Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 20
HVERNIG SIGRAST MÁ * A SVEFNLEYSI Ólæknandi svefnleysi — in- somnia eins og það nefnist á læknamáli, er sjúkdómur sem hrjáir25 til 30 milljónir Banda- ríkjamanna, eftir því sem Thomas J. Coates, við Stanford háskólann, segir. Coates stjórnar rannsóknum á kennslufræðileg- um sviðum við þennan þekkta háskóla, og hann bætir við, að flestir þjást einhvern tíma æv- innar af svefnleysi. Coates hefur skrifaö bók i samvinnu við Carl E. Thoresen, prófessor i menntunar og sálfræöi við Stanford háskóla. Bókin nefnist How to Sleep Better: A Drug-Free Program for Overcoming Insomnia. Lauslega þýtt: Hvernig fara á að þvi að sofa betur — lyfjalaus áætlun um það, hvernig losna eigi undan svefnleysinu. 1 bók þessari er skýrt frá rannsóknum, sem gerðar voru við Stanford, og þar kemur fram hvernig sjálfsaga má beita i þessu sambandi. Rannsóknin stóð yfir i fjögur ár. Hvað er i raun og veru svefnleysi? Coates segir, að svefnleysi sé þaö, ef það taki mann lengri tima en 30 minútur að sofna, og/eða sé maður vakandi lengur en 30 minútur að næturlagi og/eða sofi minna en sex og hálfa klukkustund á nóttu. Einnig verður að taka tillit til þess, hvernig fólki liður á daginn. Ekki er hægt að tala um svefnvandræði, ef ekki kemur i ljós þreyta að deginum til, hversu skamman tima, sem maðurinn annars kann að sofa. Coates bendir á að „insomnia” sé orða- tiltæki, sem nái til margvislegrar óreglu. Insomnia er til dæmis eðlilegur hlutur ef um þungun er að ræða, og einnig fylgir hún hjarta-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sem og sykursýki. Þetta eru þá læknis- fræðileg vandamál, sem þurfa læknis- fræðilegrar meðhöndlunar við. — Við reynum á hinn bóginn að finna lausn á vanda þeirra, sem þar fyrir utan standa, segir Coates, — þeirra sem þjást af ofþreytu svo dæmi séu nefnd. Hann bendir einnig á, að Bandarikja- menn eyði um þriðjungi lifs sins sofandi — 24 árum af hverjum 70, en samt sé heldur litið vitað um svefn. Það var ekki fyrr en upp úr 1950 að mönnum varð ljóst að til er tvenns konar svefn, það sem kallað er REM og non-REM. REM er skammstöfun á rapid eye movement sleep, sem þýðir svefn, þar sem augun hreyfast hratt, en þá dreymir fólk, en non-REM svefni er svo hægt að skipta i fernt, frá lausum i djúpan svefn. Fólki er nauðsynlegt að sofa báðum þessum tegundum svefns, en ekki er vit- að, hversu mikið þarf af hvorum svefnin- um fyrir sig. Samkvæmt læknaskýrslum Þeir, sem þurfa að láta sér nægja bekkina i almenningsgörðunum^ sem rúm, mega ekki þjást af svefnleysi. nægir Englendingi nokkrum að sofa að- eins frá 15 minútum i eina klukkustund á hverri nóttu, og liðurhonum þó mætavel á eftir 17 ára gömul gagnfræðaskólanema, Randy Gardner tókst að halda sér uppi i 264 klukkustundir — 11 daga — án þess að sofna. Þegar hann lóks fór i rúmið, svaf hann i 14 klukkustundir, og siðan i aðeins 8 klukkustundir. Coates segir einnig, að venjulega byrji svefnleysið að hrjá menn i sambandi við einhver vandræði eða vandamál, sem þeir lenda i. — Siðan er vandinn leystur, en svefnleysið hverfur ekki um leið. Louise Dee, sem tók þátt i rannsókn Stanfordhá- skólans, og þjáðst hefur af svefnleysi, hefur staðfest þetta. Hún segir, að lif sitt hafi verið eins og i sjónvarpsmyndaflokki áður en hún tók þátt I rannsókn háskólans. Hún hafði verið gift i 22 ár, en þá orðið að skilja, enda þótt hún vildi það ekki sjálf, og svo varð hún að flytjast á brott frá vinum sinum. Hún þurfti að gangast undir upp- skurð. Hún varð að skrifa meistaraprófs- ritgerð, og að lokum ofan á allt þetta, fékk hún hvað eftir annað húðkrabbatilfelli i andlitið, sem stöfuðu af þvi, að hún hafði fariö i geislameðferð vegna filapensla þegar hún var unglingur. Það er þvi engin furða, að hún skuli ekki hafa getað sofið á nóttunni. — Ég gekk um eins og svefngengill á daginn, segir hún. Um tima reyndi hún að taka inn valium, en varð svo óttaslegin þegar hún heyrði að það væri ávanalyf. Coates segir, að margt af þvi fólki, sem hann hefur rætt við, hafi Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir því, hvað veldur svefnleysinu. Fylgstu nákvæmlega með geðbrigðum þinum og gerðum til þess að sjá, hvað það er, sem þú gerir á daginn, sem kemur i veg fyrir svefninn að nóttunni. Næsta skrefið er að slaka á leiðzt út i lyfjanotkun vegna svefnleysis- ins. — Það er heldur kaldranaleg stað- reynd, að þetta bætir engan veginn úr vaflda þessa fólks, segir hann. — Fólkið missir einungis meðvitund, að vissu marki, og siðan eykst vandi þess að mun, og verður sizt minni en áður. Þegar þetta fólk hættir að taka lyfin kemur REM- svefninn aftur, en lyfin hafa haldið honum niðri, og þá kemur martrööin i öllu sinu veldi. — Og svo er það meðalsvefnleysið sem stafar af þvi, að fólk hefur vaniö sig á að taka meðöl til þess aö geta sofið. Fólk er þreytt allan daginn, en getur svo ekki sofnað, þegar kvöld er komið. Ég þekkti konu, sem tók 15 milligröm af valium og drakk siðan tvö glös af vini á hverju kvöldi. Maður nokkur drakk hálft til eitt glas af vodka áður en hann fór að sofa, og siðan sama magn um klukkan þrjú að nóttunni, auk þess sem hann át vdlium töflur. Það er svo sem engin furða, þótt þetta fólk hafi kvartað undan þvi, að þvi liði ekki vel á daginn. Alkóhól hefur ekki slður skaðleg áhrif en lyf, og verkar illa á svefninn. — Margt af þvi fólki, sem til okkar kemur tekur lyf, Alkóhól hefur ekki siður skaðleg áhrif Framhald á bls. 38. Ef þú sefur ekki vel á nóttunni, getur þú endað með að ganga um cins og svefngengill á daginn. 20 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.