Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 32
FRAMHALDSSAGAN 2 L ey ndar mál eftir Jan Roffman ar, þegar næstum enginn færi með lestinni til Hallinge. Hann hafði ekki séð hana. Hún var næstum viss um það. En þegar hún stóð fyrir framan spegilinn i litla leiguherberginu i Bastugötu gerði hún sér ljóst, að enda þótt hún hefði hor- azt, enda þótt dimmblá augun væru orðin lif- laus, og glansinn farinnaf rauða hárinu, myndi hann samt þekkja hana aftur. Hann myndi sjá hana fyrir sér, eins og hún hafði einu sinni ver- ið. Hún opnaði eina skúffuna i gamla skrifborð- inu, sem hún hafði fengið með herberginu, og tók með titrandi höndum fram bankabók. Upp- hæðin, sem í bókinni var, var ekki sérlega há, og eitthvað varð hún að eiga eftir til þess að nota þegar hún byrjaði hið nýja lif, ef henni tækist þetta. Einhverju yrði hún þó að fórna fyrir málefnið. Hún skreið upp i svefnsófann og fór að skrifa niður innkaupalista. Hún skrifaði niður áætl- aða upphæð við hvert atriði. Henni brá, þegar hún sá útkomuna. UM MORGUNINN hringdi hún á skrifstof- una, þar sem hún vann, og sagði, að þeir skyldu ekki búast við henni i vinnuna i nokkrar vikur. Á meðan tevatnið var að hitna sat hún og velti þvi fyrir sér eitt augnablik, hvort það, sem hún ætlaði að gera væri i rauninni það allra vitur- legasta, sem hægt væri að finna upp á. Ilún gæti farið fram á hjálp. Hún gæti farið á lögreglustöðina, og þá færi allt kerfið í gang, NÝ framhaldssaga allt þetta vonlausa skrifstofubákn, sem einu sinni hafði nærri verið búið að gera hana brjál- aða. En fengi hún þá Hákon aftur? Það hafði hún ekki fengið i fyrra skiptið. Eitt augnablik var eins og gripið væri krampakenndu taki um hjarta hennar, og hún hugsaði: Svona hlýtur það að vera að deyja. Hún minntist dúnmjúka kollsins hans, skær- bláu augnanna, og næstum óeðlilega langra augnaháranna. Hún mundi eftir þvi, hvernig hann hafði ilmað, þegar nýbúið var að baða hann, og hversu ánægjulega hann hafði hjúfrað sig upp að henni. Og hann hafði brosað til henn- ar með tannlausum munninum. Myndi hún þekkja hann aftur? Angistin greip hana heljartökum, en aðeins fáeinar sekúndur. Hann var sonur hennar, hún myndi þekkja hann úr hópi þúsunda barna. Það gætu ekki heilir herskarar lögregluþjóna gert. Enginn gæti fremur fundið hann en hún sjálf. Þess vegna varð hún að taka málið i eigin hendur. Ilið eina sem fékk hana til þess að ef- ast var hugsunin um, að það hafði i rauninni fyrirfundizt einn einasti lifandi, raunverulegur maður meðal allra skrifstofublókanna. Hann hafði vist heitið Akerström. Þetta var ósköp venjulegur maður með brún augu og hann hafði sannarlega fundið til með henni. Hann hafði veitt henni einhvers konar öryggistilfinn- ingu, en hann hafði samt ekki getað komið neinu til leiðar. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.