Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 34

Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 34
gular klifurrósir voru enn i fullum blóma við múrvegginn, og eplatréð svignaði undan hálf- þroskuðum epiunum. Hún lagði hjólið upp að girðingunni og gekk upp malarstiginn í átt að þungri eikarhurðinni með nokkrum rúðum. SIGRID BROMAN, lágvaxin og aðlaðandi kona milli þrjátiu og fimm og fjörutiu ára, með stuttklippt dökkt hár og bliðleg brún augu sat i vinnuherberginu sinu og fletti i bókum, þegar dyrabjalla hringdi. Vinnuherbergin var eigin- lega gamla jómfrúarherbergið, en siðan Sigrid hafði farið að taka af sér að sjá um að baka veizlukökur hafði hún gert herbergið að eins konar skrifstofu sinni. A efri hæðinni slökkti frú Blomberg, hjálpar- stúlkan.á ryksugunni og ætlaði að þjóta niður. — Haltu bara áfram, sagði Sigrid. En hún heyrði að frú Blomberg dró sig til baka og kom sér fyrir á góðum stað i holinu, þar sem hún gat heyrt hvað fram færi. Frú Blomberg vildi fylgjast með þvi sem gerðist i ,,hennar” fjöl- skyldum, ef svo mátti að orði komast. Stúlkan, sem hringt hafði dyrabjöllunni, var með sitt ljóst hár, stór nýtizkuleg gleraugu og stór og dökk augu. Hún var með há kinnbein, horuð og föl, rétt eins og sumarið hefði algjör- lega farið fram hjá henni. Hún spurði hæversklega og lágt um, hvort íbúðin væri enn laus. — Hún er það, sagði Sigrid, — þótt ef til vill sé nú of mikið að kalla þetta ibúð. Þetta er ein- býlishús á þremur hæðum, og efst uppi eru tvö herbergi, bað og fataherbergi og ofurlitill eld- húskrókur. Það er allt og sumt. Það er ekki sérinngangur, það verður þvi að fara hér í gegn um forstofuna hjá okkur. Hún gekk á undan stúlkunni upp stigana og opnaði dyrnar, fyrst að svefnherberginu sem var undir súð. Á rúminu var hvítt heklað rúm- teppi. Svo sýndi hún henni baðherbergið, eld- húsið og fataherbergið. Stúlkan sagði ekkert. Að lokum opnaði Sigrid dyrnar að stofunni, sem var hennar mesta stolt. Stofan var lika undir súð en það var gluggi á stafninum og svo var stór útbyggður kvistur á henni lika Vegg- fóðrið var smáröndótt, hvitt og gult. Gólftepp- ið, sem náði út í horn, og sömuleiðis sófinn voru hunangsgul á litinn og borðið og bókahillan hvitlakkeruð. — En hvað þetta er dásamlegt herbergi, sagði stúlkan ósjálfrátt. Hún gekk út að kvist- glugganum og stóð þar um stund og horfði út yfir trjágarðinn. 34 — Þetta er fallegasta stofa, sem ég hef nokkru sinni séð, sagði hún í lágum hljóðum. Sigrið sagði, dálitið þurrlega, hver leigan væri, en það virtist ekki hafa nein áhrif á stúlk- una. — Já, sagði hún aðeins — ég vil mjög gjarnan fá íbúðina, ef ég má. — Og svo verð ég ef til vill að vara yður dá- litið við, sagði Sigrid (og þetta var erfiðasta augnablikið). Maðurinn minn er rithöfundur, og hann skrifar fyrir sjónvarpið. Þegar hann er að skrifa er hann næstum ónáttúrulega næmur fyrir öllum hljóðum. Svo ég vona, að þér séuð ekki ein þeirra, sem stillir stereotækin á hæsta..... — Ég á ekki útvarp, sagði Helena, ofur litið miður sin. — Og ég þekki ekki eina einustu manneskju hér i Österby. Ég er búin að fá vinnu, sem einkaritari í leikfangaverksmiðj- unni, og vildi gjarnan komast hjá þvi að fara fram og til baka til Stokkhólms. SIGRID LYFTI augnabúnunum. Hún þekkti vel til i leikfangaverksmiðjunni, og einnig þekkti hún Annie, sem var þar allt i öllu. Hún vissi mætavel, að Annie hefði alls ekki hugsað sér að hætta að vinna hvorki nú, né heldur þegar hún kæmist á eftirlaunaaldurinn. Hún fór með stúlkuna niður í vinnuherbergið sitt og lokaði, frú Blomberg til mikilla leið- inda. Þar inni stóð stúlkan frá sér numin af hrifningu beint fyrir framan vatnslitamynd af Hákoni, þegar hann var eins árs. — Þetta er sonur minn sagði Sigrid. — Nú er hann fjórtán ára. Hann heitir Hákon. Sigrid fannst sem stúlkan hrykki við. En það er auðvitað bára imyndun. — Hákon, endurtók stúlkan, lágri röddu. Sigrid fékk símanúmerið þar sem hún nú leigði, og einnig númerið að skrifstofunni, þar sem hún vann, og á ineðan hún hringdi tók hún eftir þvi, að stúlkan var alltaf aðlika á myndina af Hákoni. Stúlkan hafði virzt hæglát og kurteis. Það eina sem undarlegt var við hana var það sem hún hafði sagt um nýju vinnuna sina. Sigrid hringdi til Gustafs, verkmiðjueigandans, og spurði. Hún varð að halda heyrnartólinu dálit- iö frá eyranu á meðan hlátur hans var að hljóðna. — Nei, fjandinn hafi það, sagði hann, — einkaritari verður enginn hér, svo lengi sem Annie er á lífi. En hún á vélrita og hraðrita svo- litið fyrir mig. Henni tókst vel á prófinu, sagði Annie. Þú getur ábyggilega leigt henni ibúðina.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.