Heimilistíminn - 20.10.1977, Side 13
Popp-kornið
SUPERTRAMPS
MEÐ NÝJA PLÖTU
Tryggir og trúfastir aðdáendur
söngflokksins Supertramps hafa þurft
að biða nokkuð lengi eftir plötu frá
flokknum, en nú er hún loksins komin.
Þetta er fimmta albúm Supertrámps.
Supertramps eru enskir, og ástæðan
fyrir þvi, að nokkurt hlé varö á plötu-
útgáfu þeirra, er sú, að þeim fannst
timi til þess kominn að gera nokkurt
hlé á samvinnu sinni. Þeir héldu hver
til sins heima, og lögðu öll hljómleika-
ferðalög á hilluna og héldu enga tón-
leika yfir höfuð. Þeir höfðu sjálfir
komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir
væru orðnir þurrausnir af öllum hug-
myndum, og þess vegna væri rétt að
taka sér smáhvíld.
Einn af aðalmönnunum i hópnum,
Roger Hodgson, hélt til Indlands, og
greinilegt er, þegar
hlustað er á hina nýju plötu Super-
tramps, að hann hefur fengið ýmsar
nýjar hugmyndir á meðan hann dvald-
ist I Indlandi. Má þar t.d. nefna lagiö
Enen In The Quitest Moments. Einnig
má greina indversk áhrif á titillaginu
og Babaje. Roger Hodgson og Rick
Davies hafa samið þau sjö lög, sem á
plötunni eru.
Supertramps sendu frá sér slna
fyrstu plötu árið 1970 — og vöktu þá
enga sérstaka athygli. Næsta plata
kom tveim árum siðar, og ekki tókst
betur til þá, þvi hún vakti hvorki
athygli né áhuga gagnrýnenda né
þeirra, sem mest kaupa af plötum.
Það var ekki fyrr en LP plata þeirra
Crime Of The Century kom út árið
1974, að fólk virtist fara að veita þeim
einhverja eftirtekt. Alls staðar var
fólk sammála um ágæti þessarar
plötu, og sagt var að Supertramps
væru „súpergrúppa” áttunda áratug-
arins. Næstu ár á eftir höfðu þeir nóg
að gera við að koma fram i sjónvarpi,
halda hljómelika og fara I hljómleika-
feröalag.
Næst á eftir Crime Of The Century
kom LP platan Crisis? What Crisis?,
sem færði mönnum enn betur heim
sanninn um ágæti þessara tónlistar-
manna. Þeir sönnuðu enn betur en áð-
ur, að þeir láta ekkert gerast af tilvilj-
un, heldur fullkominni yfirvegun —
tónlist þeirra er þrauthugsuð og þaul-
unnin. Nýjasta plata Supertramps,
Even In The Quietest Moments, er
nokkuð öðru vfsi en fyrri plöturnar, en
þó sannarlega áheyrileg plata.
I Supertramps eru sömu menn og
áður en þeir tóku sér hvlldina: Roger
Hodgson, söngur, gltar og piano. Rich-
ard Davies, söngur, orgel, pianó og
munnharpa, John Anthony Helliwell,
saxofón, klarinett og söngur. Bob C.
Benberg, trommur og rythmi og að
lokum Dougie Thomson, bassi.
13