega þulu með seiðandi og magnþrungnum áherzl- um. Hann þuldi lágt og rólega og skildi prestur ekki eitt einasta orð. Honum fór nú alls ekki að verða um sel og fór ónota hrollur um hann. Hann fór að verða vit- andi þess, að bóndi var honum langtum fremri I galdrinum og fór hreinlega að óttast afleiðingar fjölkynngi hans. Þar kom, að prestur bað bónda að hætta i öllum guðanna bænum. En bóndi svaraöi, að það gerði hann alls ekki, þvi hann ætl- aði að sýna honum i tvo heimana. Hann sagði honum að vera rólegur, annars hlyti hann verra af. Prestur tók nú þann kost aö hlýða bónda i einu og öllu. , Þegar bóndi hafði rakið allan liknarbelg- inn utan af flöskunni, sá prestur, að upp úr henni rauk mikil gufa móleit og leið hægt Ur stútnum. Gufan þéttist smásam- an, og varð að stelpu. Þekkti prestur bráðlega stelpuna, en hann hafði jarðað hana fyrir nokkrum árum, en hún hafði drukknað þar i keldu I sdkninni. Presti þótti nú grána leikurinn að mun, en þorði sig ekki að hreyfa né mæla nokkurt orð. Þegar stúlkan hafði tekið á sig fulla mannsmynd, og varö alveg eins og hún var ilifanda lifi. Avarpaöibóndi prest, og kvað hann eiga tvo kosti fyrir hendi, ann- ar væri sá, og öllu verri, að stelpan fylgdi honum og niðjum hans i þriðja lið, eða þá aö lofa sér þvi aö gefa honum upp allar skuldir sinar og gera aldrei framar til- raun til að innheimta þær hjá sér, né niðj- um sinum. Presti þóttu þetta hvort tveggja þungir kostir, en draug vildi hann ekki eiga yfir sérné niðjum sinum, og lofaði þvi bónda, að gefa honum eftir skuldir hans að fullu og aldrei reyna að innheimta þær. Rétti hann bónda hönd sina og handsalaði sátt- ina. Efndi hann þetta fullkomlega, enda varö meiraþeimtilsátta um kvöldið.sem bráðlega verður greint. 3 Þegar prestur hafði handsalað bónda sættína og skuldaeftirgjöfina mælti bóndi við prest á þá leið að ekki mætti hann láta stelpunakoma úr flösku sinni, nema að fá henni einhvern starfa. Prestur kvað það verða vandamál nokkuð. En bóndi svaraðihonum, aðhún skildi þjóna þeim I nokkru. Hann bað prest vera rólegan. Siðan skipaði bóndi stelpunni að fara niður á Patreksfjörð og sækja þangað talsvert af brennivihi og tóbaki I selstöðir- verzlunina þar, og færa þeim að vörmu spori um kvöldið og hraða sér mjög þvi hann og prestur ætluðu að gera sér glaða stund eftir þýðingarmikla samninga. Stelpan lagði þegar af stað, Þegar stelpan var farin, bauð bóndi presti að vera hjá sér um nóttina og myndu þeira eiga saman góða stund yfir kaupmannsbrennivlni tæru, hreinu og sterku úr búðum danskra á Patreksfirði. Prestur þá boðið með þökkum og undi vel skamma stund, þar til rættist úr veiting- um, sem þeim báðum, bónda og presti voru að góðu skapi. Þennan dag siöla var aðstoöarmaður kaupmannsins á Patreksfirði við afskrift- ir reikninga I búöinni, þvl þar var ekkert að gera enginn viöskiptavinur þar inni. Búðarþjónninn hafði einhverja ljóstýru til að skrifa við. Allt I einu fdr gustur um búðina og drapst ljósið en um leið sveif svefnhöfgi yfir búðarmanninn. En i sama bili, varð hann þess var, að einhver kom inn um búðardyrnar en hann gat ekki látiö sig það neinu skipta þvi svo máttfarinn var hann. En jafnframt fann hann daun mjög illan leggja um búðina og jók það á máttleysi hans og svefnhöfgi. Nokkru seinna raknaði bUðarmaðurinn úr rotinu og kveikti þá bráðlega á týrunni. En þá blasti við honum skelfileg sjón, gólf búðarinnar flóöi i brennivini. Hann vissi ekki hvað hann átti til ráða að taka en fór samteftir litla stund til kaupmannsins og sagöi honum frá þessu undarlega fyrir- bæri. Kaupmaðurinn kom á vettvang og skildi ekkineitt i neinu, þvi að engin vegs- ummerki sáust eftir mannakomu i búö- ina. Þeirkomust að þeirri niöurstöðu eftir langa og itarlega rannsókn, að hér hefði veriö á ferð einhver andi eða jafnvel sá vondi sjálfur. Féll svo málið niöur. 4 En þaö er að segja frá stelpunni að hún var völd að þessum atburöum I búöinni á Patreksfiröi. Þegar ljósiö var dáið I búð- inni fékk hún sér vænt ilát og fyllti það af brennivíni og siðan tók hún vænar byrgðir af tóbakiog héltsvo til baka en lét leka Ur brennivinsámunni til sanninda um verknaö sinn sem var óhultur fyrir yfir- völdum þessa heims. Að þessu loknu hraðaði hún sem mest ferð sinni heim til bónda þar sem hann beið ásamt sóknarpresti sinum i ofvæni eftir góðum feng úr kaupstaðnum. HUn afhenti bónda brennivinið og tóbakið og \ varð hann hýr á brá, þegar hann fékk fenginn þvi hann var mun meiri, en hann hafði bUizt við. Prestur beið nú milli vonar og ótta, hvað bóndi, vinur hans myndi nú gera við stelpuna, hvort hann kæmi henni fyrir á nýjan leik i flöskunni. En hann þurfti ekki lengi að biða. Bóndi saup hressilega á brennivinsilát- inu, er stelpan færði honum og ávarpaði siðan stelpuna heldur illyrmislega og sagði henni að fara til fjandans og vera þar þangað til hann þyrfti á henni að halda næst. Stelpan hvarf eins og byssu- brennd. Aö þvi búnu settust þeir prestur og bóndi við skák og góðar veitingar aðrar, bæöi i mat og drykk og ekki spillti það gleðinni að nægilegt var af tóbaki til nautnar en báðir voru þeir miklir tóbaks- menn. Að lokinni góðri veizlu um kvöldið fóru þeir bóndi og prestur til hvilu og sváfu af um nóttina. Að morgni gaf bóndi presti góða hressingu af víninu og að þvi búnu fékk hann góðan morgunverð. Að skilnaði gaf bóndi presti vænan ferðapela til að hressa sig á heimleiðinni, og þáði hann það fegins hugar. Ekki reyndi prestur að innheimta skuldina hjá bónda, og stóð hann þannig fullkomlega við gerða samninga. 5 Svo liöu mörg ár, hátt á annan áratug, að prestur var staddur siöla kvölds i búð- inni á Patreksfirði. Hann var orðinn góð- glaöur að vini. 1 búöinni voru staddir nokkrir menn, og þar á meðal sögumaður minn. Allt í einu rétti prestur búðarmanni staupið og lét um leið orð falla eitthvað á þessa leið. Þetta er nú eitthvert hið bezta brennivin sem ég hef drukkið, siöan ég drakk brennivinið góöa sem bóndinn, hann nefndihann og bæ hans, sendi stúlk- una eftir kvöldið góða, er hann hræddi mig til að gefa sér eftir skuldir sinar. En nú er hann dáinn sem betur fer kvaö prestur. Búðarmaður fyllti glas prestsins og spurði hann siðan nánar að atvikum um þetta göða brennivin, sem hann kvaðst hafa drukkiö hjá bóndanum. Prestur sagöi honum nánar frá þvi og tóbakinu sem stelpan færði bónda og þeir neyttu af mikilli ánægju kvöldiö góöa. Að lokinni frásögn prests sagði búðar- maður upp alla sögu er hann hafði dottað um kvöldið i búðinni og vaknað aftur viö það að gólf búöarinnar flóði allt i brenni- vini. Prestur varð auðvitað hálfundrandi yfir þessari sögu, en þeir komu sér saman um aö hér hefðu verið að verki einkennileg töfrabrögð bóndans skuldseiga, sem hafði leikið á prest og búðarmann á sérkenni- legan hátt með einkennilegum galdri, sem er á valdi fárra aö beita. (Heimildir að vestan) 11

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.