Heimilistíminn - 02.04.1978, Page 3
Kæri Alvitur!
Mig langar til aö fá svör viö
nokkrum spurningum.
X. Verö ég aö fara til útlanda ef mig
langar til aö veröa stjörnufræöingur?
2. i hvaöa skóla get ég fariö?
3. Hvaö tekur námiö langan tima?
4. Hvaöa möguleikar eru á þvf hér á
landi eöa erlendis aö starfa sem
stjörnufræöingur?
Aö lokum vil ég svo þakka allt
gamalt og nýtt i Heimilis-TImanum.
Meö kveöju Kristin
Þú þarft vist áreiöanlega aö fara til
útlanda til þess aö hljóta fullnaöar-
menntun i stjörnufræöi. Um marga
skóla er trúlega aö ræöa og bezt aö fá
leiöbeiningar hjá einhverjum stjarn-
fróöum manni um þaö eöa ef til vill
getur kennarinn þinn i náttúrufræöi i
skólanum bent þér á beztu leiöirnar til
þess aö fá upplýsingar um þessa
menntun hversu langt námiö er
o.s.frv. Þaö er trúlega undir nemend-
um sjálfum nokkuö komiö og auk þess
hverjum skóla fyrir sig.
Heldur litlir atvinnumöguleikar held
ég séu fyrir stjarnfræöinga hér á landi
aö minnsta kosti viö aö fylgjast meö
gangi himintunglanna. En auövitaö
geta menn meö þá menntum komizt aö
sem kennarar i ýmsum raunvisinda-
fögum viö hinar ýmsu menntastofn-
anir landsins en þá fer stjarnfræöin nú
fyrir heldur litiö.
Kæri Alvitur.
Vona aö ruslakarfan sé full. Þaö sem
ég ætlaöi aö spyrja þig um var þaö
hvort I laginu sem heitir Vert’ekki aö
horfa svona alltaf á mig sé sungiö
alltaf eöa aftan á mig. Siöan þakka ég
gott blaö og biö aö heilsa ruslakörf-
unni.
x 800+0
Ég held alveg áreiöanlega aö þeir
hljóti aö segja alltaf en ekki aftan á
mig. Annars héti lagiö þetta ekki.
Komdu sæll Alvitur!
Ég þakka Heimilis-TImanum fyrir
mjög gott blaö og þó sérstaklega fyrir
Kóngulóarmanninn, mér finnst hann
alveg frábær.
Jæja, mig langar til aö fá svar viö
nokkrum spurningum.
1. Hafiö þiö birt klausu um hljóm-
sveitina Queen I poppinu?
2. Hver er happalitur og steinar þess
sem er fæddur 19. júni?
Stina
Þvi miöur man ekki sá Alvitur sem
nú er viö völd lengra aftur en til april-
mánaöar I fyrra og á þeim tima höfum
viö vist ekki fjallað um Queen eftir þvi
sem ég bezt man. Ég get þvi litlu
svaraö af þvi sem þú vilt vita um
þessa hljómsveit i bili aö minnsta
kosti. Hver veit nema úr þvi rætist.
Happalitirnir eru gulur, appelsinu-
gulur og grænn litur og steinninn er
agat.
Kæri Alvitur!
Þetta erifyrsta skipti, sem ég skrifa
þér, og ég vona, aö þessi blaösnepil!
lendi ekki i hinni viöfrægu ruslakörfu.
Mig langar til aö fræöast svolitiö um
nokkuö, sem ég er ekki alveg viss um.
1. Hvaö gengur kötturinn lengi meö?
2. Ég var aö lesa kvæöi eftir Jón
Thoroddsen. Kvæöiö heitir tsland. Ég
vil nú ekki lengja bréf þetta meö þvl aö
skrifa allt kvæöiö, en I þvl stendur,
,,um strindi huliö svellum.” Mér finnst
eins og þetta eigi aö vera stirndi.
Hvort er rétt?
3. Eftir hvern er sálmurinn Heims
um ból, og hvenær og hvar er hann ort-
ur?
Meö fyrir fram þökk
5216-0316
1. Kötturinn ku ganga meö i átta
vikur, eftir þvi sem ég bezt veit.
2. Strindi mun nú vera rétt i kvæö-
inu, en það þýöir eins og þú eflaust
veizt, land.
3. Ég reikna meö aö þú sért aö
spyrja um þaö, eftir hvaöa Islending
sálmurinn Heims um ból er. Svein-
björn Egilsson orti sálminn, en hann
var uppi á árunum 1791 til 1852.
Meðal efnis í þessu blaói:
bls.
Sitthvað um demanta og demantshringa.....4
Nick Nolte og Kate Jackson vinkona hans .'. 6
Söngfuglar Evrópu íhættu.................8
Chicago i Pophorninu....................13
Tréskór eru ekki alltaf heilsusamlegir......14
Flytja má stór tré..........................15
Diana ætlar þú að giftast Dreka?............26
Reiöskírteini fyrir reiðmenn................37