Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 3
ALvitur. . svararhrétum Hæ Alvitur. Ég hef aldrei skrifaö þér áöur, og vona innilega, aö þú svarir mér. Mig langar til aö skrifast á viö færeyska krakka, en veit ekki um neitt blaö i Færeyjum, sem ég gæti skrifað til. Veist þú um eitthvert blaö? Meðfyrirfram þökk, Pennavinur Pennavinursæll, hvernig væri að þú reyndir aö skrifa til blaösins „14. september”, sem gefið er út i Þórs- höfn. Ekki hef ég nú utanáskrift blaös- ins viö höndina, en það ætti ekki aö koma aö sök. Þaö nægir áreiðanlega að skrifa utan á bréfiö nafn blaösins og svo Þórshöfn, Færeyjar. Þaö ætti aö komast til skila. Sæll Alvitur, Mig langar til aö spyrja þig nokk- urra spurninga og ég vonast eftir svari viö þeim. 1. Hvernig stendur á því, aö augun veröa rauö i fólki, þegar tekin er mynd inni á litskuggamyndafilmu, og hún sýnd á tjaldi? 2. Þegarsagt eraöstjörnuspáin gildi frá og meö deginum i dag ( er þá ekki átt viö daginn, sem blaöiö kemur út. sunnudag) tQ miövikudagskvölds, þvf gildir hún ekki heila viku eins og áöur, þegar blaöiö kom út á fimmtudögum? 3. Ég er fædd 21 marz. Á ég bæöi aö lesa fiskana og hrútinn? 4. Hvers vegna er stjörnuspáin hætt aö koma i Timanum eins og einu sinni var? 5. Getur veriö aö happatalan mín sé 9, en óhappatalan 6, ef svo er ekki, hverjar eru þær þá? 6. Geturöu ekki birt uppskrift aö einhverju sætu vesti meö V-hálsmáli og engum ermum? Spákona af Suðuriandi. 1. Augun f fólki veröa rauö vegna þess aö notaö er flass viö myndatök- una, og þaöerof nálægt linsu vélarinn- ar. Nú erkominn sérstakur útbúnaöur aö minnsta kosti á sumar litlu vasa- myndavélarnar, sem heldur flassinu i hæfilegri fjarlægö, og þá eiga augun ekki aö verða rauö. Eina ráöiö til þess aö komast hjá rauða litnum er aö reyna aö láta fólk ekki horfa beint i myndavélina, þegar myndin er tekin, svo fremi ekki sé við höndina vél meö þessum rétta útbúnaöi. 2. Nú fórstu illa meö okkur út af stjörnuspánni Ég veit ekki hvort ég á aö viöurkenna, aö þetta hafi veriö ein- tóm glópska þeirra, sem um blaöiö sjá. Auövitaö heföi átt aö breyta þessu þegar útkomudagurinn breyttist, þvi spáin átti aö gilda i eina viku eins og fyrr. En þaö datt engum I hug aö lesa þaö, sem þarna stóö og hefur staöiö frá þvispáinhóf gönguslna. Nú færum viö útkomudaginn aftur yfir á fimmtudag, svo framvegis verðurþetta eins og þaö hefúr alla tið veriö. Frá fimmtudegi gildir spáin til miövikudagskvölds. 3. Úr þvi þú ert fædd 21 marz, held ég að þér ætti aö nægja aö lesa bara hrútinn. 4. Þaö er langt slöan stjörnuspáin hætti aö birtast I Tlmanum. Ekki veit ég ástæöina, en held ef til vill aö rúm- leysi i blaöinu hafi einhverju ráöiö þar um. 5. Þvi miöur hef égekkiviö höndina neinar áreiöanlegar upplýsingar um happa og óhappatölur. Sumum hefur llka reynzt haldbezt aö læra af reynsl- unni, hvaöa tölur eru þeim til happs eöa óhapps. Hafir þú haldiö til þessa aö 9 sé happatala þin og 6 óhappatala ættir þú á næstunni aö gá hvort þetta virðist standast, og reyna aö sann- prófa þaö eftir mætti. 6. Égskal reyna aö finna einhverja vestisuppskrift og birta hana I blaöinu áöur en langt liöur. Meðal efnis í þessu blaði: Moon-söfnuðurinn í Kaliforníu.........bls. 4 Konungur í útlegð.....................bls. 7 islenzk sýning i Philadelphíu.........bls. 8 Mormonar i Vestmannaeyjum.............bls. 10 Athugasemd við nafnið Leggjabrjótur . bls. 14 Blómastigi úr plexigleri........bls. 15 V Pokalegar buxur......................bls. 17 Pilsbury-keppnin.....................bls. 18 Corelia Wallace léthlera síma manns síns.................................bls. 20 Og faxið flaxast til ................bls. 26 Flugdrekasmíði.......................bls. 36 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.