Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 38
I I I I I l náltúrunnar Ekkert dýr hata menn meira i Ástraliu en Dingóinn — Canis Familiaris dingo, villtan hund sem lifir i hópum og veiðir sér til matar. Hann likist mjög schafo--hundum að stærð og útliti, og venjulega er hann rauðgulur á litinn. Þó geta verið til af honum fleiri litbrigði vegna þess, hversu blandaður hann er orðinn. Algjörlega hreinræktaðir dingó- ar eru sjaldgæfir. Lengi vissu menn ekki, hvaö halda skyldi um þetta dýr. Var þetta villihundur, eða taminn hundur, sem lent hafði á villigötum? Leðurblökur og nag- dýr eru einu raunverulegu spendýr in í Ástraliu fyrir utan dingóinn. Talið er að leðurblökurnar hafi komizt þangað á flugi, en nagdýrin með rekaviði. Þaö hefur verið mun erfiðara fyrir jafnstórt dýr og dingóinn að komast til þessarar fjarlægu heimsálfu, og sú hugmynd hefur eiginlega orðið ofan á, að hann hafi verið fluttur þangað af mönnum fyrr á öldum, og hafi þeir ætlað sér að láta hann aðstoða sig við veiðar. Hundurinn varð þó fljótlega al- gjörlega villtur, og um leið ruglaði hann jafnvæginu i náttúrunni. Það er nefnilega álitið, að kenna megi dingóinum um, að fjölmargar dýrategundir hafa gjörsamlega horfið i Astraliu, eða eru i þann veginn að hverfa, eins og t.d. poka- dýrategundir margs konar. Sauðfjárbændum stóð mikill stuggur af dingóinum, enda er hann duglegur við veiðarnar. Þess vegna reyndu mennað drepa hvern einasta hund, sem þeir sáu, og stofninn fór að minnka, þar til kaninurnar komu til Astraliu, þá fór hann að vaxa á nýjan leik. Á undanförnum árum hefur dingóinn verið veiddur gengdar- laust, og hefur honum þvi fækkað á nýjan leik, og lifir hann einungis á mjög afmörkuðum svæðum. Það merkilega viðdingóinn er, að hann veiðir ekki á sama hátt og aðrir hundar, heldur algjörlega þegjandi og hljóðalaust, rétt eins og úlfur- inn. Tennur hans likjast einnig tönnum úlfsins. Dingóarnir ala af- kvæmi sin i holum niðri i jörðinni, og notast oft við holur, sem villi- kaninurhafa grafið sér. Hvolparnir fæðast á veturna, það er að segja i ágústog september, en þá er vetur i Ástraliu. Venjulega eru hvolparn- ir f imm, og foreldrar þeirra kenna þeim allt, sem til þarf til þess að geta stundað veiðarnar siðar á lifs- leiðinni.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.