Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 23
amma hughreystandi, — ,,hún verður orðin miklu stærri, þegar þar að kemur.” En ennþá mundi langur timi liða, þangað til þau færu upp i selið, og það voru margvisleg störf óunnin á heimilinu, sem ljúka þurfti, áður en það yrði. Pabbi og afi voru lengi úti i skógi á hverjum degi og hjuggu i eldinn tré af ýmsum stærðum. Skógarhögg var alltaf mikið erfiði, og Brúnn þurfti lika oft að beita kröftum sinum til hins itrasta við að draga timbrið heim, enda skógarstigurinn löngum erfiður yfirferðar. Þessa erfiðu daga bar mamma alltaf fram handa piltunum það bezta, sem búið hafði að bjóða, og drengirnir sáu um að velja bezta fóðrið handa Brún. En þegar veðrið var gott og blessuð sólin skein glatt á heiðbláum vorhimninum, sneru þeir sér gjarna að öðrum störfum. Þá óku þeir til dæmis mykjunni á túnið og skiptu verkum þannig, að Tóti fékk að stjórna Brún, sem spenntur var fyrir sleðann og aka hlössunum niður eftir. Pabbi mokaði i mykjukassann, en afi dreifði úr. Það leyndi sér ekki, að Brúnn undi sér vel, hneggjaði til Tóta öðru hverju og hljóp léttilega heim með tóman sleðann. En Tóti stóð sprækur aftan á og söng af kátinu, þvi að honum þótti þetta svo gaman. ,,Hann imyndar sér liklega, að hann sé að aka blómum,” sagði amma og setti svuntu- hornið fyrir nefið. Afi hló. ,,Já, það er nú ekki beint blómaangan hérna ennþá, — ,,en engu að siður er vor i lofti.” ,,Já, það er alveg rétt,” sagði amma, — ,,og mig langar mest til að syngja lika. Nú komu nokkrir hlýir og sólrikir dagar i röð, og allir á heimilinu sungu af fögnuði yfir komu vorsins. Mamma hafði gengið syngjandi út að læk, með stóra fötu fulla af þvotti, sem hún hafði þvegið í eldhúsinu, og rauf nú breitt gat á fönnina. ,,Hvað hefurðu nú i huga?” spurði amma. ,,Ég ætla að skola þvottinn hérna,” sagði mamma, — ,,það er svo miklu fljótlegra en að bera allt vatnið inn i eldhús.” ,,Já, enblessuð góða,” sagði amma alvarleg, — ,,vatnið er allt of kalt, þú getur veikzt af þessu tiltæki.” ,,Nei, það er engin hætta á þvi, ég verð ekki sein i svifum,” sagði mamma og hóf þegar verk sitt. ,,Nei, þetta getur ekki góðri lukku stýrt,” sagði amma, — ,,og nú er líka farið að hvessa.” ,,Nei, amma, vertu alvegróleg, þetta er bara hlý gola,” sagði mamma hlæjandi og hamaðist við að skola þvottinn. ,,Ég ætla ekkert að vinda hann,” hélt hún áfram, — ,,ég festi hann aðeins á runna og greinar, og þá rennur vatnið sjálf- krafa úr honum.” Amma var hljóð um stund. ,,Ég held ég bjóði þér enga hjálp, þvi að það borgar sig ekki, að við verðum báðar veikar.” „Vertu alveg róleg amma,” endurtók mamma,— ,,ég yerð ekki nema stutta stund.” En mamma hafði vist alveg gleymt sér við verk sitt, þvi að þegar hún kom inn eftir rúman hálftíma, var hún alveg stirð og miður sin af kulda. ,,Það fór nú samt þannig, amma, að mér varð töluvert kalt,” sagði mamma og reyndi að hlæja. ,,Og þú ert blaut i fæturna,” sagði amma alvarleg og ákveðin, — ,,þú hagar þér alveg eins og óviti.” Svo sótti amma i flýti flóaða mjólk og þurra sokka og skó, og mamma hafði strax sokka- skipti. Og nú var húnhlýðineins og litil telpa. ,,Þú hefur likléga haft rétt fyrir þér, amma, — það var vist heldur snemmt að skola þvott- inn i læknum,” sagði mamma skjálfandi, — en mér hlýnar nú fljótt aftur.” Tóti fylgdist með þvi,sem þær spjölluðu, og hafði harla litlar áhyggjur, þótt 'mömmu yrði ofurlitið kalt. — Það kom næstum þvi aldrei fyrir, að þau yrðu veik i Bárðarbæ. Ef einhverjir fengu kvef, var amma vön að gefa þeim flóaða mjólk með nokkrum kamfóru- dropum, og venjulega var það lækning, sem dugði. ,,Já, við skulúm vona það bezta,” sagði amma og gaf mömmu einn mjólkurbolla i viðbót. En morguninn eftir var mamma engu að siður mjög mikið kvefuð. Það var sem kulda- hrollurinn vildi ekki sleppa tökum á henni. Hún var nær eingöngu inni og var alltaf kalt, þó að hún væri vel búin og hefði þykkt ullarsjal á lierðum. ,,Ég skil þetta ekki,” sagði mamma og hnerraði. Hún liktist einna helzt litilli telpu, sem hafði vondaj samvizku. ,^Það er alltaf i mér þessi óhræsis hrollur.” ,,Farðu og leggðu þig,” sagði amma, — ,,ég skal sjá um fjósið ein i kvöld.”

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.