Heimilistíminn - 02.04.1978, Page 13
Popp-kornið
\
C hicago - menn
hugsa ekki
sjálfir um f jármálin
í senn tiu ár hefur banda-
riska hljómsveitin Chicago
veriðbýsna vinsæl, og hvers
vegna skyldi það vera?
Einn hljómsveitarmann-
anna svarar þessari spurn-
ingu og segir: — Ætli það sé
ekki vegna þess að við höf-
um farið okkar eigin leiðir,
og ekki haldið okkur ein-
göngu við það sem verið
hefur i tizku hverju sinni.
Við höfum skapað ýmislegt
sjálfir, og sumir halda þvi
meira að segja fram, að við
séum hluti af bandariskri
menningu. Ekki neita ég
þvi, enda er menning mjög
viðtækt orð.
Chicago hefur alltaf reynt aö halda
peningamálunum aðskildum frá tón-
listinni sjálfri, enda vita hljómsveitar-
mennirnir, að peningarnir geta eyði-
lagt mikið. Þeir láta aðra annast þá
hliö málanna algjörlega.
— Við erum tónlistarmenn, og við
viljum spila, segir einn úr hljómsveit-
inni. — Aðrir verða að annast peninga-
málin. $tundum vinnum við að plötu-
gerö, til þess að hafa eitthvað til að
selja. Við viljum afla eins mikils fjár
og mögulegt er, og við spiluðum 350
daga á sfðasta ári. Þá vorum viö að
niöurlotum komnir.
Það hefur aldrei veriö skipt um
menn i Chicago i þessi tiu ár. Hvers
vegna ekki? — Okkur finnst við eigin-
lega verabræður. Ef einhverhættir, er
ekki svo gott að fá annan i hans stað.
Chicago hefur eiginlega sál, og hUn er
sameiginleg öllum hljómlistarmönn-
unum i hljómsveitinni.
Stundum kemur þó fyrir, að þeir
félagar eru ekki sérlega ánægðir hver
með annan, ensvo jafnarallt sigaftur.
1 Chicago eru átta menn. Hljóm-
sveitin er vel þekkt fyrir blásarasveit-
ina, og er hiín ef til vill það eftirtektar-
verðasta við hljómsveitina. Fyrir fjór-
um, fimm árum,lá við að hljómsveitin
hefði algjörlega staðnaö, en þá sömdu
I
aðeins tveir eða þrir félaganna lögin,
sem flutt voru. Nú taka allir til
höndunum á þvi sviði, og hefur þvi
mikil breyting orðið þar á. Arangurinn
af þessari nýjusamvinnu er svo platan
If You Leave Me Now.
Félagarnir i Chicago heita Peter
Cetera, Robert Lamm, Walter Para-
zaider, Danny Seraphine, Lee Loughn-
ane, James Pankow, Terry Kath og
Laudir de Oloviera. Siöustu fréttir
herma að einn þeirra félaga hafi fram-
iösjálfsmorö eða látiztaf slysaskoti og
erþviframtiö hljómsveitarinnar óráð-
in gáta.
u>\