Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 10.08.1978, Blaðsíða 25
Tölvan er oröin ónýt. Er nokkur hérna inni, sem enn man, hvernig maður fer aö þvi að hugsa? - Þú ættir aö reyna að hjálpa mér á' meöan þú getur þaö. Næsta vetur verö ég komin i 9. bekk. Éghef alis ekki keyrtof hratt. Ég ætti aö vera komin tii Keflavikur fyrir tiu minútum. Wz-vinir 28 ára gömul, gift þriggja barna móðir, Nancy S. Monaghan, óskar eft- ir pennavinum á svipuöum aldri hér á landi. Ahugamál hennar eru m.a. lest- ur góðra bóka, dýr, country & western” tónlist, handavinna. Hún segist munu svara öllum bréfum. Heimilisfangið er: P.O. Box 225, Bondurant, Iowa 50035, USA. SIGURBORG Rögnvaldsdóttir i Menntaskólanum á Akureyri skrifaði okkur á siðasta vori, og sagði, að i ein- taki hennar af Heimilis-TImanum frá 6. mai hefði verið illlæsilegt nafn og heimilisfang forsvarsmanns Inter- national Friendship League, sem við sögðum frá i pennavinadálkinum i þvi blaði. Bað hún okkur um að birta nafn- ið og heimilisfangið aftur. Sem betur fer hefur þetta ekki verið jafnilla prentað i öllum eintökum Heimilis-Timans, sem við höfðum undir höndum. En trúlega hefur orðið misbrestur á prentuninni i fleiri blöð- um en þvi, sem Sigurborg fékk i hend- ur og hér birtum við nafn mannsins og heimilisfang að nýju: David Fish, 16 rue Hydranligue, B—1040 Brussels, Belgium. Ég óska eftir að skrifast á viö stelp- ur á aldrinum 8 til 11 ára, sjálf er ég 9 ára. Jónina Hrönn Slmonardóttir Ketu, Ripurhreppi, 551 Skagafirði. Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um 18-30 ára. Sjálf er ég 20 ára. Áhugamál eru margvisleg. Heiðrún Jónsdóttir, Litla Asgeirsá, Viðidal, 531 Hvamms- tangi. Heimilis-Timanum hefur borist bréf frá Hollandi. Þaö er frá fimmtán ára gamalli stúlku, sem óskar eftir að eignast pennavinkonu á Islandi. Hún segist munu svara öllum bréfum sem henni kunna aö berast. Hún skrifar á ensku. Nafnið er: Jannet Wolf Marie Curielean 2 Igsselmuiden Overijssel, Holland. Kæri Ti'mi Miglangar að skrifast á við krakka á aldrinum 9 til 11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Ég er ,10 ára. Anna Sigriður örlygsdóttir Rauðalæk 47, Reykjavik, 105. Ég óska eftir að skrifast á við stelp- ur og stráka á aldrinum 11 til 14 ára. Ég er sjálf að verða 13 ára. Ég hef áhuga á ýmsu, svo sem skiðum og fri- merkjum. Syara öllum bréfum, sem berast. Himilisfangið er: Arndis Pétúrsdóttir Hringbraut 36, Hafnarfirði. Okkur langar til að eignast penna- vini á aldrinum 11 til 13 ára. Við erum báðar fæddar 1966. Áhugamál okkar eru t.d. sund, skautar, popptónlist og margt fleira. Sigriður Birna Björnsdóttir og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir Húsabakka, Svarfaðardal, 620 Dal- vik Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um 10 til 12ára. Skrifa bæði stelpum og strákum. Sigriður St. Kristinsdóttir, Hliðartúni 9, 780 Höfn, Hornafirði Ég óska eftir pennavinum, strákum og stelpum, 13 til 15 ára. Ahugamál min eru : Iþróttir, strákar, böll popp og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Guðrún Halldóra Sigurðardóttir Gossheiði 15, 800 Selfossi Heimilis-Timanum hefur borizt skemmtilegt bréf frá Tooru nokkrum i Japan. Hann skrifar meira að segja orð og orð á islenzku i bréfinu, sem annars er skrifað á ensku. Ekki skýrir hann það, hvernig stendur á islenzku orðunum, enkannski hann hafi eignazt islenzka orðabók. Tooru Maeta er 19 ára og segir vera námsmaður, sem hafi mjög mikinn áhuga á Islandiogsvostendur orðrétt: „Ég elska Island og hana kultur og fólk!! ” Hannsegist skrifa á ensku ogvonast eftir mynd með fyrsta bréfi. Áhuga- mál hans eru mótorhjól, rafmagnsgit- arar og saga auk margs annars. Þá bætir hann þvi við, að hann viti vel, að Leifur Eiriksson hafi komið til Vin- lands á undan Kólumbusi hér endur fyrir löngu. Heimilisfangið er: Tooru Maeta 663-10, 1-ku, Matsuzaki Togo-cho, Tohaku-gun, Tottori-ken 689-07 Japan. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.