Heimilistíminn - 02.04.1978, Síða 22

Heimilistíminn - 02.04.1978, Síða 22
/ FRAMHALDSSAGAN Læknir fyrir Barböru — Kona Fosters komst að þvi, hver stúlkan var, sem hann var ástfanginn af, rétt um sama leyti og hann fór að ræða við hana um skilnað. Daisy fór beint inn á sjúkrastofuna, þar sem sjúklingur Davidsons lá og sagði Fran, hvað henni fyndist um hana. Þetta var óskemmti- legt atvik. Sjúklingurinn varð auðvitað mjög miður sin. Hún sagði Davidson frá þvi, sem gerzt hafði. Hann varð ofsareiður og krafðist þess, að Fran viki úr starfinu. Þvi miður er Davidson mjög litið umburðarlyndur. — Fran elskaði starf sitt, sagði Barbara hrygg i bragði. — Fran hefði ekki átt að missa stjórn á sér. — Gera það ekki allir, sem eru ástfangnir? spurði Barbara áður en hún hafði hugsað hugs- unina til enda. — Heldur þú það raunverulega? Hún var of rugluð til þess að geta svarað um stund. Hún gladdist, þegar Hugh leit á klukk- una og sagðist verða að hitta einhvern klukkan hálf tólf. Hún horfði á eftir honum þegar hann gekk yfir salinn, og vissi ekki hvað hún átti að hugsa. Það var svo auðvelt að fordæma aðra fyrir eigingirni. Hvað um hana sjálfa? Fran 'iafði fundizt hún vera óréttlát gagnvart Hugh. En það var ekki mikill timi aflögu til þess að vera að brjóta mál sem þessi til mergjar þarna i verzluninni, þvi nóg annað var að gera. Allt var að fyllast af viðskiptavinum. Stúlkan, sem komið hafði til þess að leysa Barböru af um morguninn, andvarpaði feginslega, þegar hún birtist nú. — Mér likar miklu betur að smyrja brauðið, sagði hún við Barböru. — Viðskiptavinirnir minir vita þó að minnsta kosti hvað þeir vilja. Hún benti með höfuðneigingu á tvo viðskipta- vini, sem virtust algjörlega ófærir um að ákveða, hvað þeir ætluðu sér að kaupa. Barbara vissi við hvað hún átti. Það þurfti oft mikla þolinmæði við suma af viðskiptavin- unum, sem komu inn i gjafavörubúðina. Sumir komu einungis til þess að lita i kringum sig, á meðan þeir voru að biða eftir þvi, að timi væri til kominn að fara að heimsækja einhvern sjúklinginn. Sumir komu af einskærri forvitni eftir að hafa gægzt i glugga verzlunarinnar úr anddyrinu. Það hafði hins vegar mjög mikið að segja, að verzlunin gengi vel, og hvort sem við- skiptavinurinn var auðveldur eða erfiður við- fangs reyndi hún að gera honum til hæfis. Barbara gladdist yfir þvi, að hún hafði mikið að gera i dag. Vinnan var bezta meðalið við sorginni. Jennie kom til hennar, þegar gestunum fór að fækka aftur. — Var mikið af blómum? spurði hún. 22

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.