Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 24

Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 24
Mamma mótmælti þessu i fyrstu, en hlýddi þó engu að síður og háttaði. Hún sofnaði sam- stundis og hún var komin i rúmið og hafði breitt yfir sig. Amina snerist að mestu i kringum hana, það sem eftir var dagsins, og þau hin voru hljóðari en venjulega, svo að mamrna hefði gott næði. En kviðafull, vegna þessa lasleika hennar, voru þau ekki. Amma mundi áreiðanlega ráða bót á honum eins og hún var alltaf vön að gera. Og þegar kvöld var komið, og Tóti háttaður, var hann alveg viss um, að mamma mundi verða orðin hress morguninn eftir. 8. kafli Mamrna þarf að fá hjálp. Þegar Tóti brá blundi morguninn eftir, var honum ekki að fullu ljóst, hvers vegna hann hefði vaknað svona snemma. Það var enn dimmt og hann lá rólegur um stund og hlustaði á hljóðin, sem til hans bárust úr húsinu. Hann var vanur að liggja þannig rólegur stundar- korn, eftir að hann vaknaði og hugsa, og honum datt næstum alltaf i hug eitthvað skemmtilegt, sem hann gat glaðzt yfir. Auk þess var mjög ánægjulegt að liggja undir hlýjum feldinum og horfa á flöktandi bjarmann frá hlóðunum i eldhúsinu. Bárður svaf alltaf lengur en hann, og truflaði þvi ekki hugsanir hans á neinn hátt. Enn var fremur kalt inni i herberginu þeirra. Það tók alltaf nokkurn tima á morgnana, áður en hlýtt yrði i báðum herbergjunum. En það geröi ekkert til. Fötin hans héngu á stólnum við eldstæðið, og hann þurfti ekki annað en tritla þangað, þegar liann vildi, og klæða sig. Það snarkaði notalega i stóru furubútunum, sem voru i hlóðunum. Þetta hljóð var alltaf svo notalegt, að það lá við að hann yrði syfjaður á »ý- En — hvaða hljóð var nú þetta, sem hann allt i einu heyrði? Tóti settist upp og hlutstaði. Það var eins og einhver væri að kvarta og kveina frammi i eld- húsinu. Var það kannski Pila? Eða var það...? Ilamingjan góða! Það gat þó ekki verið inamma?" Tóti stökk á fætur og hljóp að dyrunum. Hann nam staðar við þröskuldinn og horfði yfir að rúminu hennar. Jú, það var mamma. Augu hennar voru lok- uð, eins og hún svæfi, en hún bylti sér sitt á hvað i rúminu og þruglaði eitthvað, sem hann skildi alls ekki. í fyrstu var hann mjög á báðum áttum, hvort hann ætti að þora að fara til henn- ar. En svo herti hann sig upp og læddist á tán- um, að rúminu. „Mamma?” sagði hann lágt. En mamma svaraði ekki. „Marnma!” kallaði hann nokkuð hærra. Hún opnaði augun. Þau voru gljáandi og kinnarnar heitar og rjóðar. Á enninu voru svitadropar, og hárið var lika allt rakt af svita. En þó að hún horfði á hann, var samt alveg eins og hún sæi hann ekki. Hún hristi aðeins höfuðið, tautaöi eitthvað og lokaði svo augunum á ný. Tóti varð alveg miður sin. Mamma var veik, — liklega mjög mikið veik. Hvar voru þau hin? Hvar var amma? Hann hljóp út að glugganum og starði i áttina til fjóssins. Hann sá, að þar var einhver inni með Ijós. Það hlaut að vera amma. Hann flýtti sér að klæða sig, hljóp eins hratt og hann gat yfir túnið og þaut inn i fjósið. „Amma!” kallaði hann, — „mamma er veik! ” Amma var að mjólka Skrautu, og hallaði enninu að hlið hennar. „Já, ég veit það, Tóti minn,” svaraði hún. „E-en, a-amma,” stamaði Tóti, — „mamma svarar ekki, þegar ég tala til hennar. Hvar eru þeir pabbi og afi?” „Þeir fóru á rjúpnaveiðar með Óla i Seli,” svaraði amma. „Ég er hissa, að þeir skyldu fara á veiðar, fyrst mamma er svona veik,” sagði Tóti. „Þeir vissu ekkert um það, þvi að þeir fóru svo snennna,” svaraði amma og flutti sig yfir að næstu kú. Tóti horfði undrandi til ömmu. Hann gat ekki skilið, hvernig á þvi stóð, að amma var svona róleg. Eða var hún það kannski ekki undir niðri? Að minnsta kosti gerðist nú Dimma óró- leg, og það benti til, að amma mjólkaði ekki, eins og hún var vön. Hann stóð kyrr um stund og horfði hljóður til hennar. „Hvaö eigum við að gera, ainma?” spurði hann. Amma hætti að mjólka. „Ég veit það raunar ekki, Tóti minn,” svar- aði hún eftir nokkra stund. Tóti horfði til hennar með enn meiri örvænt- ingu en fyrr. „Eigum við þá enga lækningadropa núna?” spurði hann. „Nei, við eigum þá ekki,” svaraði hún. „Við

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.