Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 22
K
tmrréft fýrir lokun og samstundis hafði hópur
stúlkna Jimkringt hann og þeirra á meðal var
Jennie. Hann var ráðvilltur á svip og dálitið
önugur. Á næsta augnabliki hafði einhver ýtt
Jennie i áttina til hans.
—Þú stendur undir mistilteininum Davidson
sögðu allir i kór um leið og hann sneri sér að
Jennie sem stóð með upplyft höfuð og rauðar
• varirnar samanklemmdar.
Hann hikaði eitt augnablik. Svo greip hann i
Jennie og kyssti hana beint á munninn.
Nú var röðin komin að Jennie að verða hissa.
Áhorfendurnir æptu af hlátri. í fyrsta skipti
sást John Davidson brosa hálfkindarlega. Það
var varalitur á kinn læknisins og Jennie strauk
hann af honum og ánægjan skein úr augum
'hennar.
Barbara þurfti að sinna viðskiptavini.
— Hver er þessi laglega stúlka i rauða
sloppnum? spurði hún.
Barbara sagði konunni það. Hún var hálf-
hissa á þvi hvað hún var reið út i Jennie fyrir
tiltækið. Óskammfeilni hennar hafði komið þvi
til leiðar sem henni sjálfri myndi aldrei takast
að gera. Nú var Davidson setztur niður, og
Jennie hafði fært honum kaffi, en stóð og talaði
við hann hlæjandi með hendur i sloppvösunum.
— Jennie kallaði Barbara hvasst. — Ég þarf
á þér að halda hérna.
Jennie gretti sig og gekk hægt yfir til hennar.
—Hann kyssti mig, sagði hún ánægjulega. —
Getur þú imyndað þér annað eins! Og þetta var
enginn smákoss. Hann kyssti mig raunveru-
lega. Ég veðja um það að hann myndi gera
það. Hann er sannkallaður engill.
— Vertu ekki svona mikill kjáni sagði
Barbara kuldalega.
Jennie hristi sig og fór til þess að huga að
pakkagjöfhanda einu barnanna sem var i ein-
angrun.
Venjulega hafði Barbara sjálf farið með
jólapakkana til barnanna á barnadeildinni en
allt var á rúi og stúi i verzluninni i dag og mikið
enn ógert þangað til lokað yrði.
Brátt voru allir f arnir en Barbara heyrði fólk
enn óska gleðilegra jóla, þegar það mættist i
andyrínu. Jólalög bárust til bennar frá út-
varpinu á aðalhæðinni.
Þetta yrðu ömurleg jól hugsaði Barbara.
Læknir
fyrir
Barböru
gripin og kysst rembingskoss á munninn, þeg-
ar hún gekk inn undir greinina.
Barbara hafði enga löngun til þess að taka
þátt i þessum leikaraskap sem helzt leit út
fyrir að myndi fara úr böndunum, þegar liða
tæki á daginn.
Hún hafði það á tilfinningunni að Jennie væri
potturinn og pannan i þessu öllu saman. Hún
varð viss i sinni sök þegar John Davidson kom
framhaldssaganT3
22