Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 15
Blómin okkar Það er mikið um það bæði hér á landi og annars staðar, að gömui hús séu rifin og ný byggð i staðinn. Viö gömul ibúðarhús eru oft grónir og gamlir garðar, og þaö er sorglegt aö sjá gróðurinn, sem tekið hefur langan tima að rækta upp, verða að engu á einni nóttu. Fólk ættiaö gera meira aö þvi að reyna að flytja þessi gömlu tré. Með natni er hægt að halda i þeim lifi og þá eru þau sannarlega góð búbót i nýjum og enn gróðursnauðum hverf- um. Bezti timinn til þess að gróðursetja tré og færa þau er á vorin þegar klaki er farinn úr jörð, og tféð i þann veginn að byrja að laufgast. Harðgerðar teg- undir má þó einnig færa úr stað á haustin, en hvenær svo sem unnið er við gróðursetningu eða flutning trjáa veröur að gera það af mikilli natni. Það er venjulega timinn frá þvi tréð er tekiö upp, og þar til það er aftur komið i jörðina, sm er þvi hættulegast- ur. Þegar tré er tekið upp verður aö gæta þess, aö eins mikið af rótum þess fylgi með og frekast er kostur. Látið jaröveginn einnig sitja fast að rótun- um,og verið ekki að losa hann frá. Sól má alls ekki skina á ræturnar, og vind- ur gerir þeim heldur ekki gott, svo ekki sé meira sagt. Bezt er svo að vefja ræturnar inn i rakan striga, eða stinga þeim niður i plastpoka. fA\i) / W/1 tiWíll. Gróöursetjið svo tréð i létta, góöa jörð. Holan, sem tréð er sett i þarf aö vera rúmgóð ca 60 cm djúp og svo viö að nægilegt rúm sé fyrir rætur og þá mold, sem þeim fylgir. Gróöursetjið tréð á sömu dýpt, og þaö var á sinum upprunalega stað. Mjög nauðsynlegt er að styöja viö tré, sem flutt er milli staöa. Bezt er að binda það upp á þann hátt sem sýnt erhér á teikningunni. Gætið þess vel, að böndin, sem eru látin halda trénu uppi, skerist ekki inn i stofninn. Gott er aðhafa gúmmipjötlu undir böndunum, Hún kemur i veg fyrir að börkurinn særist. Vel getur verið nauösynlegt, aö þessi stuðnigur sé við trén I nokkur ár. Bezt er að stinga staurunum niður i jörðina áður en tréð er sett niður ihol- una, þvi annars geta þeir særsært ræt- urnar. Þegarfarið er að setja mold i holuna er rétt að hreyfa tréð litillega til, og lyfta þvi upp til þess að ræturnar falli eölilega i holuna. Fylliö holuna ekki al- veg, heldur er rétt að hafa 2-3 senti- metra borö á henni, þar sem vatniö getur safnazt fyrir. Mjög nauðsynlegt er að vökva tréð vel fyrst eftir flutninginn Þorni það getur það haft slæmar afleiðingar fyrir tréð. Það verður aö gæta þess vel allt fyrsta vaxtartimabiliö, að tréð þorni ekki upp, siöar nægir svo að vökva einu sinni i viku og þá rösklega. Ekki er þörf á að bera áburö aö nýgróöursettu tré. Sé farið eftir þessum ráðleggingum segja þeir, sem vit hafa á, að ekki sé nein ástæða til þess aö óttast að tréö deyi, þótt það sé flutt milli staða. fb. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.