Heimilistíminn - 10.08.1978, Page 24

Heimilistíminn - 10.08.1978, Page 24
steikinni sinni og tók ekki eftir svipnum, sem kom á Barböru, þegar hann sagði þetta. Barbara reyndi að kyngja kekkinum, sem stóð i hálsi hennar. — Hvenær fer hann? spurði hún. —Hannfór i kvöld. Hann fékk skeyti i dag og var beðipn um að koma strax. Hon- um bjóðast 1 mikil tækifæri þarna,- og nú gengur yfir innfluensu- faraldur og þess vegna þurfa- þeir á lækíninum að halda strax. Harding fór með kvöldvélinni. Án þess að kveðja mig hugsaði Barbara reiðilega. Án þess að hafa minnstu áhyggjur af þvi hvernig mér liði. Hún gat varla horft á matinn, sem var á borðinu fyrir framan hana, en hún reyndi þó að láta lita svo út, sem hún væri eitthvað að reyna að narta i hann. — Ég held, að Harding hafi gert skakkt, sagði John Davidson. — Það er engin framtið i almennum lækningum fyrir metnaðargjarn- an mann. — Hugh er ekki metnaðargjarn, sagði Bar- bara og var þegar komin i varnarstöðu. — Hon- um fannst þetta stórkostlegt tækifæri til þess að geta orðið að liði i litlu byggðarlagi. — Hann hefur einfaldlega grafið sig þarna lifandi, sagði John Davidson hvatskeytslega. — Hann hefði átt að fara út i einhverja sér- grein. Það eru ótakmörkuð tækifæri fyrir menn á hinum ýmsu sérsviðum. En engin tækifæri eru i almennum lækningum. —Þér myndi aldrei detta i hug að fara út i al- mennar lækningar eða hvað? —Nei, það gerði ég aldrei. Þar að auki fellur mér ekki þetta persónulea samband við sjúkl- . ingana. 1 litlu þorpi verður þú nokkurs konar átrúnaðargoð sjúklingaþinna. í minum augum skiptir sjúkdómurinn meira máli heldur en sjúklingurinn sjálfur. Vel getur verið að sjúkl- ingur deyi. Það er óhjákvæmilegt. Það verður að sigrast á sjúkdómnum og það er lika hægt. Það þýðir ekkert að vera með einhverja með- aumkun á sviði læknavisindanna. Hann gat talað endalaust um uppáhalds mál- efnið sitt. Hann endurtók hvað eftir annað, að hann setti allan sinn metnað i að finna einn sjúkling, sem hann gæti rannsakað allt frá þvi hann hefði tekið sjúkdóm og þar til lækningu hans væri að fullu lokið, og hann trúði þvi að undir vissum kringumstæðum gæti hann haft áhrif á lækninguna. Það brann eldur i djúpstæðum augum hans á meðan hann var að tala um þetta. Það var eitt- hvað næstum þvi ofstækisfullt i svipnum. Löngun hans til þess að lækna hefði átt að vekja aðdáun Barböru, hugsaði hún með sjálfri sér. En var löngunin fólgin i þvi að hjálpa þeim, sem sýkst höfðu, eða þráði John David- son einungis að ná eigin takmarki, og fá full- nægt metnaðargirnd sinni? Þegar hún fór að hugsa um þennan mann á kaldan og yfirvegaðan hátt gat hún næstum þvi fyrirlitið hann. Hins vegar hafði hann aldrei haft jafn mikið aðdráttarafl og einmitt nú, þarna sem hann hallaði sér fram yfir kvöld- verðarborðið. Hann talaði svo hátt, að vel mátti heyra til hans þrátt fyrir skvaldrið, sem barst frá borð- unum allt i kringum þau. Það var allt i einu farið að syngja jólasálma i næsta sal. Einu sinni eða tvisvar tók hún eftir þvi að gestir, sem hún kannaðist við, horfðu á hana, og hún imyndaði sér að þeir væru að velta þvi fyrir sér hvers vegna hún væri ekki með Hugh i kvöld. Förunautur hennar leit á úrið. — Við verðum vist að fara, sagði hann. — Ég sagði þér áðan, að ég þyrfti að gera dálitið i kvöld. Þau smeygðu sér milli borðanna i þéttsetn- um salnum og von bráðar voru þau komin út i kalda vetrarnóttina. — Þú ert stórkostlegur áheyrandi, sagði hann um leið og þau komu að bilnum. — Þú verður að fyrirgefa mér það, að ég skuli tala svona endalaust og láta þig ekki fá tækifæri til þess að segja neitt. Hann opnaði bilhurðina. Svo sneri hann sér skyndilega við og lagði handlegginn utan um hana. — Ef til vill þarf maður á þvi að halda að hafa nálægt sér manneskju eins og þig, sagði hann skyndilega og kyssti hana. Barbara sat við hlið hans á leiðinni heim, og var dálitið utan við sig vegna þess sem gerst hafði, en reyndi þó um leið að vara sjálfa sig við þvi að taka þetta of alvarlega. Ef til vill hafði þetta enga þýðingu. En hann hafði kysst hana, og um stund hafði hún gjörsamlega gleymt þvi að Hugh var flog- inn i burtu og hafði ekki einu sinni kvatt hana. Þrátt fyrir það, að John Davidson gerði ekki aðra tilraun til þess að snerta hana, fann hún til návistar hans gjörólikt þvi, sem hún nokkru sinni hafði fundið til nærveru Hughs. 24

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.